Feykir


Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 6
6 Feyklr 45/2009 Séra Hjálmarjónsson gerist rithöfundur Hjartsláttur Hjálmars stekkur beint á toppinn Hjálmar veifar tilgamalla vina á Sauðárkróki. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur er þessa dagana að fylgja eftir nýútkominni bók sinni sem ber heitið Hjartsláttur, en þar gerir hann upp við fortíð sína sem er í senn bæði lífleg og skemmtileg en líka með tónum trega og söknuðar. Margt hefur á daga hans drifið og mörgu skemmtilegu fólki verið samferða og segir hann frá því á sinn skemmtilega hátt. Þegar blaðamaður hringdi í Hjálmar til að falast eftir viðtali sagði hann það vera sjálfsagt mál. Hann væri staddur á Hofsósi og færi þaðan Austur á land. Hann var fús til að koma við á skrifstofu Feykis en vissi ekki hve lengi hann yrði á leiðinni. Ég hváði við og spurði hvort hann væri farinn að hægja ferðina, því Hjálmar var frægur fyrir að aka greitt um þjóðvegi landsins. Hann sagðist a.m.k. fara varlega. Hvort hann ekur hægar en áður veit ég ekki en Hjálmar var mættur innan skamms og þáði kaffisopa meðan rifjaðar voru upp ýmsar sögur. Hjálmar segir frá því í bókinni þegar hann sem formaður skólanefndar og ók oft ásamt Jóni F. Hjartarsyni skólameistara FNV og Þórði Þórðarsyni þáverandi bæjar- stjóra milli Sauðárkróks og Reykjavíkur og skiptust þeir á að keyra. -Stundum þóttum við fara óðslega og mesta mildi að við værum ekki löngu komnir út af á þessum ferðum okkar. Smám saman komst sú saga á kreik að einhver hulinn verndarkraftur gætti okkar. Hilmi Jóhannessyni á Sauðárkróki varð að orði að þegar ég æki bínum væri ósýnileg verndarhönd yfir honum sem héldi honum á veginum. Þegar Jón væri við stýrið þá væri þar líka hönd, ekki að ofan heldur að neðan. En þegar Þórður æki bílnum þá væri engin hönd, hvorki að ofan né neðan. Tilviljun ein réði því að hann færi ekld útaf. Hjálmar segir það nýja reynslu fyrir sig að taka saman efni í bók. Oft hafi verið minnst á það við sig á undanförnum árum en í hitteðfyrra hafi hann ákveðið að láta slag standa þegar Pétur Már Ólafsson framkvæmdastjóri Veraldar hafði samband við hann um bókarslcrif. -Éghefafþvínokkra reynslu í mínum störfum að skrifa þó ekki hafi það verið gefið út. Nú hef ég aðeins kynnst því hvernig rithöfundar lifa lífinu. Breytingin er sú að nú er ég búinn að skrifa ræðuna og fer með hana vítt og breitt en annars þurfti ég alltaf að semja nýja ræðu fyrir hvert tækifæri, segir Hjálmar. Bólcin stökk beint í fyrsta sæti metsölulista bókabúðar Máls og menningar þegar hún kom út og hefur fengið lofsamlega dóma gagnrýnenda. -Ég er óskaplega þakklátur og nánast klökkur yfir þeim móttökum sem bókin hefur fengið. Ég hef gaman af að skrifa og mér er efst í huga þakkir til samferðamanna og ég nýt þess að rifja upp það sem var og er. Tíminn er fjótur að líða og maður má elcki alltaf vera á sprettinum. Mér fannst ástæða til að staldra við og rifja upp og um leið lifir maður góða tíma aftur. Hjálmar rifiar upp í bókinni lcynni sín af Húnvetningum og Skagfirðingum og ber þeim vel söguna. Árið 1976 útskrifaðist Hjálmar sem prestur 26 ára gamall og réðist strax til þjónustu í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Austur-Húnavatnssýslu. Með- fram preststörfum sinnti hann kennslu á Húnavöllum en hann viðurkennir að stundum hafi reynt á þolinmæði hans, Elstu systkinin; Lóa, Hjálmar ogAri. Prestsfjölskyldan á Sauöárkróki. Hjálmar, Asta Sólveig, Sigríður, Kristinn, Reynir og Signý.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.