Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1935, Page 8
6
Alþingiskosningar 1934
alveg felt burtu og hækkaði þá kjósendatalan svo, að hún komst upp í
hérumbil 45°/o. Og með stjórnarskrárbreytingunni 24. mars 1934 var
aldurstakmark allra kjósenda lækkað niður í 21 ár og sveitarstyrkþegum
veittur kosningarréttur. Við það hækkaði kjósendatalan um 11 þúsund
og komst upp í 56 °/o.
Af kjósendatölunni 1934 voru 31 039 eða 48.2 o/o karlar, en 33 299
eða 51.8 o/o konur. Koma 1073 kvenkjósendur á móts við hvert 1000
karlkjósenda. Er það meiri munur heldur en er á tölu allra karla og
kvenna á Iandinu. Stafar það af því, að innan við kosningaraldur (21
ár) eru heldur fleiri karlar heldur en konur, en á kosningaraldri eru
konur þeim mun fleiri heldur en karlar.
Þegar kjósendatölunni er deilt með tölu kosinna kjördæmaþing-
manna, koma á hvern þingmann 1693 kjósendur árið 1934, 1457 árið
1933, 1220 árið 1923, 937 árið 1919, 394 árið 1914, 260 árið 1903 og
206 árið 1874.
Tala kjósenda í hverju kjördæmi við kosningarnar 1934 sést á
töflu I (bls. 20). Þótt tillit sé tekið til þingmannatölunnar í hverju kjör-
dæmi, verður samt mjög mishá kjósendatala, sem kemur á hvern kjör-
dæmisþingmann. Að baki sér höfðu þeir 1934:
færri en 1000 kjósendur ........ 7 þingmenn
1000—1500 — 12 —
1500—2000 — 7
yfir 2000 — 12 —
Minst kjósendafala á þingmann kemur á Seyðisfirði, 605, og þar
næst í Austur-Skaftafellssýslu 691. Aftur á móti kemur hæst kjósenda-
tala á þingmann í Reykjavík, 3059 á hvern, og þar næst á Akureyri,
2662.
2. Kosningahluttaka.
Participation des électeurs.
Við kosningarnar sumarið 1934 greiddu alls atkvæði 52 440 manns
eða 81.5 o/o af allri kjósendatölunni á landinu.
Síðan 1874 hefur kosningahluttakan verið:
Á öllu Á öllu
landinu landinu
1874 .... . . . 19.6 o/o 1894 .... ... 26.0 %
1880 .... . . . 24.7 — 1900 .... . . . 48.7 —
1886 .... . . . 30.6 — 1902 .... . . . 52.6 —
1892 .... . . . 30.5 — 1903 .... . . . 53.4 —