Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Page 5

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Page 5
Inngangur. Introduction. 1. Forsetakjör 1968. Presidential election 1968. Samkvæmt lögum nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta íslands, skal reglulegt kjör forseta fara fram siðasta sunnudag í júnímánuði fjórða hvert ár. í áramótaræðu sinni á nýársdag 1968 lýsti Ásgeir Ásgeirsson forseti þvi yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs við forsetakjör 1968. Ásgeir Ásgeirsson var fyrst kjörinn forseti árið 1952, og endurkjörinn án kosningar 1956, 1960 og 1964, enda var hann einn í kjöri þau ár. Sveinn Björnsson, fyrsti forseíi íslands, var þingkjörinn 17. júní 1944 og síðan tvívegis þjóðkjörinn án kosningar — árin 1945 og 1949 — og gegndi embætti forseta til dauðadags, 25. janúar 1952. Samkvæmt ofan greindum lögum skal forsætisráðherra auglýsa kjör forseta eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag, og tiltaka hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis í hverjum landsfjórðungi í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar. Samkvæmt 5. gr. stjórnarskrárinnar skal forsetaefni hafa meðmæli minnst 1 500 kosningabærra manna og mest 3 000. Hinn 29. febrúar 1968 gaf forsætisráðherra út auglýsingu um kosningu forseta sunnudaginn 30. júní 1968. í auglýsingunni var ákveðin eftirfar- andi skipting tölu meðmælenda á landsfjórðunga: Lág- Há- mark murk Sunnlendingafjórðungur (V-Skaft.—Borgarfj.)............. 1 040 2 085 Vestfirðingafjórðungur (Mýrasýsla—Strandasýsla) ............. 130 265 Norðlendingafjórðungur (V-Hún.—S-Þing.) ..................... 230 455 Austfirðingafjórðungur (N-Þing.—A-Skaft.) ................... 100 195 I fyrr greindum lögum, nr. 36/1945, er svo fyrir mælt, að framboðum til forsetakjörs skuli skila í hendur dómsmálaráðunevtisins, ásamt sam- þykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörs- stjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag. Hinn 27. maí 1968 var auglýst, að frestur til að skila framboðum hefði runnið út laugardaginn 25. maí, og að í kjöri væru tveir frambjóðendur, þeir dr. jur. Gunnar Thoroddsen sendiherra (fæddur 29 desember 1910) og dr. phil. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður (fæddur 6. desember 1916).

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.