Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1935, Qupperneq 14

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1935, Qupperneq 14
12 Alþingiskosningar 1934 266), en aðalmunurinn liggur sami í þeim seðlum, sem ógildir hafa verið metnir af öðrum ástæðum (280 nú, en 825 næst á undan). Stafar það væntanlega af því, að svo hefur verið litið á, að kosningalögin nýju ætl- uðust til minni strangleika í þessum sökum heldur en áður hefur tíðkast. Hve mörg atkvæði urðu ógild í hverju kjördæmi við kosningarnar 1934, sést á töflu III (bls. 28—36), en í 1. yfirliti (bls. 8) er sýnt, hve mikl- um hluta þau námu af öllum greiddum atkvæðum í kjördæminu. Tiltölu- lega flest ógild atkvæði voru í Snæfellsnessýslu (2.2 °/o), en fæst í Mýra- sýslu, aðeins 2 auðir seðlar, en enginn ógildur af öðrum sökum. 6. Frambjóðendur og þingmenn. Candidats et repvésentants élus. Við kosningarnar 1934 voru alls í kjöri 196 frambjóðendur og eru þeir allir taldir upp með nafni, stétt og aldri í töflu III (bls. 28—36). Eru það miklu fleiri frambjóðendur en nokkru sinni áður. Áður hafa þeir verið flestir 113, við kosningarnar 1933. í Reykjavík voru 64 frambjóðendur á 6 framboðslistum. I 1 kjördæmi var frambjóðendatala tvöföld á við þingmannssæti, í 4 kjördæmum þreföld, í 11 kjördæmum fjórföld, í 2 kjördæmum 4V2-föld, í 7 kjördæmum 5-föld og í einu kjördæmi 6-föld. Af 36 kjördæmaþingmönnum, sem sáfu á alþingi veturinn 1934, buðu 32 sig fram aftur í sama kjördæmi, og voru 27 þeirra endur- kosnir, en aðeins 4 drógu sig alveg í hlé. Við kosningarnar 1934 voru kosnir 11 nýir kjördæmaþingmenn. Af þeim höfðu 8 aldrei setið á þingi fyr, einn hafði verið landskjörinn þingmaður á næsta þingi á undan (Jónas ]ónsson), en 2 höfðu verið þingmenn áður, þótt ekki hefðu þeir átt sæti á næsta þingi á undan kosningunni (]ón Auðun ]ónsson og Sigurjón Á. Olafsson). Auk þess voru kosnir 11 uppbótar- þingmenn eða landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, sam- kvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar frá 1934. 3 þeirra höfðu setið á næsta þingi á undan (Guðrún Lárusdóttir og ]ón Baldvinsson sem landskjörnir þingmenn og ]ón Sigurðsson sem kjördæmisþingmaður), 1 hafði verið þingmaður áður, en ekki setið á næsta þingi á undan (Magnús Torfason), en 7 höfðu aldrei setið á þingi fyr. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af frambjóðendunum við 5 síð- ustu kosningar bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve margir utan þess: Frambjóöendur alls Þingmenn 1923 1927 1931 19)3 1934 1923 1927 1931 1933 1934 Innanhéraðs .... 51 57 61 60 131 24 24 26 22 29 Utanhéraðs 26 34 43 53 65 12 12 10 14 20 Samtals 77 91 104 113 196 36 36 36 36 49

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.