Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 20

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Blaðsíða 20
18 Atkvæðagreiðsla um sambandslög 1918 21 skiftust. í einu kjördæmi landsins, Vestur-Skaftafellssýslu, voru öll greidd atkvæði með sambandslögunum, en ekkert á móti. í öllum öðrum kjördæmum voru einhver mótatkvæði, en í flestum mjög fá. í tveim kjördæmum voru þau þó hjerumbil fjórði hluti allra greiddra atkvæða, ísafjarðarkaupstað (25.3 °/o) og Norður-ísafjarðarsýslu (24.i %) og i einu kjördæmi, Árnessýslu, hjerumbil fimti hluti greiddra atkvæða (19.8 °/o). í þrem öðrum kjördæmum voru þau meir en Vio af greiddum atkvæðum, í Vestur-Skaftafellssýslu (13.7 %), Norður- Þingeyjarsýslu (12.7 °/°) og Suður-Þingeyjarsýslu (10.i %). í öllum öðrum kjördæmum náðu þau ekki V10 greiddum atkvæðum. Ógild hafa alls orðið 1.8 % af öllum greiddum atkvæðum og er það með minna móti í samanburði við alþingiskosningar undan- farið, enda var atkvæðagreiðsla þessi svo einföld sem framast er unt. Annars er mjög mikill munur á því i kjördæmunum, hve mikið hefur orðið ógilt af atkvæðum og er ekki ólíklegt, að stafi nokkuð af þvi, að kjörstjórnirnar hafi verið misjafnlega strangar í dómum sínum um gildi atkvæða. En svo hafa líka sumir gert atkvæði sín ógild af ásettu ráði. Svo er t. d. um alla þá, sem skilað hafa auð- um seðli, en vel má vera, að það hafi verið fleiri, en taldir eru í töflu IV (bls. 39), því að í þeim kjördæmum, þar sem engir auðir seðlar eru tilgreindir, geta þeir vel verið taldir í einu lagi með ógildum seðlum. Mest hefur verið um ógilda seðla í Rangárvalla- sýslu (11 », Vestur-ísafjarðarsýslu (8V2 %), ísafirði (8^/2 °/o), Suður- Múlasýslu (5V2 %) og Strandasýslu (4V2 %)■ Annarsstaðar hafa þeir ekki náð 2 °/°'

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.