Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1935, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1935, Blaðsíða 9
Alþingiskosningar 1934 7 Þar sem atlwæöa- Á öllu Þar sem atkvæöa- Á öllu greiösla fór fram landinu greiösla fór fram landinu 1908 .... 75.7 »/o 72.4 % 1923 .. . 75.6 % 70.9 % 1911 .. .. 78.4 — 78.4 — 1927 . . . 71.5 — 71.5 — 1914 .... 70.o — 55.8 - 1931 ... 78.2 — 78.2 — 1916 . .. . 52.6 — 48.2 — 1933 . . . 71.2 — 70.1 — 1918 . .. . 43.8 — 48.8 - 1934 . . . 81.5 — 81.5 — 1919 .... 58.7 — 45.4 — Árið 1908 var fyrsl farið að kjósa skriflega í hverjum hreppi, en áður var kosið munnlega á einum stað í hverju kjördæmi. Var þá auð- vitað erfiðara að sækja kjörfund og kosningahluttaka því fremur lítil. Þó komst hún upp í um og yfir helming kjósenda við síðustu munnlegu kosningarnar um og eftir aldamótin. En þegar farið er að kjósa í hverj- um hreppi vex hluttakan mikið og mest var hún 78.4 o/o við kosningarn- ar 1911. Síðan varð hún minni, einkum 1916, er kvenfólkið bættist við í kjósendatöluna, og 1918, er atkvæðagreiðsla fór fram um sambands- lögin. Þá varð hluttakan aðeins 43.8 o/o af kjósendatölunni og stafaði það af því, hve mótstaðan gegn þeim var lítil. Síðan 1923 hefur hluttakan aftur verið miklu meiri. Með lögum 1923 var leyft að kjósa bréflega heima hjá sér vegna elli og vanheilsu, en sú heimild var feld burt árið eftir. Aftur á móti var með lögum 1925 leyft að hafa fleiri en einn kjörstað í hreppi og hefir sú heimild verið notuð á ýmsum stöðum svo sem sjá má á töflu I (bls. 20). Við kosningarnar 1934 var kosninga- hluttakan meiri heldur en nokkru sinni áður, eða 8I.5O/0. Mest hefir hún áður verið 78.4 0/0 árið 1911, og 78.2% árið 1931. Þegar lifið er sérstaklega á hluttöku karla og kvenna í kosning- unum, þá sést, að hluttaka kvenna er minni en hluttaka karla. Við kosningarnar 1934 greiddu atkvæði 88.2 °/o af karlkjósendum, en ekki nema 75.3 0/0 af kvenkjósendum. Við kosningarnar 1933 voru bæði þessi hlutföll lægri (80.4 og 63.2), en framförin er töluvert meiri meðal kvenna en karla. I töflu I (bls. 20) sést, hve margir af kjósendum hvers kjördæmis hafa greitt atkvæði við kosningarnar 1934. Hve mikil kosningahlutakan var hlutfallslega í einstökum kjördæmum sést á 1. yfirlitstöflu (bls. 8). Mest var kosningahluttakan á ísafirði (93.6 °/o), en minst var hún í Vestur- ísafjarðarsýslu (70.9 %). Á ísafirði var kosningahluftakan mest bæði meðal karla og kvenna (96.4 0/0 og 91.1 °/o), en minst í Vestur-ísafjarðar- sýslu (79.4 % og 62.8 °/o). I einu kjördæmi aðeins var hluttaka karla í kosningunum minni en 80%, en í 14 kjördæmum var hluttaka kvenna þar fyrir neðan.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.