Feykir


Feykir - 21.12.2009, Side 27

Feykir - 21.12.2009, Side 27
48/2009 FeykJr 27 ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Ólafur Smári og Ólína Valdís kokka Mexíkóskt lasaqna og frábær ostakaka Nú fyrír jólin eru það Ólafur Smári og Ólína Valdfs á Sauðárkróki sem koma með fljótlega og góða rétti og ættu að henta sérstaklega vel fyrir þá sem ekki fá sér skötu á Þorláksmessunni. Þau ætla að skora á Ragnheiði Rúnarsdóttur og Hörð Knúts í Eyratúni 1 á Sauðárkróki að koma með uppskriftir á nýju ári. FYRIR 4 Mexíkóskt Lasagna með hakkblöndu Ofnhiti: 200°c undir/yfirhiti 5 Tortilla pönnukökur Hakkblandan: 1/2 rauðlaukur 1 hvítlauksrif 200 gr. nautahakk 2 msk. burritos eða taco kryddblanda 3á dl. kalt vatn Ostablandan: 1 dl. rifinn ostur 1 dl. kotascela 1 dl. sýrður rjómi 1 dl. salsasósa 1 ‘A dl. rifmn ostur til að setja ofan á Aðferð: 1. Takið utan af hvítlauks- geiranum og merjið í pressu 2. Saxið laukinn smátt 3. Brúnið hakkið, laukinn og hvítlaukinn á heitri pönnu, þangað til kjötið er allt eldað í gegn. 4. Hellið kryddblöndunni og vatninu yfir og hrærið vel. 5. Slökkvið undir pönnunni og geymið. 6. Blandið öllu saman sem á að fara í ostablönduna saman í skál 7. Þekið botninn á eldföstu móti með pönnukökum. 8. Smyrjið hakkblöndunni yfir. 9. Þekið með pönnukökum og smyrjið svo ostablöndu yfir. 10. Endurtakið og endið svo á að blanda ostasósunni og afganginum af hakkinu saman á síðustu pönnukökuna. Þekið að lokum með rifnum osti. 11. Bakið í miðjum ofni í 15 mín. eða þangað til osturinn er vel brúnaður. 12. Berið fram með fersku salati. Smábrauð 250 gr. beikonsmurostur 1 dós sýrður rjómi 1 skinkubréf Aðferð: (Smábrauð) má nota snittu- brauð. Skinkan smátt skorinn og sett i skál, ostinum og sýrða rjómanum er svo bætt í. Öllu er blandað vel saman og smurt á brauðið. Bakist í ofni við 180°c þar til osturinn er vel brúnaður. Frábœr ostakaka 1/2 pk. hafrakex, frón, mulið 3/4 dl. valhnetur, gróft muldar 100 gr. smjör 2 msk. púðursykur Aðferð: Leysið púðursykurinn upp í smjörinu við góðan hita í potti. Hrærið kexinu og hnetunum út í og hellið í eldfast mót. Þrýstið létt í botninn og kælið. 1/2 l rjómi, þeyttur 150 gr. flórsykur 200 gr. rjómaostur 1/2 glas vanilludropar Aðferð: Þeytið saman rjómaost og flórsykur þar til það er kekkjalaust. Hrærið vanilludropum saman við og svo rjómanum varlega saman við. Hellið yfir kexbotninn og að síðustu hellið 1/2 krukku af kirsuberjasósu (den gamle danske fabrik) yfir. Kælið. Vferðf ykkur að góðu! Gómsætir eftirréttir um jól og áramót Sætt í maga eftir þungan mat Góðir eftirréttir yfir jólin eru hjá mörgum eins og punkturinn yfir i-ið. Margir bjóða alltaf upp á nýjan og nýjan eftirrétt á meðan aðrir eru vanafastari. Feykir fór á stúfana og fann nokkrar skotheldar uppskriftir fyrir jóla- og áramótaeftirrétti. Jólagrautur 165 gr. hrísgrjón 11. mjólk 4 dropar vanilla 75 gr. sykur 50 gr. möndluspænirfmá sleppa) 1/21. þeytturrjómi 1 tsk. salt Hindberjasaft l.Setjið mjólkina í pott og sjóðið með sykri, salti og vanillu. 2. Setjið hrísgrjónin út í þegar suðan kemur upp. Setjið þá lok á pottinn og látið hann inn í 125 C° heitan ofn. Bakið í 30 mínútur. (Ég hef oft látið hann vera dálítið lengur). 