Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 18

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 18
lb Atkvæðngreiðsla um sambandslðg 1918 21 Fjarvera utansveitar: atkvæöi send á kjörstað kjósanda........ 123 atkvæði afhent á kjörstað utansveitar . 135 ------ 258 Elli ............................................. 130 Veikindi eða lasleiki ........................... 288 Sjúkrahjúkrun ..................................... 18 Heimilisástæður.................................. 105 Annríki ........................................... 60 Forföll............................................ 10 Óupplýst.......................................... 763 Samtals .. 1 632 í töflu III (bls. 38) er yfirlit yfir ástæðurnar til brjeflegu at- kvæðagreiðslunnar í hverju kjördæmi eftir því sem það hefur getað orðið upplýst. Um þau 135 brjeflegu atkvæði, sem afhent voru af utansveitar- mönnum á öðrum kjörstöðum, verður ekki upplýst, hvaðan þau stafa, en 1 497 brjefleg atkvæði hafa verið send á kjörstað kjósanda eða ll.o °/o af þeim atkvæðum, sem greidd hafa verið. Hvernig þessi atkvæði skiftast á kjördæmin og hreppana sjest í töflu I (bls. 20—21) og töflu II (bls. 22—37). En í 1. yfirliti (bls. 9) er saman- burður á því, hve mörg koma á hvert 100 atkvæða úr hverju kjör- dæmi. Er það æðimisjafnt eftir kjördæmum, hve mikið menn hafa notað sjer þann rjett að greiða atkvæði brjeflega. Strandasýsla er þar langhæst á blaði. Hafa þar rúmlega 40 % öllum þeim, sem at- kvæði greiddu, greitt atkvæði brjeflega. Næst er Mýrasýsla með 27 °/o og 4 önnur kjördæmi með yfir 20 °/o, Dalasýsla (24 °/o). Austur- Skaftafellssýsla (24 °/o), Vestur-ísafjarðarsýsla (22 %) og Vestmanna- eyjar (21 %). Aftur á móti hefur verið lítið um brjefleg atkvæði í sumum kjördæmum. Þar sem að eins lítill hluti þeirra, sem greiddu atkvæði brjef- lega við alþingiskosningarnar 1916 (vegna fjarveru utansveitar) voru konur, þá hafa við þessa atkvæðagreiðslu langtum fleiri konur en karlar greitt atkvæði brjeflega. Alls hafa 641 karlmenu greitt at- kvæði brjeflega eða 6.2 % af öllum karlmönnum, sem atkvæði greiddu, en 991 konur eða 30.o % af öllum konum, sem atkvæði greiddu. í sumum kjördæmum hefur jafnvel allur þorrinn af konum þeim, sem atkvæði greiddu, greitt atkvæði brjeflega, svo sem í Strandasýslu 73 % og í Mýrasýslu 66 %, og í 3 öðrum kjördæm- um meir en helmingurinn, í Norður-Þingeyjarsýslu (59 %). Dala- sýslu (55 %) og Vestmannaeyjum (54 %).

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.