Feykir


Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 37/2009 Menning Betra loft í Bifröst Skagaströnd AÐSEND GREIN Valgerður Kristjánsdóttir skrifar í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur undanfarin ár gustað mjög um leikendur á sviðinu, k'ka í orðsins fyllstu merkingu. Norðangolan hefur iðulega leikið óboðin um vanga þeirra sem bíða baksviðs og ef hann er austanstæður hefur rykið gusast niður úr ævagamalli einangruninni yfir alla á sviðinu. Eins og gefur að skilja hefur þetta ýtt undir kvef og hæsi leikenda á oft ströngum æfingatímabilum. En nú er öldin önnur, í fyrrasumar voru settir venjulegir vatnsofnar í húsið í stað blásturshitunar og í sumar var rifið innan úr loftinu yfir sviðinu og það einangrað. Einnig var loftið tekið upp og myndar þar með meiri möguleika við lýsingu sviðsins. Óslétta margmálaða gólfið var pússað og sléttað svo nú mætti skella sér á hjólaskauta þar án lífshættu. Leikendur sem æfa nú barnaleikritið Rúa og Stúa una því hæstánægðir á nýju sviði Bifrastar. Arskóli Fjölmiðlahópur með blogg Árskóli á Sauðárkróki fór af stað með fjölmiðlaval á þessu hausti en í valinu munu krakkarnir læra um undirstöðuatriði blaðamennsku. Auk þess farið í hugtakið auglýsingas£fræði og tengsl þess við sölu blaðagreina og frétta. Það voru 6 nemendur í 9. og 10. bekk sem riðu á vaðið og hafa krakkarnir ásamt kennara sínum stofnað blogg- síðu á slóðinni skolablogg.blog. is. Á síðunni verður hægt að fylgjast með fréttum úr skólalífinu séðum með augum krakkanna. Smá í Feyki:: Síminn er 455 7171 SmáAUGLÝSINGAR Steypuhrærivél óskast Óska eftir lítilli steypuhrærivél. Upplýsingar í síma 8921362 Kápa týndist Getur verið að einhver hafi tekið kápuna mína í misgripum á Laufskálaréttar- ballinu í reiðhöllinni? Þetta er svört VILA ullarkápa, tvíhneppt með háum kraga og með bleika slaufunælu á brjóstvasanum. Hennar er mjög sárt saknað í kuldanum. Ef hún leynist í fórum þínum þá endilega láttu mig vita í síma 860 1282. Mannakorn í Kántrýbæ Hljómsveitin Mannakorn verða með tónleika í Kántrýbæ næsta föstudag 9.okt. kl. 21. Maggi Eiríks, Pálmi Gunnars, Ellen Kristjáns, Gulli Briem og Eyþór Gunnars ætla að leika nýju lögin af plötunni Von og allar hinar gömlu perlurnar. Forsala á fimmtudag frá kl. 13-19 í síma 8476622. Miðaverð aðeins kr. 1.000.- Tónleikarnir eru styrktir af minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vind- hæli. Skagafjörður________ Ráðaá verkefna- stjóra í atvinnu- málum Atvinnu- og ferðamálanefnd í samvinnu við Skagafjarðarhraðlestina hefur ákveðið að ráða í starf verkefnastjóra í atvinnumálum í Skagafirði. Verkefnastjórinn á að vinna að eflingu skagfirsks atvinnulífs á grundvelli samstarfs sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestar skv. samningi dags. 13. mars 2007. Ennfremur varákveðið að endurskoða áðumefndan samning í samvinnu við Skagafj arðarhraðlestina. Ráðinn var verkefna- stjóri árið 2007 en hann hætti eftir þriggja mánaða starf og hefur engin gengt þessari stöðu síðan þá. Er eitthvað að frétta? Hafðu samband -Siminner 455 7176 Smá pistil úr Húnaþingi vestra Hér gengur haustið í garð af gömlum vana og smjör drýpur af hverju strái. Þó er það svo að það lætur nærri að annar hver maður í sveitarfélaginu sé gjaldþrota eftir að hafa fjárfest í stofnbréfum í Sparisjóðnum. Á dögunum var haldinn fundur á Hvammstanga þar sem menn hittust og báru saman bækur sínar. Sýndist sitt hverjum um stöðuna en ljóst er að hún er slæm. Eru menn þá að tala um tugi og jafnvel hundruð milljóna sem menn tóku að láni til að fjármagna stofnfjáraukning- una. Spurning er um lögmæti þessara aðgerða og hver dró vagninn. Fyrst voru menn beðnir um að auka hlut sinn, tvöfalda. Það gerðu fiestir og síðan voru þeir beðnir um að tvöfalda þá tölu aftur. Þá voru margir komnír í bobba en sáu sig til neydda til að vera með og tvöfalda seinni töluna þannig að um verulega upp- hæð var að ræða. Sparisjóður Húnaþings og Stranda fjármagnaði svo herlegheitinnúeðaSparisjóður Keflavíkur eins og hann heitir í dag. Löglegt en siðlaust. Snúum okkur að skemmtilegri málum Anita B. Jensen og fleiri konur stofnuðu handverkshúsið Löngufit í vor. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um það á opinberum vettvangi. Nafnið ber húsið að flöt sem hestum var att til kappreiða neðan við Laugarbakka fyrr á tímum. Anita á Staðarbakká er aðaldrifkrafturinn í Löngfit og prjónar mikið. Hún kom frá Danmörku fyrir 20 árum síðan og ílentist á fslandi. Gift Gísla Magnússyni bónda á Staðarbakka. Anita er mikil handverkskona og lét ma hanna gardínur og sauma á saumastofnuni KIDKA á Hvammstanga sem hún hefur í stofunni hjá sér. Handverkshúsið er enn opið um miðjan daginn og koma konur og menn saman á fimmtudagskvöldum og sitja við hannyrðir. Ferðamenn og selir Mikil aukning var á ferða- mönnum í sumar (hef ekki tölur en upplýsingar frá Hörpu sem rekur veitingaskálann á Hvammstanga). Það eru aðallega blessaðir selirnir sem draga þá inn í Húnaþing nú svo og náttúru- perlurnar okkar. Selasetrið dafnar vel og starfsmönnum hefur fjölgað. Sláturtíð Sláturtíð er nú vel á veg komin og slátrað er allt að 2.300 dilkum á dag í sláturhúsinu. Megnið af starfsmönnum eru pólverjar sem koma ár eftir ár og þykja duglegir. Fé til sláturnar kemur víða að, frá vestfjörðum og sunnan af landi. Helst er þaðan að frétta að nú huga menn meira að nýtingu skrokkana en áður og er það vel. „í ár hafa framkvæmdir hins vegar miðast við að gera okkur kleyft að nýta sem mest af aukaafurðum. Þess vegna hefur veirð sett upp ný og beri aðstaða til að vinna innmat. Haustið 2008 fluttum við út lifur, hjörtu, nýru, þindar, eistu, garnir og fitu. Með nýju aðstöðunni komum við til með að geta nýtt allan þann innmat sem til fellur, hvort sem það er til útflutnings eða til sölu innanlands. En í haust ædum við einnig að flytja út vambir og keppi." Fréttabréf Slátumúss KVH ehf. september2009. Mýrar23. september 2009, Valgerður Kristjánsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.