3. Takið pottinn úr ofninum, hrærið í hrísgrjónunum og látið kólna yfir nótt. 4. Þeytið rjóma og hrærið köldum hrísgrjónunum út í hann ásamt möndluspæninum. Berið fram með hindberja eða kirsuberjasaft. ÍS 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1 tsk. vanilludropar V2 I. rjómi 100 til 300 gr. Toblerone eða Dajm eða gott súkkulaði að ykkar smekk. Eggjarauður, púðursykur og vanilludropar þeytt vel saman. Rjóminn er þeyttur (ekki alveg stífþeyttur) og súkkulaðið er saxað niður og hrært saman við blönduna með sleif. ísinn er síðan settur i álform og inn í frysti. Heitar perur 1 heil dós pemr 4 eggjahvítur 4 msk. flórsykur 150 gr. suðusúkkulaði Raðið perunum í eldfast mót. Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Þekið perurnar með eggjahrærumassanum. Bakið við 110 gráður í u.þ.b 20 mínútur eða þar til massinn er fallega brúnn. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og smyrjið því yfir hvíturnar, þegar formið er tekið úr ofninum. Berið fram heitt með ís. Vetrarsól Botn: 2 eggjahvítur 80 gr. sykur 1/3 tsk. edik u.þ.b. 5Ogr. möndlur, hakkaðar 70 gr. Sirius suðusúkkulaði (konsum), saxað smátt ísinn: 2 eggjarauður legg 50 gr. sykur 21/2 dl. rjómi, þeyttur 1 tsk. vanilludropar 200 gr. Síríus rjómasúkkulaði með hnetum, saxað Sósa: 1 msk. síróp 100 gr. Síríus suðusúkkulaði (konsum) 100 gr. Síríus rjómasúkkulaði 3 dl. rjómi Leiðbeiningar Botn Þeytið hvíturnar vel og setjið svo sykurinn út í og edikið og þeytið þar til sykurinn er uppleystur. Blandið möndlunum og súkkulaðinu saman við með sleikju. Bakið við 110°C í u.þ.b. 40 mín. ísinn Þeytið eggin og sykurinn vel saman, blandið þeyttum rjómanum og vanillunni saman við með sleikju. Saxið súkkulaðið smátt og blandið því saman við. Setjið botninn í form, hellið ísnum yfir og frystið, helst yfir nótt. Sósa Setjið allt í pott við lágan hita og látið malla í u.þ.b. 3 mín. Berið strax fram með tertunni. Athugið: Þessi terta geymist vel og lengi í frysti. Takið tertuna út nokkru áður en hún er borin fram, u.þ.b. 30 mínútur. Baileys-ís 6 eggjarauður 1 bolli púðursykur 1/2 dl. Bailey's 200-300 gr. Valencia m/núggati og hnetum 1/21 rjómi Blandað saman og sett í frysti. (Eggjahvíturnar má einnig nota, þá verður ísinn meiri og léttari). Ljúffeng konfektsósa 200 gr. Valencia súkkulaði m/ núggati og hnetum 100 gr. suðusúkkulaði 3 dl. rjómi Hráefnið er sett í pott, hrært saman á vægum hita, látið malla í 20 mín. Þessi verður mjúkur! Sherry-triffli 1 eina skál: 3 eggjarauður 2 þeyttar eggjahvitur 1 peli rjómi auk rjóma sem fer ofan á. Líklega tæpir 2 pelar alls. 1 msk. sykur 2-3 blöð matarlím Sherry Mulið suðusúkkulaði Sulta (jarðarberja- eða hindberjasulta í neðsta lagið, rifsberjasulta ískreytingu efst). Makkarónur Makkarónur í botninn sulta eftir smekk. Sherrý (t.d. 50 gr. sjá aths.). Makkarónurnar aðeins muldar og sultan sett saman við sherrýið. Þetta aðeins hrært með gaffli. Eggjarauðurnar hrærðar með sykri til að blandast saman. Eggjahvítur þeyttar, síðan rjómi þeyttur og þessu blandað saman. 2-3 blöð matarlím vætt í köldu vatni og kreist út í og sett í pott sem er hitaður í heitu vatni. Matarlíminu er síðan hellt í hræruna mjög mjórri bunu og hrært varlega svo ekki kekkist. Látið stirðna. Síðan lag af hvítum rjóma efst og skreytt með rifsberjahlaupi og röspuðu suðusúkkulaði. Það sem er vandasamast er þegar mararlíminu er hellt í hræruna. Það þarf að gerast mjög varlega til að forðast kekki. Að öðru leyti er mjög auðvelt að útbúa þennan ljúffenga desert

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.