Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Page 7

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Page 7
Irmgangur. Introduction. 1. Tala kjósenda. Number of registered electors. í lögum nr. 80/1942, um kosningar til Alþingis, er svo fyrir mælt, að almennar, reglulegar alþingiskosningar skuli fara fram síðasta sunnudag í júnímánuði. Almenn* ar kosningar höfðu síðast farið fram sumarið 1953, og umboð þingmanna átti þar af leiðandi, án þingrofs, að standa til sumars 1957, en Alþingi var rofið frá og með 24. júní 1956 og efnt til nýrra kosninga þann dag. Var þetta gert með forsetabréfi 27. marz 1956. Við alþingiskosningarnar 24. júní 1956 var tala kjósenda á kjörskrá 91 618 eða 56,8% af íbúatölu landsins, miðað við það, að bún hafi verið 161 300 um mið- bik ársins. Síðan kosningaréttur var aukinn síðast, með stjórnarskrárbreytingunni 1934, hefur kjósendatalan verið sem hér segir: ^ ^ t °/ í kjósenda fbúatölu 1934, alþmgiskosningar.......................... 64 338 56,4 1937, alþingiskosningar......................... 67 195 57,1 1942, alþingiskosningar, 5. júli............ 73 440 59,7 1942, alþingiskosningar, 18. október............ 73 560 59,7 1944, þjóðaratkvæðagreiðsla .................... 74 272 58,5 1946, alþingiskosningar......................... 77 670 59,0 1949, alþingiskosningar......................... 82 481 58,7 1952, forsetakjðr ............................. 85 877 58,2 1953, alþingiskosningar........................ 87 601 58,4 1956, alþingiskosningar......................... 91 618 56,8 Lækkun sú á kjósendahlutfallinu, sem þessar tölur sýna, stafar af ýmsum ástæðum. Aðalástæða lækktmarinnar frá því í alþingiskosningum 1953 er sjálf- sagt sú, að fæðingatalan hefur verið mjög há á seinni árum, en hins vegar hefur tala einstaklinga, sem náð hafa 21 árs aldri og því bætzt í kjósendahópinn, verið tiltölulega lág, vegna lágrar fæðingatölu á árunum 1933—1935. Afleiðingin er sú, að hlutdeild þess hluta landsmanna, sem kosningarétt hefur, verður minni. í öðru lagi gætir þess hér, að kjörstjórnir telja nú yfirleitt ekki lengur í kjósendatölunni dána menn og þá, sem öðlast ekki kosningarétt fyrr en eftir kjördag á kjörskrár- árinu. í þriðja lagi hefur sennilega kveðið minna að því í síðustu kosningum en áður, að menn væru á kjörskrá í fleiri en einu umdæmi. Kjörskrár byggðust nú í fyrsta sinn á kjörskrárstofnum Þjóðskrárinnar — samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 31/1956 um þjóðskrá og almannaskráningu — og hefur það sennilega fækkað tvítöldum kjósendum, þó að hin nýja tilhögun þessara mála takmarki ekki á neinn hátt rétt sveitarstjórna og annarra hlutaðeigenda til að ákveða, hverjir skuli vera á kjörskrá og hverjir ekki. í skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningarnar 1949 (nr. 129) er, á bls. 5, yfirlit um kjósendatölu við allar alþingiskosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.