Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Side 10
8
Forsetakjör 1968
dæminu og hafi afsalað sér kosningarrétti þar. Við forsetakjörið 1968
greiddu 68 karlar og 57 konur, eða alls 125 kjósendur, atkvæði á kjördegi
i öðru sveitarfélagi en þar, sem þeir stóðu á kjörskrá, og var það 0,1% af
þeim, sem greiddu atkvæði alls. f 1. yfirliti hér i innganginum kemur fram,
að kjósendur, sem greiddu atkvæði með þessum hætti, voru lilutfallslega
flestir i Austurlandskjördæmi, eða 0,9%.
5. Auðir seðlar og ógild atkvæði.
Blank ancl void ballots.
Frá og með kosningum 1937 hafa auðir seðlar og ógild atkvæði verið
sem hér segir (tala atkvæðaseðla og % af greiddum atkvæðum):
Tola V. Tala 7.
1937 . 681 1,2 1953 1 344 1,7
1942 8/, 809 1,4 1956 1 677 2,0
1942 18/10 908 1,5 1959 28/„ 1 359 1,6
1944 sambandsslit . 1 559 2,1 1959 25/10 1 331 1,5
1944 lýðveldisstjórnarskrá . . 2 570 3,5 1963 1 606 1,8
1946 982 1,4 1967 1 765 1,8
1949 . 1 213 1,7 1968 forsetakjör 918 0,9
1952 forsetakjör . 2 223 3,2
Við forsetakjör 1968 voru 676 seðlar auðir og 242 ógildir. Námu auðu
seðlarnir þannig 0,7% af greiddum atkvæðum, en ógildir 0,2% af þeim.
Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir í hverju kjördæmi
sést í töflu II A (bls. 15), en í töflu II B (bls. 15), og í 1. yfirliti liér í
innganginum sést, hve miklura hluta þeir námu af öllum greiddum atkvæð-
um í kjördæminu.
Tiltölulega flestir auðir seðlar voru i Reykjavík (0,8%), en fæstir í
Vesturlandskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra (0,4%). Ógildir at-
kvæðaseðlar voru tiltölulega flestir í Reykjanes- og Vesturlandskjördæmi
(0,3%), en fæstir i Norðurlandskjördæmi eystra (0,1%).
6. Úrslit forsetakjörs.
Election results.
Úrslit forsetakjörsins urðu þessi:
Gunnar Thoroddsen .......... hlaut 35 428 atkvæði
Kristján Eldjárn............ hlaut 67 544 atkvæði
Iíristján Eldjárn var þannig kjörinn forseti íslands fyrir timabilið
1. ágúst 1968 til 31. júlí 1972.
í töflu II A og B (bls. 15) sést, hvernig atkvæði féllu í hverju kjördæmi
og hvernig þau skiptust hlutfallslega. Að slepptum auðum og' ógildum
atkvæðum hlaut Gunnar Thoroddsen 34,4% gildra atkvæða og Kristján
Eldjárn 65,6%.
í Reykjavík og Reykjanesumdæmi hófst talning atkvæða þegar á
kvöldi kosningardags, og talningu var alls staðar lokið siðla dags mánu-
daginn 1. júlí 1968.