Feykir


Feykir - 17.12.2009, Síða 6

Feykir - 17.12.2009, Síða 6
6 Feykir 47/2009 Bjarni Jónsson segir frá merkilegri uppgötvun Smávægilegar DNA breytinqar geta valaiö ummyndun heilla lí lífvera Bjarni viö rannsóknirá 10 milljón ára gömlum steingerðum kviðgaddalausum hornsilum i Neveda-eyðimörkinni. Hér má sjá hornsili með og án kviðgadda. í síðustu viku kom út grein í hinu virta vísindablaði Science sem greinir frá rannsóknum á stökkbreytt- um hornsílum sem fundust af tilviljun m.a. í Vífilstaða- vatni þar sem Bjarni Jónsson fiskifræðingur var að sinna útikennslu grunnskólabarna. í kjölfarið fóru af stað genarannsóknir og tilrauna- eldi sem leiddu til tímamóta niðurstöðu. Feykir fékk Bjarna til að segja frá þessu skemmtilega verkefni. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem leidd er af vísindamönnum við lækna- deild Stanford háskóla og sérfræðingar Veiðimálastofn- unar á Sauðárkróki taka þátt í, veldur brotthvarf á stuttum kafla DNA raðar hornsíla því að þau missa kviðgaddana. Þetta er umtalsverð breyting á beina- byggingu hornsílanna sem getur veitt þeim vistfræðilega yfirburði við ákveðin um- hverfisskilyrði. Slík síli finnast í nokkrum mjög mismunandi vötnum í heiminum og er eitt þeirra Vífilsstaðavatn. Þar fimdust kviðgaddalaus homsíli við útikennslu barna í Garðabæ haustið 2002 og var það einn greinarhöfunda, Bjarni Jónsson á Veiðimálastofnun á Sauðár- króki, sem sá um útikennsluna. Hann var þá þegar í samstarfi við rannsóknahóp undir stjórn David Kingsley prófessors við Stanford háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena sem og virkni þeirra í hryggdýrum. Rannsóknirnar á íslandi beindust í upphafi að genum sem stjórnabeinþroskun og hitaaðlögunum. Þegar gaddalausu sílin i Vífilsstaða- vatni fimdust var nýhafin þessi umfangsmikla rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust sílin úr Vifilsstaðavatni eiga effir að gegna þýðingarmiklu hlut- verki við lausn þeirrar gátu. Bjarni segir að síðan á tímum Darwins hafi líffræðingar deilt um það hvort þróun geti orðið vegna eins stórs skrefs eða hvort að margar minni breytingar þurfi til. Rannsóknirnar sem gerð er grein fýrir í nýjasta hefti Science sýna fram á að þróunarfræðilegar breytingar verði frekar í stórum stökkum en minni, hægari skrefum. Niðurstöðurnar hafa mikla þýðingu fyrir skilning á þróun lífs á jörðinni og hvernig eiginleikar lífvera, allt frá þeim smærri og einfaldari til stærri og þróaðri dýra eins og manna geta umbreyst á skömmum tíma og jafnvel leitt til myndunar nýrra tegunda. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræöinga -Tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði ffá lokum síðustu ísaldar, á um 10-15.000 árum. Bráðnun jöklanna myndaði þúsundir nýrra vatna og áa á norðurhveli jarðar og numu sjávarhornsíli land í mörgum þessara nýju fersk- vatnskerfa. Þessi litli fiskur, sem fullvaxinn er um 2,5 - 10 cm langur, hefur með ótrúlegum hætti aðlagast margvíslegum umhverfisþáttum í hinum nýju ferskvatnsbúsvæðum sínum. í raun hefur hann farið i gegnum umfangsmikla þróunarffæðil- ega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikamir þróast aftur og aftur á mis- munandi stöðum í heiminum. Flest hornsíli hafa til dæmis kviðugga sem ummyndast hafa í beingadda og eru meðal annars notaðir til varnar afræningjum þar sem sílin geta spennt þá út og gert öðrum fiskum og fuglum erfiðara um vik að gleypa þau. Þó að gaddarnir séu sílunum oft til varnar geta þeir einnig verið til vansa, affánsskordýr eins og dreka- flugulirfur geta gripið í þá og haldið sér þar á meðan þau narta í hornsílin. í nokkrum vötnum þar sem aðrir fiskar eru ekki til staðar, kalsíum magn er lítið og þar sem mikið er af skordýrum sem nýta sér gaddana til affáns hafa kvið- gaddalaus hornsíli þróast