Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Blaðsíða 13
Alþingiskosningar 1926—1927
11
Brjefleg atkvæðagreiðsla var langmest notuð árið 1923, því að þá
var þeim leyft að kjósa brjeflega, sem ekki voru ferðafærir á kjörstað
sakir elli eða vanheilsu, en með því að menn voru hræddir um, að
þessar heimakosningar hefðu verið misnotaðar, var þessi heimild aftur
úr lögum numin árið 1924. Langmestur hluti brjeflegu atkvæðanna 1923
stafaði af heimakosningunum. Brjefleg atkvæði vegna fjarveru voru þá í
hæsta lagi tæpl. 4 °/o. Brjefleg atkvæðagreiðsla af þeim ástæðum hefur
því verið miklu meiri en áður við síðustu kjördæmakosningar.
1 töflu I (bls. 21) er sýnt, hve mörg brjefleg atkvæði voru greidd
í hverju kjördæmi við kosningarnar 1927 og í töflu IV (bls. 24—30) hvernig
þau skiftast niður á hreppana. En í 1. yfirliti (bls. 8) er samanburður
á því, hve mörg koma á hvert 100 atkvæða í hverju kjördæmi. Lang-
hæstur er Isafjarðarkaupstaður. Þar hefur nál. ]/5 hluti greiddra atkvæða
(19.2 °/o) verið brjefleg atkvæði. Þar næst er Vestur-Isafjarðarsýsla (með
14.2 o/o), Akureyri (með 13.4 o/o) og Seyðisfjörður (með 10.2 °/o).
Aðeins rúmi. ’/4 hluti brjeflegu atkvæðanna, 564, voru frá konum,
en 1548 frá körlum. Af hverju 100 karla og kvenna, sem greitt hafa
atkvæði, hafa kosið brjeflega.
harlar Uonur karlar konur
1916 2.2 o/o l.o o/o 1923 8.7 % 17.6 o/o
1919 3.0 — l.s — 1927 8.7 — 1.7 —
5. Ógild atkvæði.
Bulletins nuls.
Síðan alþingiskosningar urðu skriflegar hafa ógild atkvæði
kjördæmakosningar orðið
1908 333 eöa 3.9 "/o 1919 ... 429 eða 3.0 %
1911 438 — 4.3 — 1923 ... . . . 784 — 2.5 —
1914 135 — 1.8 — 1916 680 — 4.8 — 1927 ... . . . 919 — 2.8 —
Nokkrir kjósendur hafa skilað auðum seðli og því sjálfir ætlast til,
að atkvæði sitt yrði ónýtt. Við kosningarnar 1927 voru 84 atkvæðaseðlar
auðir eða 9.1 °/o af þeim seðlum, sem ógildir voru metnir. Allur þorri
ógildu seðlanna er aftur á móti svo til kominn, að kjósendunum hefur
mistekist að gera afkvæðaseðil sinn svo úr garði sem kosningalögin
mæla fyrir.
Hve mörg atkvæði urðu ógild í hverju kjördæmi við kosningarnar
1927 sjest á töflu V (bls. 31 — 36), en á 1. yfirlitstöflu (b!s. 8) er sýnt, hve
miklum hluta þau námu af öllum greiddum atkvæðum í kjördæminu. Til-
tölulega flest ógild atkvæði voru í Gullbringu- og Kjósarsýslu (8.4 o/o),
en tiltölulega fæst í Reykjavík (0.3 °/o).