Feykir


Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 08.10.2009, Blaðsíða 5
37/2009 Feykir 5 Skagafjörður Sjukrahussparnaður i bókamessu í Frankfurth A sama fc'ma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sfnu ætlar Menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurth. í frétt á Feykiis um niðurskurð á Heilbrigðisstofh- uninni sl. firnrntudag kom fram að þetta stór niðurskurður komi til með að þýða umtalsverða þjónustu-skerðingu fyrir notendur stofhunarinnar auk þess sem ekki sé hægt að lofa að svona stór niðurskurður geti átt sér stað án þess að komi til uppsagna starfsfólks. En hvað skyldi bókamessa í Frankfurth vera? Jú, að sögn Sigtryggs Magnasonar, hjá Menntamálaráðuneyti, er þetta verkefhi sem áveðið var að ráðast í árið 2007. íslandi var þá boðið að verða heiðursgestur á bókamessu árið 2011. Af því tilefhi var ákveðið að eyða 100 milljónum á ári í þrjú ár til verkefhisins eða alls 300 milljónum. -Á bókamessu munum við kynna íslenska menningu bæði bókmenntir og myndlist. Það er okkar mat að um góða landkynningu sé að ræða og þarna muni verða vakin sérstök athygli á íslandi sem komi íslenskri ferða- þjónustu og menningu til góða, segirSigtryggur. Samstarf BioPol ehf, Sero ehf og Háskólans á Akureyri Til kynningar á Vísindavöku Rannís Samstarf Háskólansá Akureyri við fyrirtæki í nýsköpun var þemað á bás skólans á VTsindavöku Rannís sem haldin var föstudaginn 25.september. „Lifandi lýsispillur", matalím úr grásleppuhvelju, sérvirk íblöndunarefni úr sjávarfangi og bragðkjarnar úr þangi var meðal þess sem almenningur gat barið augum á bás Háskólans á Akureyri á Vísindavöku Rannís 2009. Allt eru þetta dæmi um verkefhi á sviði nýsköpunar sem sprottið hafa upp í kjölfar samstarfs skólans við Sero ehf og BioPol Sjávarlíftæknisetur á Skaga- strönd. Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi -3 gefst kostur á að kynnast viðfangsefhum vísindamanna í hinum ýmsu vísindagreinum. I * ár heimsóttu tæplega 3000 gestir Vísindavökuna og hafa þeir aldrei verið fleiri. Frá vinstri: Hjörleifur Einarsson, Sigurður Baldursson og Halldór G. Olafsson. Fjölmargir gestir komu við á bás Háskólans á Akureyri og spurðu vísindamenn spjörun- um úr. Mesta athygli vöktu það sem kallaðar voru „lifandi lýsispillur" en þar gafst fólki kostur á að skoða í smásjá ófrumbjarga þörunga úr sjó sem eru meðal frumfram- leiðanda á omega-3 fitu í hafinu. Undanfarin misseri hefur Sigurður Baldursson, starfs- maður háskólans og BioPol á Skagaströnd, unnið að ræktun og einangrun þessara lífvera. Markmið rannsóknanna er að kanna eiginleika þeirra til framleiðslu á hágæða fiskiolíum til hagnýtingar í matvæla-, lyfja- og fóðuriðnaði. Hofsós Húnaþing vestra Rakelarhátíð á sunnudag Rakelarhátíðin verður haldin í Höfðaborg Hofsósi sunnudaginn 11. október næstkomandi kl. 14 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri flytur ávarp og nemendur Grunnskólans á Hofsósi sjá um fjölbreytt skemmtíatriði. Rakel Bryndís Gísladóttír flytur hugleiðingu um nöfhu sína í máli og myndum og hinn frábæri söngvari Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur nokkur lög. Kaffiveitíngar verða að skemmtun lokinni. Kynnir á hátíðinni verður Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson. Vantar þig góðan áburð? Nú stendur yfir hreinsun í hænsnahúsinu á Tjöm á Vatnsnesi og leggst mikið til að spónum sem eru blandaðar driti úr hænun- um. Þetta er afskaplega góður áburður, þurr og léttur og auðveldur í meðfórum. Á vef