Feykir


Feykir - 21.12.2009, Page 8

Feykir - 21.12.2009, Page 8
8 Feykir 48/2009 Skagfiróingar í WipeOut Drullan er helvíti! Sigurfinnur Sigurjónsson og Silja Rut Sigurfmnsdóttir i Argentínu. Stöð 2 sýnir hina geysivinsælu þáttaröð WipeOut þar sem þekktir og óþekktir fslendingar reyna með sér í heldur óvenjulegum þrautum. Keppnin fór fram í Argentínu og eiga Skagfirðingar nokkra þátttakendur í þáttunum og þar á meðal þrjár frænkur sem rekja ættir sínar til Ellerts og Ingibjargar í Holtsmúla. Ein af þeim er Silja Rut Sigurfinnsdóttir, Sigurjónssonar og Valgerðar Friðriksdóttur en þau feðgin Silja og Finnur tóku þátt og sendi Feykir henni póst og forvitnaðist aðeins um keppnina. Hvernig stóð á því að þið feðginin tókuð þátt í þessari keppni? -Ja, það var nú eiginlega bara í einhverju bríaríi sem við sóttum um. Við fylgdumst með amerísku útgáfunni sem sýnd var á Stöð 2 síðasta vetur og höfðum gaman af, svo þegar auglýst var eftir keppendum í íslensku þáttaröðina spurði ég pabba í gríni hvort við ættum ekki að sækja um. Hann tók sem sagt betur í það en ég hafði búist við. Voruð þið saman í liði? Var samkeppni á milli ykkar feðgina? -Hreint ekki! Þetta er einstakl- ingskeppni og var samkeppnin mikil okkar í milli. Fólkið í kringum okkur hérna heima virtist allt hafa meiri trú á pabba en við það rauk keppnisskapið í mér auðvitað upp. Ég skyldi sko sýna þeim hvað í mig er spunnið og léti ekki háaldraðan karlinn vinna mig! Út á hvað gengur keppnin? Keppnin skiptist í fjórar þrautabrautir og gengur hún út á að komast í gegnum hverja braut á sem bestum tíma. Fyrsta brautin er alltaf mjög svipuð; í henni eru m.a. rauðu boltarnir sem flestir kannast við og box- veggurinn. Fljótustu tólf keppendurnir í gegnum fyrstu brautina fara í braut númer tvö sem er „sópurinn". Hann er lika alltaf mjög svipaður. Keppendur standa þá uppá þriggja metra háum súlum sem mynda hring og eiga þeir að reyna að hoppa yfir bólstraða stöng sem snýst hring eftir hring og alltaf hærra og hraðar. Þeir sex keppendur sem ná að standa lengst á súlunum komast áfram í þriðju þrautina sem er annað hvort þeytivindan svokallaða eða risastórt hlaupabretti. Þeyti- vindan er mjög mismunandi eftir þáttum en gengur í aðalatriðum út á það að keppendum er snúið í hringi á ógnarhraða í u.þ.b. mínútu og eiga þeir síðan að hlaupa yfir uppblásnar slöngur, veltibretti eða þvíumlíkt. Á hlaupabrettinu er ekki nóg með að það fari alltaf hraðar og hraðar heldur henda þeir líka alls konar drasli, s.s. tennisboltum eða upp- blásnum sundleikföngum á það. Fljótustu þrír úr þeytivindunni eða þeir þrír sem ná að halda sér lengst á hlaupabrettinu komast svo í úrslitaþrautina sem ég held að sé alltaf eins. Umgjörðin á henni er svakalega flott! Ljós og flugeldar og alles! Hún er náttúrlega langerfiðust en sá sem klárar hana á besta tímanum stendur uppi sem sigurvegari þáttarins. Telur þú þig hafa verið Skagfirðingum til sóma í keppninni? Það ætla ég að vona. Ég gerði mitt besta og verð að segja að ég er bara mjög sátt við árangurinn. Það er engin lygi sem menn eins og Auddi, Sveppi og meira að segja Gillz hafa verið að segja, þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert og mér hefur aldrei liðið jafn illa líkamlega eins og eftir fyrstu brautina! Hún lítur sakleysislega út, ég meina hver getur ekki skoppað á risastórum rauðum boltum?? En drullan er helvíti! Viltu kvarta yfir hinum Skagfirðingunum? Nei, ég hef ekki yfir neinu að kvarta, enda aðeins toppfólk sem Skagafjörðurinn elur af sér. Við vorum nokkrir Skagfirð- ingarnir en auk okkar pabba voru Auðunn Blöndal og frænkur mínar tvær, Sandra Ellertsdóttir, Sigurðar Ellerts- sonar í Holtsmúla og Sigurlína Guðjónsdóttir, dóttir Hönnu Svavars Ellertssonar í Holtsmúla, en við erum allar fjórmenningar ættaðar frá Holtsmúla en móðuramma mín er Alda Ellertsdóttir í Holtsmúla. Við áttuðum okkur reyndar ekki á því strax en það var gaman að hittast svona óvænt við þessar óvenjulegu aðstæður. Er það satt að þú hafir staðið uppi sem sigurvegari. Ef ekki hver þá? Ja, ef ég vann þá má ég ekki segja það, svo það verður bara að koma í ljós. Kom eitthvað skemmtilegt fyrir við gerð þáttanna sem þú getur sagt olckur frá? Ég man nú ekki eftir neinu ákveðnu atviki en það var alltaf gaman að heyra hvaða vitleysu fólk lét út úr sér bæði í viðtölum og efst í brautinni, áður en það lagði af stað, eftir að búið var að espa alla upp og allir orðnir hálfbilaðir af stressi/spenningi eftir að komast í brautina. Ég verð að segja að ég er fegin að fá að halda kúlinu ff am yfir jól allavega, en okkar þáttur verður ekki sýndur fýrr en eftir áramót. Svo var náttúrlega frábært að fá að fara til Argentínu og að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki. Eitthvað að lokum? Eitt er víst að það eru frábær föstudagskvöld framundan og hvet ég alla til að poppa og smala fjölskyldunni framan við kassann tímanlega svo þeir missi nú örugglega ekki af neinu. Annars þakka ég kærlega fyrir mig og óska öllum Skagfirðingum gleðilegra jóla.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.