Feykir


Feykir - 21.12.2009, Page 7

Feykir - 21.12.2009, Page 7
48/2009 Feykir 7 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Allt er í heiminum hverfult ( ASKORENDAPENNINN ) Ásta Pálína Ragnarsdóttir á Sauöárkróki skrifar Tvö-þúsund- og-tólf... Séra Magnús Magnússon frá Staðarbakka í Miðfirði var valinn sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi 5. nóvember sl. Hann hefur verið skipaður í embætti frá og með 15. janúar nk. þannig að hann mun þjóna í Ólafsvík yfir hátiðarnar en flytja síðan á Hvammstanga um miðjan janúar. Feykir sendi hinum nýráðna sóknarpresti tölvupóst. Sæll Magnús og velkominn heim, hvernig leggst þetta í þig? -Þakka þér fyrir það. Að heiman ég fór er ungur ég var þó svo mér liði hvergi betur en í túninu heima. En ég lagði land undir fót og gekk menntaveginn, tók vígslu og hef þjónað á tveimur stöðum vitandi vits að hver vegur að heiman er vegurinn heim. Nú blasir sá vegur við og ég þakka öllum sem greiddu götuna heim í hérað. Auðmjúkur geng ég til krefjandi starfa og vona að þjónusta min megi verða til gæfu fyrir Húnvetninga og héraðið. Þú ert fæddur og uppalinn á Staðarbakka í Miðfirði finnst þér þú ekki nánast vera kominn alla leið heim? -Til að öllu sé til haga haldið þá er ég fæddur á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og uppalinn á Staðarbakka. Þannig að strangt til tekið er ég að vitja fæðingar- bæjarins. Síðan ég fór að heiman fyrir 20 árum þá hefur Vestur- Húnavatnssýsla sameinast í eitt sveitarfélag og því er ég kominn í mitt heimasveitarfélag og þannig séð heim. En heim er öðrum þræði staður friðar og griða, andríkis og andrýmis, faðmur umhyggju og vináttu. Er ég horfi yfir Húnaþing vestra í þessu ljósi; fólkið, foldina og fjöllin þá finnst mér ég kominn heim. Ertu kominn til að vera heldur þú? - Allt er í heiminum hverfult m.a.s. prestarnir líka! Það væri óábyrgt af mér að gefa út yfirlýsingu um að ætla klára embættisferilinn á Hvamms- tanga því ég veit ekki á þessari stundu hvort ég lifi til sjötugs! Alltént er aðalatriðið að vinna ljóssins verk meðan dagur er og vinna úr gleði og sorgum lífsins í kærleika, trú og von eftir besta brjóstviti og heilbrigðri skyn- semi. Glæða gleðina með brosi og hlýju, krydda hvunndaginn með kímni og sefa sorgina með umhyggju og huggun. Þú ert fjölskyldumaður ekki satt? -Jú.égerkvænturBerglindi Guðmundsdóttur, stoð minni og styttu, því ég einn er ei nema hálfur en með Berglindi er ég meiri’ en ég sjálfur. Ávextir ástarinnar eru þrír: Guðrún Helga 13 ára, Rannveig Erla 9 ára og Guðmundur Grétar 5 ára. Hvernig leggst þetta í aðra fjölskyldumeðlimi? -Þetta leggst vel í okkur öll. Börnin hoppuðu nánast hæð sína í fullum náttklæðum kvöldið sem ég var valinn. Konan brosti sínu blíðasta. Sjálfur tókst ég taK- markað á loft enda jarðbundinn maður en horfði til himins í auðmýkt og þakklæti. Er ekki snúið að standa í jólaundirbúningi samhliða búferlaflutningum eða ætlið þið að geyma niðurpökkun fram yfir hátíðarnar? -Mín elskulega maddama er byrjuð að pakka niður smámunum þar sem mottóið er: Kassi á dag kemur skapinu í lag! Smámunir eru oft á tíðum brothættir þannig að mér er ráðlagt að halda mig fjarri þangað til kemur að því að ferma flutningabílinn. Ég held mig því við jólaannir í starfi milli þess sem ég svara spurningum blaðamanna... Feykis! Ert þú mikið jólabarn sjálfur? -Ég hef verið alltaf verið mikið jólabarn en kannski með tvenns- konar hætti eftir aldursskeiðum. í æsku var ég mikið jólabarn á þann hátt að ég lagði mikið upp úr því að allt væri gert kórrétt samkvæmt ákveðinni hefð. Rétta skrautið á rétta staðinn á réttum desem-berdegi o.s.frv. Það er að segja hinn ytri umbúnaður. Eftir að ég hóf að starfa sem prestur hefur jólabarnið í mér sett aðra hluti á oddinn. Hugsjón mín hefúr þá staðið til þess að fá fólk til að hugsa um innihaldið frekar en umbúðirnar. Auk þess að hvetja fólk til að yfirgefa kalt og kærleikslaust háttalag en taka þess í stað sinnaskiptum og umbreytast til góðs. Hvetja fólk til að íhuga það hvers vegna við höldum jól, hver kom og til hvers. Hvernig brýst það þá helst út? -Hjá mér hefur það brotist