Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 15

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 15
21 Atkvæðagreiðsla um saml'andslög 1918 13 á móti hefur engin kona neytt atkvæðisrjettar síns í 8 hreppum auk Grímseyjarhrepps. Þessir hreppar eru: Þverárhlíðarhreppur, Breiðu- víkurhreppur, Múlahreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Fjallahreppur, Svalbarðshreppur, Skeggjastaðahreppur og Gaulverjabæjarhreppur, 3. Atkvæðagreiðsla utansveitarmanna. Volants hors de leur dislrict. Samkvæmt alþingiskosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vottorði sýslumanns eða bæjarfógeta, að hann standi á annari kjörskrá í kjördæminu og að hann hafi afsalað sjer þar kosningarrjetti. En með auglýsingu stjórnarráðsins 10. sept. 1918 var svo fyrir mælt, að menn þyrftu ekki að sýna slíkt vottorð, heldur væri kjörstjórninni skylt að spyrjast fyrir með þjónustusím- skeyti, hvort þeir væru á kjörskrá þar sem þeir kveddust eiga heima, og yrði atkvæðið að eins tekið til greina, ef svo reyndist. Varð þetta ákvæði til þess, að ýmsir afhentu brjefleg atkvæði á kjörstað utan hrepps síns, sem látin voru bíða þar til svar kom um, hvort þeir stæðu á kjörskrá, en voru ekki tekin með sem greidd at- kvæði, ef svarið kom ekki. Við atkvæðagreiðsluna um sambandslögin greiddu alls 392 menn atkvæði utan þess hrepps, þar sem þeir stóðu á kjörskrá. Er það 2 o °/o af öllum þeim, sem atkvæði greiddu. Hafa tiltölulega langtum fleiri notað sjer þennan rjett nú heldur en við alþingis- kosningarnar 1916, er að eins um 1 °/° af kjósendum greiddu at- kvæði utan þess hrepps þar sem þeir stóðu á kjörskrá. Nokkuð mun það stafa af rýmkun skilyrðanna fyrir atkvæðagreiðslunni samkv. auglýsingu stjórnarráðsins 10. sept. 1918, sem sjest á því, að rúmlega þriðjungur þessara atkvæða (135) voru brjefleg atkvæði. Af þeim, sem greiddu atkvæði utanhrepps, var allur þorrinn karl- menn, en konur að eins 46. í töllu I (bls. 20—21) sjest hve margir af kjósendum í hverju kjördæmi greiddu atkvæði utansveitar og í 3. yíirliti (bls. 14) er sýnt, hve margir það voru í samanburði við alla kjósendur hvers kjör- dæmis, sem atkvæði greiddu. í Skagafjarðarsýslu hefur verið mest um, að menn greiddu atkvæði utansveitar. Af kjósendum þar, sem atkvæði greiddu, hafa 8.i °/o greitt atkvæði utansveitar, þar af meiri hlutinn menn víðsvegar úr sýslunni, sem greitl hafa alkvæði á Sauðárkróki,

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.