Feykir


Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 45/2009 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Geröur Kristný Guöjónsdóttir rithöfundur er gift Kristjáni B. Jónassyni frá Syóri-Hofdölum í Skagafiröi í móöurætt og Sköróugili í fööurætt og hún segist því geta kallaö sig tengdadóttur Skagafjarðar. Geröur Kristný gefur út nú fyrir jólin bókina Prinsessan á Bessastöóum en í bókinni kemur m.a. íþróttafélagið Tindastóll vió sögu. Feykir sendi Gerói línu. Vildi vinka ti Skagfirskra bama Hvað er helst að frétta af þér? -Ég er nýkomin úr langri upp- lestrarferð sem hófst á Akureyri þarsem ég las upp úr Prinsessunni á Bessastöðum í níu barnaskólum en hélt síðan austur á land þar sem ég las upp á Skriðuklaustri, Egilsstöðum, Vopnafirði og Seyðisfirði. Um hvað fjallar Prinsessan á Bessastöðum? -Hún fjallar um forseta nokkurn sem fær skemmtilega prinsessu í heimsókn. Þau halda saman út á land til að koma kransaköku til skila en verða viðskila þegar prinsessan rýkur burt fyrstu nóttina. Lambaspörð leynast nefnilega undir tjalddýnunni og hún getur ekki sofið á neinni ójöfnu - enda ekta prinsessa. Hvernig hefur bóklnni verið tekið? -Ekki verð ég vör við annað en að lesendur sé ánægðir og gagnrýnendur hafa líka verið kátir. Það er eitthvað við þennan uppdiktaða forseta sem börn kunna við, líklega hvað hann er líkur þeim. Svo heyrist mér bókin líka vera nokkuð foreldravæn. íþróttafélagið Tindastóll kemur fyrir í bókinni. Hvernig kom það til? -Börn hafa gaman af að sjá eitt- hvað kunnuglegt í barnabókum, hvort heldur sem það er nafnið þeirra eða systkina, hverfið, íþróttafélagið eða elliheimilið þar sem langamma þeirra býr. Með því að nefna Tindastól vildi ég auðvitað vinka til krakkanna í Skagafirðinum. Ertu eitthvað væntanlega í Skagafjörðinn til að kynna bókina þína? -Égverð í Kaupfélagi Skagfirðinga laugardaginn 5. desember, sama dag ogfírað verður upp í jólatrénu. Þar ætla ég að árita bókina mína á milli kl. 14.00 og 15.00 og lesa upp úr henni. Kaupfélagið gefur ekta prinsessukórónu með hverju seldu eintaki. Mánudaginn 7. desember les ég síðan upp í barnaskólanum. Það verður fjör. Hvemig gengur að samræma jólaundirbúning með tvo litla gutta og bókaútgáfu en nú eruð þið hjónin bæði í útgáfu, Kristján í forlaginu Crymogeu og þú með bók? -Mér finnst jólin svo skemmtileg að ég byrja snemma að undirbúa þau. í ár gaf ég mér tíma til að föndra jólakortin aldrei þessu vant. Svo tók ég mér góðan tíma í að velja jólagjafirnar handa hverjum og einum. Ég vil gefa mínum nánustu fallegar gjafir og finnst líka gott að dreifa kostnaðinum. Ertu mikið jólabarn? -Ó, já, mér finnst jólin mjög skemmtileg og hátíðleg. Svo fæddust drengirnir mínir báðir um þetta leyti svo við höldum barnaafmæli á milli jóla og nýárs og aftur um miðjan janúar. Þau þarf auðvitað líka að undirbúa. Bakar þú fýrir jótin? -Nei, hún Valla, tengdamóðir mín, gaukar hins vegar að mér Ijúffengum smákökum. Ég sá henni fyrir sonarsonum og hún gefur mér smákökur. Eru það ekki góð og sanngjörn skipti? Í2f II ITlenningarráð m mI Norðurlands vestra Öskar skólastjóri eg krakkarnir bíöa eftir Ijósinu á Kirkjustignum. Skemmtileg hefð hefur mynóast v/ð upphaf aöventu aö kveikja á krossinum á Nöíum þegar krakkarniriÁrskóla fara ihina árlegu friöargöngu. Árleg Friöarganga nemenda Árskóla markar upphaf aðventu Friður sé meö yður Friður sé með yður hljómaði mörg hundruð sinnum sl. föstudag er nemendur, starfsfólk og foreldrar nemenda við Árskóla mynduðu friðarkeðju upp eftir ölliini Kirkjustígnum við Nafirnar á Sauðárkróki. Er Friðargangan árleg hjá Árskóla og er hún gengin föstudaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Gengur ljósalugt á milli barnanna frá 1. bekk og upp í 10. bekk og enda þau síðan með því að tendra ljósin á Krossinum sem stendur á Nöfunum á aðventu og fram á nýja árið. Friðargönguna enduðu nemendur síðan í Árskóla við Freyjugötu þar sem boðið var upp á piparkökur og heitt kakó sem kom sér vel í froststillunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.