Feykir


Feykir - 21.12.2009, Page 15

Feykir - 21.12.2009, Page 15
48/2009 Feykir 15 AÐSEND GREIN Skipulags- og íþróttamál Byggjum enn betri bæ til framtídar Nýiega voru kynntar á íbúafundi í FNV tillögur að nýju aðalskipuiagi Sauðárkróks til næstu 12 ára, unnar af ráðgjafafyrirtækinu ALTA. Fyrir okkur íbúa er mikilvægt að koma að vinnu sem þessari og það er gott að sköpuð sáu tækifæri fyrir umræðu og skoðanaskipti um okkar nærsamfélag. Á fundinum komu fram ýmis sjónarmið varðandi skipulagið og í þessu greinarkorni ætla undirrituð að íjalla um þau atriði sem snerta skipulag íþróttasvæða á Sauðárkróki. Við sem þetta ritum höfum starfað á ýmsum sviðum innan íþróttahreyfingarinnar og höfum síðustu daga rætt um það hvað við getum verið sammála um varðandi þessi mál, en ekki að dvalið við það sem okkur greinir á um. Með það að veganesti vonum við að skapa megi grunn að sátt um næstu skref í skipulagsmálum er varðar íþróttirnar. Rétt er þó að halda því til haga að hér er rætt um landnotkun á ákveðnum svæðum, tilgangur þessarar skipulagsvinnu er ekki að taka ákvörðun um hvort eða hvenær einstök mannvirki verði byggð. Núverandi æfingasvæði knattspyrnu á Sauðárkróki og framtíðarmöguleikar Núverandi íþróttasvæði á Sauðárkróki sem heild er frábært, en því miður ekki nægilega stórt til að rúma knattspyrnuæfingar sem þar þurfa að fara fram og möguleikar til stækkunar svæðisins eru ekki til staðar. Fyrirhuguð viðbygging við Árskóla og þær breytingar sem munu fylgja henni, ef af verður, mun þrengja enn frekar að svæðinu. Undanfarin sumur hefur hluti æfinga yngri flokka farið fram uppi á Nöfum. Ýmsir ókostir fylgja þessu fyrirkomulagi, aðstaðan þar er heldur bágborin, óhagræði og ruglingur getur skapast af því að hafa æfingar á fleiri en einum stað og reynslan sýnir að börnum er oftar ekið á æfingar á Nöfum en á æfingar sem fram fara neðan þeirra. Það liggur því fyrir að stækka þarf æfingasvæði fyrir knattspyrnu á næstu árum, færa þarf það nær íbúabyggðinni og einnig að koma upp vetraraðstöðu fyrir æfingar í knattspyrnu og frjálsar íþróttir, sem skapa myndi meiri æfingatíma fyrir körfuknattleik í núverandi íþróttahúsi. Það er jákvætt að fram séu komnar af hálfu sveitarfélagsins hugmyndir um nýtt framtíðaræfingasvæði fyrir knattspyrnu á mýrasvæðinu austan nýja leikskólans en það skapar tækifæri að ræða framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Aðgengi að því svæði er gott og stærð þess bíður upp á möguleika á því að byggja upp í framtíðinni nægilega stórt æfingasvæði í áföngum og það án þess að vera með velli í mismunandi hæð, eins og á núverandi æfingasvæði. Þar er jafnframt nægt landrými fyrir tjaldstæði sem mun nýtast vel á þeim íþróttamótum sem nú eru haldin hér. Stærra æfingarsvæði skapar einnig ýmsa möguleika við þróun og stækkun mótanna okkar. Leysa þarf hvernig tengja skal saman mýrarsvæðið og núverandi íþróttasvæði á sem einfaldastan hátt. Áður framkomnar hugmyndir íþróttahreyfingarinnar um æfingasvæði á Nöfnum þarf að meta ásamt þessum kosti til að finna bestu heilstæðu lausnina fyrir íbúa og mótahald. Vetraraðstaða Varðandi vetraraðstöðu hafa nokkur byggðarlög að sam- bærilegri stærð og Sauðár- krókur á undanförnum árum byggt íjölnota íþróttahús eða gervigrasvöll. Skipulag á landnotkun þarf að sýna kosti á staðsetningu á slíku