Feykir


Feykir - 21.12.2009, Side 11

Feykir - 21.12.2009, Side 11
48/2009 Feykir 11 Lúsíurog fylgdarsveinar syng/'a fyrírviðskiptavini Skagfírðingabúðar. Lúsíuganga Árskóla 80 barna Lúsíukór Lúsíudagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur í Árskóla, undanfarin ár hefur 7. bekkur haldið Lúsíuna en í ár hefur 6. bekkur bæst í hópinn, þar sem í framtíðinni á 6. bekkur að taka við Lúsíusprotanum. Lúsíudagurinn í Árskóla var haldinn 10. desember en sjálfur Lúsíudagurinn er þann 13. desember. Sögurnar um heilaga Lúsíu eru þekktar allt frá 5. öld og var hún í miklum metum í kirkjunni. Til marks um það þá er hún ein fárra kvenna sem nefndar eru í dýrlingatali kirkjunnar þegar á 7. öld. Messudagur hennar er 13. desember - á myrkasta tíma ársins. Dagurinn er haldinn sem ljósahátíð, sérstaklega í Svíþjóð og í seinni tíð víðar á Norðurlöndum. Tengingin við ljósið er vegna nafns hennar sem dregið er af latneska orðinu Lux, sem merkir ljós. Samkvæmt hefðinni gengur Lúsía fremst, klædd hvítum kyrtli og ber krans með logandi kertum á höfði. Það er meyjarkransinn, sem minnir á að heilög Lúsía gaf líf sitt Guði sem brúður Krists. Hún vildi frekar deyja en að rjúfa það heit. Lúsíurnar voru tvær í ár, önnur úr 6. og hin úr 7. bekk. Þær ásamt þernum þeirra, stjörnudrengjum, piparköku- strákum og jólasveinum ferðuðust um bæinn og sungu jólasöngva fyrir gesti og gangandi. Umsjónarkennarar bekkjanna, ásamt þeim Irisi Baldvinsdóttur og Rögnvaldi Valbergssyni, höfðu veg og vanda af Lúsíudeginum. Krakkarnir æfðu stíft í margar vikur fyrir stóru stundina. Um morguninn heimsóttu Lúsí- urnar nemendur í Árskóla við Freyjugötu, en eftir hádegi heimsóttu þau Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki, Byggðastofnun, Skagfirðinga- búð og enduðu daginn í Iþróttahúsinu á Sauðárkróki. Texti og myndir: Fjölmiðladeild Árskóla. Rúnar Kristjánsson Þú lyftir mér Er lágt égfer og sál niín þunga þreytist, erþrautir vaxa og hjartað kvíði sker, íþögn ég dvel - en allt til bóta breytist er birtist Þú ogsest itin stund hjá mér. Þii lyftir mér s\’o lífs ég stend áfjölluin, Þú lyftir mér áför itin storinahöf. Og ég finn Ijós á leiðum iníiiuni ölluni, Þú lyftir niér - svo dýrðleg er Þin gjöf Það finnst ei líf - ei lífsein Þú ei ncerir, en langtfrá hvíld inargt þjakað lijarta slœr. Er iiin í hfinitt undur Þín Þúfœrir, Þin eilífð keinur litiga iníiium nœr. Þú lyftir mér svo lífs égstend á fjölluiii, Þú lyftir inér á för uin stormahöf. Og ég finn Ijós íj leiðuni inínuin ölluin, Þú lyftir mér - svo dýrðleg er Þín gjöf ( Ljóðið er ort út frá sálniiintin You Raise Me Up )

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.