Feykir


Feykir - 03.12.2009, Side 5

Feykir - 03.12.2009, Side 5
45/2009 Feykir 5 AÐSEND GREIN Páll Dagbjartsson skrifar Sundlaugín í Varmahlíð 70 ára Á þessu ári, eða nánar tiltekið hinn 20. ágúst s.l. voru 70 ár liðin frá þvf að fyrsti sundmaðurinn stakk sér til sunds í laugina í Varmahlíð, sem þá var reyndar ekki fullgerð. I Sýslunefndarsögu Skag- flrðinga, sem Kristmundur Bjarnason skrifaði, segir skemmtilega frá þessum at- burðum og langar mig að bera þar niður í valda kafla. „Ríkið keypti Reykjarhólsgarð, þ.e. allt hitasvæðið austan í Reykjarhóli og ríflega það, í þeim tilgangi að koma þar upp héraðsskóla. Það varþví ekki að ófyrirsynju, aðfyrst vœri hugað að gerð sundlaugar þar. Jónas frá Hriflu barðist manna mest fyrir því að styrkur fengist til sundlaugarinnar á öndverðu ári 1939, sem og tókst. Var honum ríkt í hug að unglingakennsla hœfist í Varmahlíð þegar haustið 1939, einkum í sundi, og hafði augastað á einum „af bestu sundmönnum landsins". ( eins og segir í textanum ). Taldi Jónas líklegt að hœgtyrði „að fá svo sem 20 unglinga í 6 mánuði og byrja þannig skólann", eins og fyrr segir. Ekkert varð þó úr þessu að sinni. Hins vegar var hafist handa um sundlaugar- gerð 1938 ogfram haldið vorið 1939 að fengnu loforði um opinberan styrk, og verkinu lauk að miklu leyti þá um sumarið. Til sundlaugarinnar var þá varið um 10.000,- (tíu þúsund krónum). Framlög innan- héraðsmanna námu 4.000,- krónum og styrkur ríkissjóðs 2.500,- krónum. Hitt var tekið að láni. Fjöldi Seylhreppinga gaf vinnu við sundlaugina, alls 23 dagsverk, unnu af sér félags- gjöld með 32 dagsverkum. “ Það er athyglisvert að velta fyrir sér kostnaðartölunum fyrir 70 árum og þeim hugs- unarhætti sem þá tíðkaðist, að leggja fram sjálfboðavinnu til að mannvirkið risi af grunni. Sem betur fer þá er slíkt enn við lýði, sérstaklega í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni, þó annríki og hraði sam- félagsins sé með öðrum brag nú. En áfram skal vitna í sýslunefndarsöguna. „ -Eftir mitt sumar var lokið við að steypa sundlaugina, sem var 33,33 m löng 12,50 m breið. Mesta dýpt 3.03 m, grynnst 0,83 m. Sunnudaginn 20. ágúst var haldinn afarfjölmenn samkoma í Varmahlíð, vígsluhátíð sund- laugarinnar. Hátíðin hófst á guðsþjónustu. Séra Tryggvi H. Kvaran á Mœlifelli embættaði, Karlakór Sauðárkróks annaðist söng. Síðan tóku margir til máls: Árni J. Hafstað, Vík, Pálmi Hannesson rektor, Gísli Jónasson kennari Reykjavík, „ afhenti um leið dýrindisbikar, sem árlega skyldi keppt um á samkomum Varmahlíðar- félagsins eftir tilskyldum reglum“. SkagfirðingaríReykja- vík gáfu gripinn, Grettisbik- arinrí'. Það má skjóta því hér inn að Grettissundið var 500 m langt með frjálsri aðferð. Grettissundið hefur farið að mestu fram árlega eins og reglur sögðu til um. Ekki ætíð í sundlauginni í Varmahfíð, heldur einnig og oftar í sundlauginni á Sauðárkróki eftir að hún var tekin í notkun. Til er skráð heimild um þessa sundkeppni og er varðveitt á Héraðsskjalasafninu að því ég best veit. Að lokum er hér stutt tilvitnun í lýsingu á þessum vígsludegi Sundlaugarinnar í Varmahlíð. Það voru fluttar margar ræður og svo segir: „...að lokum flutti Hermann Jónasson forsætisráðherra, vígsluræðuna. Að því búnu stakk Jónas Halldórsson sund- kappi sérfyrstur í laugina, síðan hver af öðrum, karlar og konur. Sundið var þreytt lengi dags við hrifningu áhorfenda. Vorið 1940 var sundlaugin fullgerð. Sundskýlum var hróflað upp úr mótatimbri vestan við laugina. Stóð svo árum saman. “ Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á sundlauginni og aðstöðu við hana í tímans rás. Síðast nýir búningsklefar norðan við laugina sem þjóna bæði sundlauginni og íþrótta- salnum. Þær framkvæmdir stóðu yfir á árunum 1987 til 1995. Eitt er það þó sem staðist hefur tímans tönn að mestu ,en það er sundlaugarkerið sjálft, sem er hið sama sem í upphafi var steypt vorið 1939. Þar hefur svo sannarlega verið vandað til verka. Búið er að fylla upp í dýpi laugarinnar, þannig að mesta dýpt nú er 1,80 m, og svo var steyptur milliveggur sem skiptir laugarkerinu í 25 m sund- og keppnislaug og hins vegar grunna barnalaug, með mesta dýpi 1,1 m. Þar er staðsett lítil rennibraut. Hinn lO.júlí 1973 samþykkti Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu eftirfarandi: „Þar sem flest sveitarfélög í sýslunni hafa nú sameinast um stofnun skóla í Varmahlíð, heimilar sýslunefnd stjórn Varmahlíðar að afhenda eigendum hins nýja skóla í Varmahlíð sundlaugina til fullrar eignar og afnota ogganga frá samningum þar að lútandi. “ Með þessari samþykkt má segja að hinu upphaflega markmiði hafi verið náð, sem sagt að sundlaugin þjónaði fyrst og fremst skóla sem risi í Varmahlíð á héraðsgrunni. Sundlaugin er nú rekin sem hluti skólamannvirkjanna í Varmahlíð af Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði. Aðsókn almennra sundgesta að lauginni hefur verið að aukast jafnt og þétt á undanfömum árum, en árið 2007 komu 14.266 sundgestir, árið 2008 15.600 gestir og fýrstu 11 mánuði þessa árs hafa 17.480 sundgestir heimsótt sundlaugina og eru nemendur skólans ekki meðtaldir á skólatíma. Sundlaugin í Varmahlíð er gott mannvirki og mikil heilsulind fyrir þá sem njóta vilja og vinsæll viðkomustaður þeirra fjöl- mörgu ferðamanna sem fara um Varmahlíð á hverju ári og svo verður örugglega um ókomna tíð. 12. nóvember 2009 Páll Dagbjartsson skólastjóri Varmahlíð

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.