Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Blaðsíða 11

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Blaðsíða 11
Alþingiskosmngar 1956 9 verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í töflu II (bls. 17). í Reykjavík var 51 kjördeild, en annars staðar voru þær flestar 6, á Akureyri. Eftir tölu kjördeilda skiptust hreppar og kaupstaðir þannig: 1 kjördeild ......................'... 159 2 kjördeildir .......................... 35 3 20 4 12 6 ..................................... 1 51 kjördeild ............................. 1 228 3. Atkvæðagreiðsla utanlireppsmanna. Voters casting votes outside their communes. Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vottorði sýslumanns, að hann standi á annarri kjörskrá í kjördæminu og að hann hafi afsalað sér kosn- ingarétti þar. Við kosningarnar 1956 greiddu 162 menn atkvæði í öðrum hreppi heldur en þar, sem þeir stóðu á kjörskrá, og var það 0,2% af þeim, sem atkvæði greiddu alls. En með því að slíkar utanhreppskosningar geta aðeins átt sér stað í sýslum, en ekki í kaupstöðum, sem eru sérstök kjördæmi, er réttara að bera tölu þessara atkvæða saman við greidd atkvæði utan kaupstaðarkjördæma. Með því móti verður hlutfallstalan 1956 0,4%, en hún var 0,6% við alþingiskosningar 1953, 0,5% við forsetakjör 1952, 0,9% við alþingiskosningar 1949 og 0,7% við alþingiskosningar 1946. Af þeim, sem kusu á kjörstað utanhrepps 1956, voru 89 karlar, en 73 konur. í töflu I (bls. 16) er sýnt, hve margir kusu á þennan hátt í hverju kjördæmi á land- inu, og í 1. yfirliti (bls. 7), live margir það hafa verið í samanburði við þá, sem atkvæði greiddu alls í kjördæminu. Tiltölulega flestir hafa það verið í Norður- Þingeyjarsýslu (2,5%). 4. Bréfleg atkvæði. Votes by letter. Þeir, sem staddir eru, eða gera ráð fyrir að vera staddir, utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi, mega greiða atkvæði bréflega fyrir kjörfund í skrifstofu sýslumanns eða bæjar- fógeta, hjá hreppstjóra, um borð í íslenzku skipi, hjá íslenzkum sendiráðum og útsendum ræðismönnum erlendis, svo og lijá íslenzkum kjörræðismönnum, sem eru af íslenzku bergi brotnir og skilja íslenzku. Við kosningarnar 1956 greiddu bréflega atkvæði 8 083 menn eða 9,6% af þeim, sem atkvæði greiddu alls. Við kosningar frá og með 1934 hefur þetta hlutfall verið: 1934 7,9% 1946 12,7% 1937 1949 7,9 „ 1942 5/7 11,4 „ 1953 9,1 „ 1942 ">/l0 6,5 „ 1956 9,6 „

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.