Feykir


Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 03.12.2009, Blaðsíða 7
45/2009 FeykJr 7 I I 1 ] þar sem eirðarleysi og óþol sé einn af hans göllum. Hjálmar varð strax kunnur af visum sínum og landsfræg varð vísan þar sem hann svaraði í bundnu máli hvernig sá maður væri sem samdi bókina Eldhúsmellur, en sá var Guðlaugur Arason, samkenn- ari Hjálmars á Húnavöllum. Hefur brellið hugarþel haus af dellu bólginn. Annarsfellur okkur vel við eldhúsmelludólginn. Hjálmar riíjar upp þegar hann kom í Húnavatnssýsluna, og gerðist hann strax meðlimur Karlakórs Bólstaðarhlíðar- hrepps sem honum þótti nauðsynlegur vettvangur að hans leyti til þess að menn hittist og ræði málin. Fyrsta kirkjukórsæfingin er Hjálmari minnisstæð en hún var haldin á Grund í Svinadal hjá Guðrúnu Jakobsdóttur organista. Söngfólkið var forvitið um nýja prestinn og þegar Hjálmar kemur inn í eldhús þar sem konurnar sátu skelltu tvær kvennanna upp úr. Hjálmar skildi ekki hvað varð til þess að þær gátu ekki hamið sig fyrr en seinna en þá var það samanburður þeirra á klæðaburði nýja prestsins og gamla prófastsins í Steinnesi, séra Þorsteins Gíslasonar, sem var virðulegur prófastur og ævinlega svartklæddur og bar hatt. Hjálmar var í gallabuxum og í peysu. Seinna segist Hjálmar hafa hugsað út í klæðaburðinn þegar hann sjálfur sá lækni á Blönduósi í gallabuxum og í flaksandi sloppi og fannst hann ekki traustvekjandi, því hann líkt og aðrir voru búnir að mynda sér skoðun um hvernig embættismenn ættu að vera til fara. -Þetta varð tO þess að ég breytti um stO og klæddi mig upp á miklu oftar. Árið 1980 urðu kaflaskipti í lífi Hjálmars þegar hann réðst til Sauðárkróks og gerðist prestur þar. -Það höfðu verið dýrmæt ár og framhaldsnám að dvelja hjá Húnvetningum. Þangað kom ég ungur prestur beint frá prófborðinu og verð ævinlega þakklátur fýrir það traust, hvatningu ogstuðning sem mér var sýndur, segir Hjálmar þegar hann rifjar upp þau kynni. Á Sauðárkróki segir Hjálmar að honum hafi liðið vel en ekki sé það auðvelt að skipta um prestakall. Alltaf fylgi því söknuður að kveðja og yfirgefa fólk og hérað sem hefur tekið manni vel. Um leið er það spennandi að takast á hendur nýtt starf þar sem aðrar og jafnvel meiri kröfur eru gerðar tO prestsins en í gamla prestakaUinu. Hjálmar rifjar upp í bókinni þegar hann fór á Krókinn til að kynna sig í prestakaUinu áður en hann tók tíl starfa og Binni Júlla keyrði hann miUi staða. Meðal þeirra staða sem heimsóttir voru, var Safnaðarheimilið en þar stóð þá yfir AA-fundur og Binna fannst upplagt að kynna verðandi prest þeim góða hópi sem var þar. Jón Ormar Ormsson útvarpsmaður og rithöfúndur stjórnaði fúndi og þegar Binni spurði hvort ekki væri upplagt að umsækjandi að prestakallinu fengi að sitja fundinn svaraði Jón Ormar grafalvarlegur: „Jú, það er alveg sjálfsagt ef hann á við þetta vandamál að stríða“. Hjálmar var fljótur að kom- ast í takt við bæjarlífið og tók þátt í mörgum skemmtilegum hlutum og m.a. sinnti hann pólitödnni um tíma en eins og aUir vita hlaut hann kosningu á þing og varð fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra í kosningunum 1999. Hjálmar segir að hvort sem um prest eða stjórnmálamann sé að ræða þá séu þetta hvort tveggja þjónustustörf. -Þau eru þjónusta eins og störf svo margra annarra, segir Hjálmar og tjáir blaðamanni að hann sjái ekki eftir þátttöku sinni í pólitíkinni þótt hann hafi á endanum vOjað hætta. Hvort pólitíkin hafi hjálpað honum til að fá starf Dómkirkjuprests segir Hjálmar svo ekki vera. -Ef eitthvað var þá varð það mér tO trafala í fyrstunni. Flestir geta þó litið þannig á að það séu í senn réttindi og skylda sem knýi fólk tO þátttöku í stjórnmálum. Aldrei var ég með það í huga að ég gerði líf mitt auðveldara með pólitískri þátttöku. Það var ekki markmiðið heldur fyrst og fremst að vinna vel fyrir þau byggðarlög sem ég hafði kynnst og vildi vinna fyrir á sem flestum sviðum. Annars tekur bara eitt við af öðru. Þetta var góður kafli, honum lauk og ég nýt þess að þurfa ekki að vera pólitískur aOa jafna. Dómkirkjupresturinn á Facebook Hjálmar er mikill stemnings- maður og viO vera í góðu sambandi við fólk. Hann tók samskiptasíðuna Facebook