Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Blaðsíða 12
10 Alþingiskosmngar 1956 Bréfleg atkvæðagreiðsla var langmest notuð við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1944, er framundir x/6 atkvæðanna voru bréfleg atkvæði, enda voru þá leyfðar heima- kosningar í ríkum mæli vegna sjúkleika, elli og heimilisanna. Áður hafa heima- kosningar aðeins verið leyfðar við einar kosningar, 1923, og þá aðeins þeim, sem ekki voru ferðafærir á kjörstað sakir elli eða vanheilsu, eu sú heimild var aftur úr lögum numin 1924. í töflu I (bls. 16) er sýnt, hve mörg bréfleg atkvæði voru greidd í hverju kjör- dæmi við kosningarnar 1956, og í töflu II (bls. 17), hvernig þau skiptust niður á hreppana. En í 1. yfirliti (bls. 7) er samanburður á því, hve mörg koma á hvert 100 greiddra atkvæða í hverju kjördæmi. Sést þar, að Barðastrandarsýsla hefur verið hæst, með 14,3% allra greiddra atkvæða, en Austur-Skaftafellssýsla lægst, með 6,2%. Við kosningarnar 1956 voru 3 431 af bréflegu atkvæðunum eða 42,4% frá konum. Af hverju 100 karla og kvenna, sem greitt hafa atkvæði, hafa kosið bréflega: Karlar Konur Karlar Konur 1934 7,7% 5,2% 1946 ■ • • • 15,1% 10,3% 1937 .. 15,3 ., 6,4 „ 1949 10,0 „ 5,8 „ 1942 ‘/7 .. 13,2 „ 9,4 „ 1953 10,3 „ 7,8 „ 1942 »/„ .... 8,1 „ 4,8 „ 1956 10,8 „ 8,3 „ 1944 17,7 „ 19,7 „ Hin háa tala kvenna 1944 stafar eingöngu af heimakosningunum, því að konur notuðu sér þær miklu meira en karlar. í skýrslu Hagstofunnar um kosningarnar 1949 er gerð grein fyrir bréflegri atkvæðagreiðslu við alþingiskosningarnar allt aftur til ársins 1916, og vísast til þess. 5. Auðir seðlar og ógild atkvæði. Blank and void ballots. Frá og með kosningunum 1934 hafa auðir seðlar og ógild atkvæði orðið (tala atkvæðaseðla og % af greiddum atkvæðum): Tala % Tnla % 1934 1,0 1944 lýðveldisstjórnarskrá .. .. 2 570 eða 3,5 1937 681 „ 1,2 1946 .. 982 „ 1,4 1942 ‘/7 809 „ 1.4 1949 „ 1,7 1942 »/,<> 908 „ 1,5 1953 .. 1344 „ 1,7 1944 sambandsslit ... 1 559 „ 2,1 1956 „ 2,0 Við kosningarnar 1956 voru 1 024 atkvæðaseðlar auðir og 653 ógildir. Námu auðu seðlarnir þannig 1,2% af greiddum atkvæðum, en ógildu seðlarnir 0,8% af þeim. Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir £ hverju kjördæmi sést í 3. yfirliti (bls. 12), en í 1. yfirliti (bls. 7) er sýnt, hve mikluin hluta þeir námu af öllum greiddum atkvæðum í kjördæminu. 6. Frambjóðendur og þingmenn. Candidates and elected members of Althing. Við kosningar 1956 voru alls í kjöri 239 frambjóðendur frá 5 stjórnmála- flokkum, þ. e. frá Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, Þjóðvarnarflokknum og einum nýjum flokki, Alþýðubandalaginu. Hinn síðast

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.