Alþýðublaðið - 10.12.1919, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
V. K. F. Framsókn
heldur fund II. þ. m. á venjulegum staö og tíma. —jTngimar Jóns-
son stud. theol talar um skilnað ríkis og kirkju.
Konur beðnar að fjölmenna. — Kaffi verður drukkið á eftir og
konur hafi með sér kökur. Stjórnin.
J. M. Hinn helmingurinn vildi
Kobbá. Pétur Zóphóniasson talaði,
og það varð, og hann bauð, og
svo stóð það þar, og 17 bílar,
sem stóðu undir hans yfirumsjón,
þustu fram og aftur um bæinn
allan daginn og sóttu kjósendur,
sem voru „háttvirtir" þennan eina
dag. Og Pétur neri saman lófun-
um og leit yfir alt, sem hann
hafði gert, og hélt að það væri
harla gott. Því hann vissi ekki,
að í hverjum bíl sat maður, sem
sagði fólkinu að kjósa Svein og
Kobba, en ekki Jón.
Aumingja Pétur! Hann vissi,
að laummarnir kroppa ekki aug-
un hver tír öðrum, og að jafnvel
meðal verstu glæpamanna, þjófa
og ræningja, ríkir jafnan svo mik-
il) siðferðisþroski, að þeir svíkja
ekki hver annan í trygðum. En
hann varaði sig ekki á því, að
Sjálfstjórnarhöfðingjarnir stæðu að
þessu leyti á lægra þroskastigi en
hrafninn.
Eg.
Koli konnitgur.
Eftir Upton Sinclair.
(Frh.).
Fyrir tæpu ári síðan hafði skeð
svona slys. Ungur asnreki, frá
Kroatíu, sagði Halli frá þessu,
Rieðan þeir voru að japla inni-
haldið tír mataríláti sínu. Fyrsti
lyftirinn var farinn niður fullur
af nöldrandi mönnum, sem mót-
mæltu að fara niður. Skömmu
síðar hafði maður farið með ó-
byrgt. !jós niður, sem valdið hafði
sprengingu, svo agalegri, að því
var líkast, sem jörðin mundi
hrynja saman. Átta menn biðu
bana. Og svo hafði sprenginginn
verið áköf, að sum líkin varð að
skera í parta til þess, að hægt
vseri að ná þeim, svo föst voru
þau milli lyftisins og námuveggs-
ins. Það var andskotans Japönun-
bm að kenna, bætti heimildar-
maður Halls við. Það hefði líka
sldrei átt að hleypa þeim að í
námunum, því ekkert vald á
bimni eðá jörð, gat haldið Japana
írá Því, að stelast til þess, að fá
sél’ í pípu,
Ntí vissi Hallur, að Norðurdalur
Var sannkallað Helvíti, fult ang-
istar og kvíða. Hvílíkar sögur
myndu námugöngin gömlu geta
sagt, ef þau gætu talað! Hallur
horfði á mennina, sem fóru hóp-
um saman til vinnu sinnar, og
hugsaði um, að eftir hagskýrslum
ríkisins myndu 9—10 af hverju
þtísundi vera dæmdir til þess, að
deyja vofeiflega, áður en árið
væri liðið, og aðrir 30 mundu
verða örkumla menn. Og þeir
vissu það líka, vissu það 4 betur
en allir saman hagfræðingarnir.
Og þó fóru þeir til vinnuIJHvaða
afl var það, sem gat haldið mönn-
um við aðra eins vinnu? Yar það
skyldutilfinning? Skyldu þeiiÝþað,
að þjóðfélagið varð að fá kol, og
að einhverjir urðu að leggja sig
niður við að vinna þau? Eða
voru þetta að eins heimskingjar
og raggeitur, sem hlíddu í blindni,
vegna þess, að þeir höfðu hvorki
vit né vilja til þess að gera annað?
Forvitnin hélt honum kyrrum.
Hann varð að þekkja til botns
þessa þögulu, þolinmóðu herskara,
sem öldum saman hafa fórnað
lífi sínu til annars eins starfa.
Hann varð að skilja þá, vita
hvað í þeim bjó.
X.
Og Hallur kyntist þessu fólki,
kyntist því, eklci sem einni heild,
sem maður fyrirleit, en kendi þó
í brjóst um jafnframt, heldur sem
einstaklingum, hverjum með sínar
kendir, hverjum með sína eigin
skapgerð; aliir voru þeir eins og
mennirnir i landi sólskins og
sumars. Mary Burke og Tim
Rafferty, kóreubtíinn Cho og
kroatíubúinn Madrik — öll greind-
ust þau úr hópnum og voru greipt
í huga Halls greinilega og ljóst,
þau komu í ljós í framsýn mynd-
arinnar og veittu henni líf; en
jafnframt vöktu þau samúðarkend
Halls og lagsbróðurkend. Sumt
af þessu fólki var auðvitað líkam-
lega og andlega hrjáð og hrakið
— en það voru líka margir, sem
voru ungir, fullir vonar í brjósti
og eldmóðs í huga.
Einn hét Andy, ungur piltur
af grískum ættum. í raun og veru
hét hann Androkulos, en í kola-
námu voru menn ekki að skeyta
um smástytting nafna. Hallur
veitti honum fyrst athygli í verzl-
unarkytrunni. Hann varð hissa á
hve andlitsdrættir hans voru fagrir
og hve þunglyndisleg voru stóru
dökku augun. Þeir yrtu hver á
annan og Andy komst að því,
að Hallur hafði elcki alla æfi
verið í kolanámu, heldur hefði
hann farið víða. Það gerði Hall
hrærðan, hve rödd hans'varð á-
köf; hann brann af löngun eftir
lífinu og gleðskap þess og æfin-
týrum — en í staðinn var hlut-
skifti hans að sitja tíu stundir á
dag í ltolabyng með ko! þjótandi
um [eyru sér og vitin full af
kolaryk, meðan hann kraflaði
steinhellurnar með fingrunum 'úr
kolunum. Hann var einn af mörg-
um tugum „tínslu"-drengja.
fc5»írttiíBilíeyti.
Khöfn 9. des.
Eistar [og Lettar ósamþykkir.
Frá Helsingfors er símað, aö
Eistar og Lettar séu ósammála
um landamærin.
ítalir taka Fiume.
Frá Berh'n er símað, að ítalir
hafi sett her á land í Fiume í
samráði við d’Annunzio.
Ameríkumenn fara heim.
Frá París er símað, að Ame-
ríska sendinefndin (á friðarráð-
stefnunni) sé á förum heim.
Friðslit?
í orðsending Bandamanna [er
þess krafist, að Þjóðverjar skrifi
strax undir og afhendi ^skjölin,
annars hótað að slíta vopnahlénu
og senda her manns inn í Þýzka*
land.