landnámshænunnar er að finna fróðleik frá Júlíusi bónda en þar segir að spænirnar séu hrein náttúruafurð og að hænsnadrit sá bestí áburður sem hægt er að fá og hugsa sér og hentar mjög vel á allan gróður eins og td tré, runna, blómabeð og ekki hvað síst í matjurtagarðinn. Sem dæmi neíhir Júlíus að hann hafi fengjð um 200 kg kartöfluuppskeru í haust en sett voru niður 12 kg af útsæði. Mikill West Ham aö- dáandi rétt á meöan ég kláraöi glasiö Nafn: Marteinn Jónsson. Heimili: Barmahlíð4. Starf: Framkvæmdastjóri Kjarnans. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Man.Utd vegna þess að þeir eru lang bestir. Ég byrjaði að halda með þeim þegar að Stefán Logi frændi gaf mér treyju þegar ég var 7 ára og hef ekki villst af réttri braut síðan. Hefur þú elnhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Já flesta daga við vini og vinnufélaga, svo er ég í fótboltaklúbbi Dodda Málara (Old Field High) þar sem að meirihluti meðlima halda með Arsenal. Það er eins og að vera í golfklúbb þar sem meirihlutinn heldur því fram að Orri Hreinsa sé besti kylfingur íheimi. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Ryan Joseph Giggs hann er búinn að vera frábærfrá þvíað hann var kjörinn efnilegastur árið 1992, svo skoraði hann frábært mark á móti Arsenal í bikarnum sem braut sófann á mínu heimili en ég var nú snöggur að fyrirgefa honum það. Hann er frábær fyrirmynd á velli og utan hans og á eftirsvona sjö góð ár hjá United :). Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Já ég fór á Arsenal - ManUutd árið 2001 man ekki hvemig sá leikur fór, en Bartfiez gaf þeim eitthvað af mörkum, við vorum á móti vindi allan leikinn og dómarinn var ekki á okkar bandi og allt það. 2007 fór ég á Man. Utd- Charlton á Old Trafford og sá mína menn valta yfir Hermann Hreiðars og félaga. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já eitthvað af treyjum, myndum, smádóti og United sjónvarp sem Rúnar á Nl neitar að horfa á með mér. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Dagmar og Jón Gabríel halda með Man. Utd en Nótt og Mikael halda með Liverpool og Barcelona. Ég er að vinna í þessu, verður klárt eftir nokkur ár. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Já þegar ég var spurður að því með hvaða liði ég héldi á West Ham barnum á leikdegi með þrjátíu tannlausa Breta hjá mér og ný búið að henda einum Liverpool manni út. Ég var mikill West Ham aðdáandi rétt á meðan ég kláraði glasið. Þetta var rétt áður en íslenska ríkið eða Steingrímur J. eignaðist West Ham. Uppáhalds málsháttur? "Aldrei kemur góður dagur of snemma". Spurning til þín frá Jóni Óskari Pétursyni - Ég myndi vilja spyrja hvort hann telji að hann muni vinna vodkaveðmálið við Sævar Birgisson enn eitt árið? -Já ég er vissum aðégvinnivodkaflöskuna þetta árið eins og öll hin. Ég og Sævar veðjum á hverju ári hvort Liverpool eða Man. Utd verði ofar í ensku. Ég er oftast búinn að ráðstafa þessari flösku áður en leiktíðin byrjar. Fyrir þrem árum var Sævar orðinn leiður á þessu tapi og bætti við rommflösku fyrir það lið sem kemst lengra í Meistaradeildinni, þetta endaði svo með því að hann réði sig í vinnu hjá ÁWR í Hveragerði, tilviljun eða hvað?? Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? -Kristmar Geir Björnsson málara og efnilegasta leikmann Tindastóls í knattspyrnu fyrr og síðar. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Heldur þú að kaupin á Owen séu kaup tímabilsins?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.