Feykir


Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 45/2009 íþróttahús á Hofsósi Blönduós Vilja 2 milljónir til undirbúnings Hofsbót óskar eftir því að fá tvær milljónir á næsta ári til undirbúnings byggingar íþróttahúss á Hofsósi og er horft á að það verði við hlið sundlaugarinnar. Hofsbót ses. hefur óskað eftir því við Sveitarfélagið Skagafjörð að gert verði ráð fyrir tveggja milljón króna framlagi á fjárhagsáætlun 2010 til undirbúnings fram- kvæmd á byggingu íþróttahúss á Hofsósi. Einnig óskar stjórn Hofsbótar ses. eftir áframhald- andi viðræðum um málið samkvæmt fyrri samþykktum byggðarráðs Skagafjarðar. Meirihluti Byggðarráðs samþykkti á fundi sínum að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar 2010. Jafnframt er nefndinni falið að afla frekari upplýsinga um hvað liggi að baki umbeðinni fjárhæð. Meistaradeild Norðurlands KS-Deildin enn á ný verið ákveðnir. Úrtakan fyrir laus sæti verður 27. Janúar en keppniskvöldverðaeftirfarandi: 17. febr. 3. mars 17.mars og 7.apríl. Mikill hugur er í þeim knöpum sem eiga fast sæti og vitað er um marga sterka knapa sem ætla sér í úrtöku. Kaupfélag Skagfirðinga og aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að halda áfram samstarfi um KS deildina árið 2010. Undirbúningur er kominn á fullt skrið og keppnisdagar hafa Leiðari Jólin koma (efseríumar eru í lagi) Nú er aðventan byrjuð með sínum helgiblæ enda stutt tiljóla. Jólaundirbúningur hefur teygt sig ansi Ingtfram í tímann og máttiþefa afjólunum strax í upphafi nóvember. Fólk hefurfært sig í aukana með jólaskreytingar á liðnum árum og lýsa nújólaljósin allan desember í mörgum gluggum og á þakskeggjum húsa. Þessi Ijós lýsa upp skammdegið og það birtir til í sálartetrinu hjáfólkiþó ekki sé ég að segja að skuggsýnt séþar. Égfór að hugleiða þetta þegarfarið var á leit við mig að athuga seríurnar á mínu heimili. Fæstar perurnar loga áþeim ótal seríum sem til eru og mátti heyra mikla og djúpa stunu úr barka mínum er ég leit á verkefnið sem bíður mín. En Ijósin eru til að lýsa og gleðja svo ég verð aðfara í verkefnið með bros á vör og með Ijós í hjarta. Ég læddist í huganum til minna æskujóla en þá varjólaskrautið tekið upp á þorláksmessu og aðeins tvær seríur í gangi sem yfirleitt virkuðu þegar þær voru settar isamband. Og gleðin var ósvikinþó ekki væru seríurnar fleiri. Gleðilega aðventu. Páll Friðriksson blaðamaður Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefanái: tötstjóri& ábyrgðarmaðui: Áskriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdáttir 275 krónurhvert tölublað Borgarflót 1 Sauðárkróki feykir@nyprent.is © 455 7/76 með vsk. Póstíang Feykis: Blaðamenn: Lausasóluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson palli@nyprentis <t> 8619842 325 krónur með vsk. Blaðstjóin: ÓliArnar Brynjarsson Áskrift og dreiling Árni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprentehf. Áskell Heiðar Ásgeirsson, Simi 455 7171 Herdís Sæmundardóttir, Lausapenni: Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Pióiarkalestur: KarlJónsson Nýprent ehf. Enn byggist fráveitu- kerfið upp Blönduósbær hefur tekið f notkun nýja dælustöð fyrir fráveituna í Brautarhvammi en stækkun á sumarhúsa- hverfinu gerði það að verkum að rotþrær sem fyrir voru, önnuðu ekki kerfinu. Aðgerðin var talsvert umfangsmikil en leggja þurfti nýjar stofnlagnir fyrir sumarhúsin og svo aftur að leggja lögn frá grunnskólanum að Þjóðvegi 