í sína þjónustu og þar á hann 2560 vini. -Facebook er góður samskiptamáti. I staðinn fyrir að gleyma, þá rifja ég upp gamla vináttu og endurvek kynni mín af fólki og ekki síst fermingarbörnum frá fyrri tið. Fólk hefur samband og biður mig að gifta eða skira ef viðkomandi fólk er ekki tengt öðrum kirkjum eða söfnuðum fyrir sunnan. Ég hef mOda ánægju af því, segir Hjálmar. Aðspurður hvort það sé eitthvað sem hann vilji segja lesendum Feykis að lokum segir Hjálmar. -Áður en Sigurbjörn biskup vígði mig tíl prests gaf hann mér gott ráð. Hann sagði mér að fyrstu tíu til fimmtán árin í prestskapnum væru mikOvægust til þess að læra að verða prestur og komast í takt við söfnuði sína. Séu þau ár vel notuð létti það störfin og greiði fyrir þjónustunni aOa ævina eftir það. Mér finnst þetta rétt hjá honum og á ég Skagfirðingum og Húnvetningum mikið að þakka í þessum efnum. Hjálmar ásamt Sigurbirni Einarssyni biskupi i Dómkirkjunni á útgáfudeSi Bibiíunnar i nýrri þýðingu. AÐSEND 6REIN Ómar Bragi Stefánsson skrifar íþróttasvæðið á Sauðárkróki íþróttasvæðið á Sauðárkróki er af mörgum talið eitt það allra glæsilegasta á landinu. Svæðið er staðsett í hjarta bæjarins við hlið skólamannvirkja og annara fþróttamannvirkja sem gerir alla umgjörð þess svo einstaka. Þessi staðsetning setur okkur í fremstu röð og gefur okkur ótal sóknarfæri fyrir æfingar og keppni. Það er heldur ekki að ástæðulausu að Lands- og Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin á Króknum undanfarin ár og það er heldur engin tilviljun að Króksmót í knattspyrnu er orðið að þvi stórmóti sem það nú er. Á hverju ári koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum á Krókinn til að taka þátt í íþróttamótum og aOir eru gestir okkar sammála um eitt; íþrótta- svæðið er frábært og þessi nálægð við aOa hluti er einstök, það getur bara ekki verið betra. Mér hefúr fúndist í gegnum tíðina að fólk væri afskaplega sátt við staðsetningu íþrótta- svæðisins, enda svæðið iðandi af lífi frá morgni til kvölds og setur svo sannarlega svip sinn á bæinn. Þetta svæði og það starf sem þarna er unnið tel ég sveitarfélaginu til tekna á aOan hátt. Nú eru kynntar hugmyndir um að þetta svæði eigi að víkja fyrir bílastæði og skrúðgarði. Ég tel að þeir sem koma fram með slíkar hugmyndir hafi hvorki þekkingu né skilning á mikilvægi málsins. Hinsvegar ætla ég ekki fyrir nokkurn mun að standa í vegi fyrir stækkun Árskóla og tel hana afar nauðsynlega. En að stækkunin þurfi að skerða íþróttasvæðið tel ég með öOu óviðundandi. Skólahverfið er hinsvegar að mínu mati iOa hannað þar sem einn fjöl- farnasti og hættulegasti ak- vegur bæjarins klýfúr það í tvennt. Ég held að það ætti frekar að leggja vinnu í finna lausn á þessum málum en að slátra iþróttasvæðinu með einu pennastrOd. Það hefúr lengi verið rætt um að reisa fjölnota íþrótta- hús á Sauðárkróki. Ég tel að horfa eigi á svokaOað Vt hús sem er um 50x70 mtr. Við höfum enga burði til að reisa hér og reka stórt hús. En það sem er mikilvægast í þessu öllu er að fjölnota húsið tengist núverandi íþróttahúsi við Árskóla. Það er lyldlatriði, bæði hvað varðar afnot skólanna og eins rekstrarlega hagkvæmni. Samstarf íþróttahreyfing- arinnar og skólayfirvalda á Sauðárkróki hefúr verið einstakt og ætíð hefur hús- næði skólans staðið hreyf- ingunni til afnota. Sveitar- félagið hefur einnig í gegnum tíðina staðið vel við bakið á íþróttahreyfingunni bæði hvað varðar starfið sjálft sem og byggingu íþróttamann- virkja. Fyrir þetta allt ber vissulega að þakka því aOt þetta starf byggist á samstarfi og sameiginlegri sýn á því hvernig við viljum búa að æsku þessa samfélags. Ég trúi því að ráðamenn staldri við og geri ráð fyrir fjölnota íþróttahúsi sem teng- ist íþróttahúsinu og skóla- mannvirkjunum. Einnig að íþróttasvæðið fái að halda sér þó svo viðbygging Árskóla verði að veruleika. Ef við vOjum þá er hægt að finna lausn sem allir geta sætt sig við. En það styttist líka í kosningar og þar á íþrótta- hreyfingin aOtaf möguleika á láta til sín taka. Ég trúi því hinsvegar ekki að íþrótta- svæðinu verði fórnað. íþróttahreyfingin á meira skilið en svo. ÓmarBragi Stefánsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.