út í bundnu máli m.a. þar sem innihaldi og tilgangi jólanna er þjappað saman í fjórar braglínur svohljóðandi: Um byggð og ból,fremstfógnum umjól aðfrelsarann Jesú KristMaría ól, svo líf og Ijós.fmni mennsk rós á lífsgöngu sinni' og við ævinnar ós. Hvernig er jólahaldið á þínu heimili og hvernig tengist það starfi þínu sem sóknarprestur? -Ef ég má byrja á Þorláksmessu þá höfum við þrjár fjölskyldur hér í Ólafsvík komið saman til skötuveislu á þeim degi. Á aðfangadegi jóla höfum við farið á jólahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur að morgni dags og borðað síðan „ris ala mand” með sultu og safti í hádeginu. Síðdegis fylgir fjölskyldan fjölskylduföðurnum í aftansöng í Ólafsvíkurkirkju. Heimkomin tekur fjölskyldan fljótlega til matar síns og pakkar teknir upp eftir að gengið hefur verið frá í eldhúsi. Eftirréttur er borðaður eftir pakkastúss hafi menn borð fyrir báru á annað borð. Á jóladag er ég með messu á dvalarheimilinu Jaðri fyrir hádegi. Eftir hádegi reynum við að hreyfa okkur til heilsubótar, fara í göngutúr í nánasta nágrenni. Jóladagsmáltíðin er snemma kvölds þar sem ég er alltaf með ljósamessu í Brimilsvallakirkju klukkan níu um kvöldið. Eitthvað að lokum ? Yfrrbæðilýðogland Ijúft til byggðra bóla sendum við með bros í bland bestu kveðjujóla. Ekki finnst mér langt síðan að ég, unglingur í sveitinni heima í Miðfirðinum, sat límd við gömlu gufuna og söng hástöfum með Vilhjálmi Vilhjálmssyni „Égvildi'að væri komið árið tvöþúsundog tólf, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf.“ Þetta var í kringum 1970 og á þessum tíma fannst mér óendanlega langt í árið tvöþúsundogtólf. En tíminn hefur flogið áfram því eftir aðeins örfáa daga er komið árið tvöþúsundogtíu og er því gaman að bera textann hans Vilhjálms saman við það sem við sjáum í kringum okkur í dag. Ekki er búið að malbika tunglið og ekki hefur það heldur ræst að vélar ynnu öll störfin og enginn gerði neitt. Sem betur fer þurfum við enn að vinna en vélar hafa létt okkur störfin svo um munar. Einhverstaðar í vísunni hans Vilhjálms segir „og ekkert hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor því yfirmaður hans var gamall vasatrasistor og þingmennirnirokkarvoru ei með fulle fem því forsætisráðherrann var gamall IBM“. Ekki get ég séð fyrir mér Pál Magnússon taka fyrirmælum gamals vasatransistors, en ég held satt best að segja að það sé nokkuð til í því að þingmennirnir okkar séu ekki með fulle fem þessa dagana eins og þeir láta. Þá er fátt líkt með henni Jóhönnu okkar og IBM fyrstu rafmagnsritvélinni sem ég lærði á, en það var stór trukkur með stafina á kúlu og þegar best lét þá var kúlan enn að snúast eftir að égvar búin að véirita. Upp úr 1990 þótti ekkert heimili vera í takt við tímann nema til væri heimilistölva. Ég hafði að vísu reynt að fylgja fjöldanum vegna þrýstings frá sonum mínum ogvoru hinarýmsustu leikjatölvur vinsælar jólagjafir, svo sem Sinclair, Commodore, margar gerðir af Nintendo og svo Play Station. Áþessumárum fór Rainbow-ryksugan eins og regnbogi yfir landið og þar sem teppi voru horna á milli þá féll ég í giyfjuna og keypti eina. Það eina sem synir mínir höfðu um þessi kaup að segja var „og það er ekki einusinni til tölva á heimilinu." Auðvitað kom tölva á heimilið stuttu seinna, en hún var ekki sambærileg þeim tölvum sem égvinn á í dag. Ég hugsa oft til fyrrum vinnufélaga, mann þrjátíu árum eldri en ég, sem man eftir því þegar fyrsti bíllinn kom í Skagafjörð. Hann hafði unnið á skrifstofunni í mörg ár þegar ég kom þar og unnum við saman í 15 ár. Þegar hann hætti rúmlega sjötugur þá var hann eldklár með bókhaldið í tölvu og meira að segja var hann á undan tímanum því við vorum ekki komin með takkasíma og hann þurfti að hringja í Búnaðarbankann. Hann tók upp símtólið og sló 5300 á reiknivélina, skildi svo ekkert í því að það var bara sónn í tólinu. Að lokum, pössum okkur á því að láta tæknina ekki taka af okkur ráð og rænu, hún á að vinna fyrir okkur en ekki með okkur. Ég æt/a að senda pennann yfir ÍHjaltadai, til hennarNönnu V. Westerlund, húsfreyju é Múla.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.