mannvirki ef tO þess kæmi. Staðsetningar sem nefndar hafa verið eru annars vegar í tengingu við núverandi íþróttahús og ofar í Grjótklaufinni. Slík staðsetning kallar á mikla efnisflutninga en hagræði af samrekstri við íþróttahús og skóla gætu borgað það upp á fáum árum. Uppbygging á mýrarsvæðinu kallar á mikið efni í undirbyggingu og trúlega má leysa þessi tvö verkefni saman. Hins vegar hefur komið fram staðsetning við æfingasvæði í mýrum, líkt og áðurnefndskipulagstillagagerir ráð fyrir. Ef til vill mætti byrja á því að útbúa einn gervigrasvöll á nýju æfingarsvæði en það myndi strax gjörbreyta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á veturna. Síðar meir væri hægt að byggja yfir völlinn og koma upp félagsaðstöðu fyrir ungmennafélagið eins og hjá öðrum klúbbum. Aukið rými við Árskóla skapar einnig möguleika á að útbúinn yrði nýr og betri körfuboltavölluráskólalóðinni. Þá er einnig spennandi að kanna þá möguleika hvort ný æfinga- og keppnissundlaug sem myndi nýtast fyrir skólasund myndi rúmast norðan við íþróttahúsið Nauðsynlegt er að draga saman alla hagsmunahópa; Árskóla, UMF Tindastól, Golfklúbbinn, Þreksport, Skagaíjarðarhraðlestina fýrir hönd fyrirtækjanna, Félag eldri borgara, Sveitarfélagið og jafnvel fleiri til að horfa heilstætt á þetta verkefni. Við vitum að fjármagn er takmarkað en eigi að síður þarf að gera ráð fyrir svæði og leggja grunn af stefnu til lengri tíma litið. Ræðum málin á jákvæðum nótum Við undirrituð sem störfum innan íþróttahreyfingarnar viljum mæta til þessarar umræðu, um framtíðarskipulag íþróttasvæða á Sauðárkróki, með jákvætt hugarfar og með það fýrir augum að vinna með þá sóknarmöguleika sem ný aðstaða mun skapa fyrir okkar starf. Tilgangslaust er að berja hausnum við steininn og reyna að halda í það sem augljóslega dugar ekki tO framtíðar. Róttækar breytingar, eins og að færa æfingasvæðið, er stór aðgerð og hún er eðlilega mikið tilfinningamál fyrir mörg okkar. Eigi að síður er framkomin tiOaga raunhæf leið í stöðunni þegar litið er til heildarhagsmuna barna okkar tO lengri tíma. En eitt er að ætla og annað að gera. Það er okkar mat að viðbyggingu við Árskóla verði að fylgja tímasett áætlun um uppbyggingu á nýju æfingasvæði, ekki bara hugmyndir um það hvar það gæti verið staðsett í framtíðinni. Þannig mætti hefjast handa við að rækta upp nýtt svæði strax næsta sumar, ef ráðist verður í byggingu Árskóla á næsta ári, og þegar það svæði verður tilbúið þá er hægt að leggja af núverandi svæði í áföngum. Tökum höndum saman við þróun og uppbyggingu á ennþá betri Sauðárkróki til framtíðar með hagsmuni sem flestra að leiðarljósi, ekki síst hagsmuni barnanna okkar. Guðjón Örn Jóhannsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild UMFT Gunnar Gestsson, formaður UMFT Helga Eyjólfsdóttir, stjórnarmaður í UMSS Jakob Frímann Þorsteinsson, varaformaður UMSS Jón Daníel Jónsson, stjórnarmaður í UMFT. Snorri Styrkársson stjórnarmaður í sunddeild UMFT Róbert Óttarsson formaður knattspyrnudeildar UMFT Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrv.formaður knattspyrnudeildar UMFT Viggó Jónsson,forstöðumaður skíðasvœðis UMFT og stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild UMFT Þorsteinn Tómas Broddason, formaðurfrjálsíþróttadeildar UMFT

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.