endurtekið. Vífilsstaðavatn passar þó illa inn i þessa skil- greiningu þar sem þar er mikið um aðra fiska sem éta hornsíli, skordýr eins og drekaflugulirfur eru ekki til staðar á íslandi og kalsíum magn sé hærra þar en í mörgum öðrum vötnum á landinu þar sem hornsíli hafa gadda, segir Bjami. Að sögn Bjarna hafa fýrri rannsóknir, sem fjallað var um í vísindaritinu Nature þar sem homsílin úr Vífilsstaðavatni komu einnig við sögu, sýnt að kviðgaddaleysið kortleggst á geni sem kallað er Pitxl, en það sama gen hefur áhrif á þróun affurútlima í mörgum hrygg- dýrum og er einnig nauðsynlegt við þroskun heiladinguls og kjálka. Genið er virkt í grindarholi hornsíla sem hafa gadda en slökkt er á tjáningu þess á þvi svæði í kvið- gaddalausum sílum. í rann- sóknum þar sem þessum uppgötvunum hefur verið fylgt eftir hefur verið lögð áhersla á að svara því hvað veldur þessari breytingu í virkni gensins. Þar sem genið er nauðsynlegt fýrir þroskun nokkurra mismunandi vefja grunaði vísindamennina að einhver DNA röð sem stýrir aðeins tjáningu Pitxl í grindarholinu hafi breyst við þróun og valdið gaddaleysi í ákveðnum hornsílastofnum en að tjáning þess haldist óbreytt á öðrum stöðum. Athyglisveró þroskaviðbrögð Rannsókna teymið skoðaði því DNA svæðið í kringum Pitxl genið mjög nákvæmlega og bar saman genamengi nokkurra stofna hornsíla með og án kviðgadda. Með því fannst stuttur kafli DNA sem er til staðar í hornsílum með gadda en hefur eyðst endurtekið úr genamengi fiska án bryn- varnarinnar. Áframhaldandi rannsóknir sýndu að DNA búturinn gerir virkni Pitxl sveiflukennda og þá sérstaklega á grindarholssvæðinu. Þetta svæði genamengisins sem um ræðir virðist hafa sérstaka tilhneigingu til að hverfa þar sem DNA röð þess bendir til að það sé óvenjulega óstöðugt. Slíkir hlutar erfðaefnis eru líklegri til að brotna við DNA affitun og gæti það útskýrt af hverju þetta ákveðna gen breytist aftur og aftur í þróun kviðgaddaleysis. Athyglisvert er að þegar horfna bútnum var sprautað inn í frjóvguð hrogn af stofni gaddalausra síla á rannsóknarstofu mynduðu hornsílin sem úr þeim klöktust gadda. Það að missa gadda er umtalsverð breyting á beina- byggingu homsíla en erfða- efnisbreytingarnar em, þó undarlegt megi virðast, nokkuð einfaldar. Það að svæði breytist sem stjórnar þroskunartengdu geni í stað þess að fiktað sé í geninu sjálfu getur gert það að verkum að lífvænleiki fisksins er óbreyttur þrátt fýrir að stór breyting verði á byggingu hans. Breyting verður í tjáningu gensins í ákveðnum vef en önnur virkni þess helst óbreytt. Erfðafræðilega breytingin sem veldur því að gaddar hverfa er þess eðlis að áhrifin takmarkast aðeins við grindarholssvæðið, sem þýðir að Pitxl getur enn virkað eðlilega í öðrum líkamspörtum. Leitin aö lögmálinu Niðurstöður þessarar rann- sóknar sýna hvernig breytingar geta komið fram á ákveðnum svæðum erfðaefnisins og orðið á skömmum tíma ráðandi í stofnum þar sem eiginleikinn sem myndast leiðir til meiri hæfni lífverunnar í náttúrunni. Athyglisvert er einnig að sami mekanisminn kemur ff am afúxr og aftur í mjög aðskildum stofnum hornsíla í mjög mismunandi vötnum. Krabba- meinslíffræðingar hafa tekið eftir að ákveðin gen stökk- breytast endurtekið til að geta vaxið betur á ákveðnum ffumu gerðum. “Viðsjáumsömuhluti í þróunarff æðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefúr orðið í einni lífveru geturðu spáð fýrir um hvað hefúr gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin ennþá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverumar geta umbreyst og hvernig ffumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar umyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfis- aðstæðum, segir Bjarni að lokum. Eik EtfarsdóWr leggur homsllagildrur.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.