Feykir


Feykir - 21.12.2009, Side 14

Feykir - 21.12.2009, Side 14
14 Feykir 48/2009 Skagfirðingar voru meðal fjögurra flottustu taparanna í fyrstu umferð í Útsvari þetta haustió og komast því áfram. Gráglettni örlaganna er sú aó lióió mun á ný mæta Hornfiróingum og veröur þátturinn á dagskrá þann 29. janúar næstkomandi. Feykir hafói spurnir af því aó liðió æfói aó kappi, hver í sínu horni, og ákvaó því aó senda nokkrar laufléttar jólaspurningar á liósmenn. Spurningarnar eru í formi hraöaspurninga og er óskaó eftir því aó liósmenn svari því sem fyrst kemur upp í hugann er spurningin er lesin. Jólahraóaspurningar í anda Útsvars Útsvarsliðið einbeitt I sjónvarpssal. Frá vinstri: Ólafur, Kristján og Inga Maria. INGA MARÍA BALDURSDÓTTIR, NEMI Þráir fría viku á hótel mömmu Ert þú mikið jólabarn? -Já ég held það sé svo sannarlega óhætt að segja það. Hvernig brýst það út? -Þegar mandarínurnar fara að koma í búðirnar og jólalögin í útvarpið. Hvað borðar þú á aðfanga-dagskvöld? -Svínahamborgarhrygg og allt það góða sem honum fylgir. En í eftirrétt? -Súkkulaði - Shoufflé og mömmuís. Uppáhalds smáköku- sortin? - Sörur Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Fría viku á hótel mömmu með öllu inniföldu. Hvað gafstu maka þfnum í jólagjöf í fyrra? -Hann fékk enga jólagjöf frá mér þá en fær rosalega fínan pakka í ár. Hvað gaf hann þér? -Hann gaf mér ekkert heldur, en það stefnir í eitthvað stórbrotið í ár. Hvaða jólalag er í mestu uppáhaldi hjá þér? -Það heitir Handa þér. Hvaða jólamynd kemur þér í rétta jólaskapið? -f ár var það A Christmas Carol með Jim Carrey í aðalhlutverki. Ferðu 1 kirkju á jólunum? -Nei ég hef aldrei gert það. Hvaða jólaboðskap villt þú senda lesendum Feykis? -Njóta þess að borða, spjalla, hlæja og hafa gaman með þeim sem þér þykir vænst um, það er svo sannarlega það sem égætlaaðgera -gleðileg jól! Ætlar þú að vinna Hornfirðinga í Útsvari á árinu 2010? -Já það kemur svo sannarlega ekki annað til greina ;) legg til að allir Skagfirðingar sameinist fyrir framan skjáinn 29. janúar 2009. KRISTJÁN B JÓNASSON, BÓKAÚTGEFANDI Geröur mín sú eina sem þorir aö gefa mér bók Ert þú mikið jólabarn? -Ég er hættur að vera barn, en jólin koma á hverju ári. Hvernig brýst það út? -Jólin eru alltaf á sama stað í almanakinu. Ég fæ engu um það breytt. Hvað borðar þú á aðfangadags- kvöld? -Það hefur engin regla verið á því síðustu 20 árin eða svo. Ég hef meira að segja borðað þurra brauðsneið og lifrakæfu á aðfangadagskvöld og skolað því niður með jurtatei. í ár er ég að hugsa um að borða önd. En í eftirrétt? -Ég hef reynt að hafa hrísgrjónagraut með möndlukurli í eftirmat á mínu heimili en er sá eini sem borðar það svo ég sleppi þessum eftirmat héðan ífrá. Uppáhalds smákökusortin? -Haframjölskossarnir hennar mömmu eru bestir. Eitt sinn fékk sé sendan bauk af þeim fyrir jólin og komst að því að þeir eru ávanabindandi því vinir mínir átu þá alla upp á einu kvöldi. ÓLAFUR SIGURGEIRSSON, LÍFFRÆÐINGUR Kroppar í grísinn aegar dregur úr <vioþrýstingi Ert þú mikið jólabarn? -Nei. Hvernig brýst það út? -Ég fæ ekki útbrot. Hvað borðar þú á aðfangadags- kvöld? -Hún Systa mín splæsir fyrst á mig humri. Ég held hún matreiði hann með svipuðum hætti og Guðmundur fyrrum bóndi á Fjalli matreiddi kótelettur, reynir að kenna honum sundtökin í smjörbaði. Síðan höggvum við feðgarnir stór skörð í reyktan grísahrygg en mæðgurnar eru skikkanlegri. En í eftirrétt? -Eftir það sem á undan er gengið hef ég enga þörf fyrir eftirrétt og að jafnaði ekki ginkeyptur