Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 17

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 17
21 Atkvæðagreiðsla um sambandslög 1918 15 Framundir þriðjungur þeirra, sem atkvæði greiddu utansveitar, eða alls 118, hafa verið úr kaupstöðunum. í flestum sýslum lands- ins hafa greilt atkvæði einhverjir kjósendur úr Reykjavík. Annars hafa í flestum sýslum langflestir þeirra, sem atkvæði greiddu utan- sveitar, greitt atkvæði i öðrum hrepp í sama kjördæmi, eða alls 191, en að eins 83 í öðrum kjördæmum, auk kjósendanna úr kaup- stöðunum. í öðrum landshlutum hafa greitt atkvæði 114 manns eða nál. 30 % af þeim, sem atkvæði greiddu utansveitar, en 278 í sama landshlula. 1 töflu II (bls. 22—37) sjest, hve margir aðkomumenn hafa greitt atkvæði í hverjum hreppi og hve margir menn úr hreppnum hafa greitt atkvæði annarsstaðar. 4. Brjefleg atkvæði. Votes par lellre. Með lögum nr. 47, 30. nóv. 1914 var heimilað, að sjómenn og aðrir, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna rjettar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi, megi greiða atkvæði brjeflega, þannig að þeir sendi hrepp- stjóra eða bæjarfógeta á þeim stað, þar sem þeir standa á kjörskrá, fyrir kjörfund atkvæðaseðil í brjefi. Við atkvæðagreiðsluna um sam- bandslögin var auk þess leyft samkv. auglýsingu stjórnarráðsins 10. sept. 1918, að þeir, sem eigi væru heimanfærir til kjörstaðar, mættu greiða atkvæði brjeflega á heimili sinu. Brjefleg atkvæði urðu alls 1 632 eða 12.o °/o af öllum greiddum atkvæðum. Við alþingiskosningarnar 1916 voru brjefleg atkvæði 1.9 °/o af greiddum atkvæðum við kjördæmakosningarnar, en 2.3 % við landskosningarnar. Fjöldi brjeflegu atkvæðanna við atkvæðagreiðsl- una um sambandslögin stafar auðvitað að meslu leyti frá heimild- inni til að greiða atkvæði heima hjá sjer. í fylgibrjefunum með at- kvæðaseðlunum á að skýra frá ástæðunni til þess að kjósandinn geti ekki mætt á kjörstað sínum. Fór hagstofan því fram á það, að sjer yrðu send öll fylgibrjefin með brjeflegu atkvæðunum, til þess að hún gæti fengið yfirlit yfir, hverjar ástæður væru til brjeflegu atkvæðagreiðslunnar. En allvíða veittu kjörstjórnirnar því ekki at- hygli fyr en um seinan, er fylgibrjefin höfðu verið eyðilögð. Hag- stofan fjekk því ekki nema um helminginn af fylgibrjefunum. Eftir ástæðunum, sem tilgreindar eru á þeim, skiftast þau þannig:

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.