1. Voru svo fengnir verktakar í að reka lögn í gegnum þjóðveginn þannig að ekki þyrfti að grafa hann í sundur. Síðan liggurþrýstilögn frá dælubrunni og í gegnum þjóðveginn til að dæla inn á fráveitukerfið. Með þessari aðgerð fer öll fráveitan austan Blöndu í gegnum hreinsistöð fráveitunnar þar sem fram fer svo kölluð einsþreps hreinsun. Hreinsistöðin var tekin í notkun árið 2003 og hefur Blönduósbær með markviss- um aðgerðum byggt upp fráveitukerfið á liðnum árum. Saudárkrókshöfn Nýtt bryggjuhús Nýja bryggjuhúsið við hlið þess gamla. Mynd: GSS Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt bryggjuhús á Sauðárkrókshöfn. Húsiðer uppsteypt og frágengið af K-Tak ehf. en rafmagnsvinna var unnin af Tengli ehf. Bryggjuhúsið hýsir aðal rafmagnsinntak efri hluta hafnarsvæðisins ásamt mælum og rofum vegna endursölu á rafmagni til skipa og báta. Einnig er í húsinu búnaður fyrir hafnarlýsingu. Ofan á því er svo mastur mikið, með tveimur lömpum sem lýsa upp næsta nágrenni hússins. Að sögn Gunnars S. Stein- grímssonar yfirhafnarvarðar var eldra húsið orðið mjög lélegt, hékk nánast uppi á steypustyrktarjárninu einu saman. Einnig var rafbúnað- urinn orðinn mjög svo hrumur. Blönduós Aðalfundur Hollvina- samtaka HSB1. des Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi var haldinn þann 1. des., en samtökin voru stofnuð árið 2005. Þeirra helsta markmið er að vinna að framgangi stofnunarinnar og starfsemi hennar. Samtökin hafa safnað fyrir tækjum og búnaði til HSB s.s. tækjabúnaði fyrir röntgen- myndir, þjálfunarbúnaði til endurhæfingardeildar og tækjum vegna blóðþrýstings- mælinga. Sigursteinn Guðmundsson, fyrrverandi yfirlæknir á HSB sem verið hefur stjórnar- formaður Hollvinasamtakanna frá upphafi gaf ekki kost á sér lengur sem formaður, en situr áfram í stjórninni. Við formennsku tekur Ásgerður Pálsdóttir til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru þau Jóhann Guðmundsson, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Héðinn Sigurðsson. Varamenn eru þeir Erlendur Eysteinsson og Guðmundur Finnbogason. Húnaþing vestra Tölvur og farsímar endurnýttir Tfundu bekkingar Grunnskóla Húnaþings vestra standa fyrir nýstárlegri fjáröflun með því að safna gömlum fartölvum og GSIVI símum sem ekki eru lengur í notkun og koma þeim í endurvinnslu. Þeir sem vilja losna við gömlu tækin sín eru hvattir til að koma þeim til skila til krakkanna en ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkj- Austur Húnavatnss. Jólatón- leikar Tón- listarskóla Tónlistarskóli Austur- Húnvetninga heldur sína árlegu jólatónleika á næstu dögum. Fyrst verða tónleikar á Húnavöllum laugardaginn 4. desember kl. 15:00, eftir helgi er komið að tónleikum í Blönduós- kirkju þriðjudaginn 8. desember kl. 17:00. Því næst verða tónleikar í Hólaneskirkju á Skaga- strönd miðvikudaginn 9. desember kl. 17:00 og að lokum verða tónleikar í Blönduóskirkju hjá Söng- deild skólans fimmtudag- inn 10. desemberkl. 20:30. FNV Prófin byrjuð I gærmorgun hófust fyrstu prófin í FNV en haustannarprófin standa nú yfir allt fram til 15. desember. Nokkrir jólasveinar heimsóttu FNV daginn fyrir prófatörnina, 1. des. á síðasta kennsludegi haust- annar og færðu nemendum og starfsfólki skólans mandarínur að gjöf með ósk um gleðileg jól. Eflaust munu þessar góðu kveðjur efla andann og hvetja nemendur til dáða í undir- búningi prófanna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.