fyrir þeim. Það væri þá helst að kroppa aðeins meira í grísinn þegar dregur úr kviðþrýstingi. Svo þarf auðvitað umtalsvert magn af Egils malti og appelsíni til að verjast þessari aðför að stjórnun blóðþrýstingsins. Líklega væri réttara að kalla það eftirstöðvar fremur en eftirrétt. Uppáhalds smákökusortin? -Ég er ákaflega iila að mér í nafnakerfi smákaka enda hef ég mjög takmarkaðan áhuga á að éta þær. Stangast það ekki á við jafnréttisbaráttu smákaka að fara að hampa einhverri tegund umfram aðrar? Mætti ég þá heldur biðja um harðfisk! Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Ég er svolítið veikur fyrir bókum. Á reyndar slatta og ekki enn búinn að lesa allar sem ég fékk í fyrra. Það sýnir í hvert óefni er komið eða hvað ég er orðinn seinlæs. Ég þarf að lesa bókina um Snorra Sturluson og því væri slægur í henni. Eins eru nokkrar nýjar bækur álitlegar þó ég sé fremur sérvitur á lesningu. Sneiði helst hjá meintum skáldskap sem virðist aðallega framleiddur til að renna með jólabókaflóðinu. Hvað segir Kristján B. um það? Hvað gafstu maka þínum í jólagjöf í fyrra? -Minnið er ónýtt og því get ég ekki rifjað það upp. Líklega hefur það verið fremur andlaust eða eftir hennar ábendingu. Sennilega þó innihaldið bók sem mig langaði að lesa. Hvað gaf hann þér? -Man það ekki heldur að undanskilinni bókinni um Grím Jónsson amtmann eftir Kristmund á Sjávarborg. Sú er á almennilegri íslensku en heldur löng. Hvaða jólalag er í mestu uppáhaldi hjá þér? -Ekkert sérstakt jólalag en þegar ég syng "Nú árið er liðið í aldanna skaut" á gamlárskvöld fyllist ég jafnan trega vegna liðins tíma. Hvaða jólamynd kemur þér 1' rétta jélaskapið? -Égverðönugurviðsvonaspurningar og ef átt er við "jólakvikmyndir" er það eins og að klappa kettinum andhæris. Skil ekki fyrirbærið og átta mig heldur ekki á hvað er að vera í "réttu jólaskapi"! Ferðu í kirkju á jólunum? -Jú ég hef baulað bassann í kirkjukór Hólakirkju um árabil. Eftirminnilegasta jólamessan er þó í Viðvíkurkirkju á jóladagfyrir nokkrum árum. Þá gekk á með verulega snörpum laufvindum svo kirkjan skalf og nötraði, Ijósakrónur sveifluðust eins og í sjóræningjaskipi í stórsjó og presturinn stundi "óttist eigi" (sem kemur reyndar fyrir í jólaguðspjallinu), en þá litu kirkjugestir hverjir á aðra. Hvaða jólaboðskap villt þú senda lesendum Feykis ? -Ætli ég noti bara ekki orð Valdimars Briem: - og góðar og frjósamar tíðir. Ætlar þú að vinna Hornfirðinga í Útsvari á árinu 2010 ? -Jú líklega væri það nú ekki svo vitlaus hugmynd, ef heppnin verður þarna einhversstaðar. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Kyrrð og gleði. Hvað gafstu maka þinum í jólagjöf í fyrra? -Buðk með vellyktandi. Hvað gaf hann þér? -Bók, einu bækurnar sem ég fæ í jólagjöf eru frá henni Gerði minni, það er langt síðan fólk hætti að þora að gefa mér bækur. Hvaða jólalag er í mestu uppáhaldi hjá þér? -Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar í flutningi Þriggja á palli. Verst að þau fara bara með hluta kvæðisins og sleppa því þegar Grýla étur fjósamanninn á Víðivöllum á Héraði. Hvaða jólamynd kemur þér í rétta jélaskapið? -Jólamyndir koma mér alls ekki í jólaskap og ég forðast þær eins og heitan eldinn. Ferðu í kirkju á jólunum? -Það kemurfyrir. Hvaða jólaboðskap villt þú senda lesendum Feykis ? -Ekki hugsa um lcesave um jólin. Gefið beiskjunni grið. Ætlar þú að vinna Hornfirðinga í Útsvari á árinu 2010? -Mér stendur fullur hugur til að fara með siguraf hólmi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.