Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Síða 13

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Síða 13
Alþingiskosmngar 1971 11 Frambjóðendur við kosningarnar 1971 eru allir taldir með stöðu og heimilis- fangi í töflu II á bls. 19. Við kosningarnar 1971 voru í kjöri 53 þingmenn, sem setið höfðu sem aðal- menn á næsta þingi á undan. Af þessum frambjóðendum náði 41 kosningu, annað hvort sem kjördæmakosnir þingmenn eða uppbótarþingmenn. Þingmeim undan- farins kjörtímabils, sem ekki voru í kjöri, voru Bjarni Benediktsson (lézt 10/7 1970), Bjartmar Guðmundsson, Ólafur Björnsson, Pétur Benediktsson (Jézt 29/6 1969), Sigurður Bjarnason, Sigurvin Einarsson, og Skúli Guðmundsson (lézt 5/10 1969). Þeír þingmenn, sem náðu ekld kosningu. voru Birgir Finnseon, Birgir Kjaran, Bragi Sigurjónsson, Karl Guðjónsson og Steingrímur Pálsson. Auk þeirra Emil Jónsson, Jón Þorsteinsson, Jónas Pétursson, Jónas G. Rafnar, Sigurður Ingimundar- son, Sveinn Guðmundsson og Sverrir JúJíusson, en þessir menn voru í neðsta eða næstneðsta sæti lista síns í viðkomandi kjördæmi. Hinir 19 nýkosnu þingmenn voru: Bjarni Guðnason, Ellert B. Schram, Garðar Sigurðsson, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, HeJgi Friðriksson Seljan, Karvel Pálmason, Lárus Jónsson, Magnús Torfi ÓJafsson, Oddur Ólafsson, Ólafur G. Einarsson, Pétur Pétursson, Ragnar Arnalds, Ragnhildur Helgadóttir, Stefán Gunnlaugsson, Steingrímur Hermannsson. Svava Jakobsdóttir, Sverrir Hermannsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fimm þessara þingmanna hafa verið kjörnir sem aðalmenn á þing áður: Gunnar Thoroddsen (1934—1937 og 1942—1965), Ragnhildur Helgadóttir (1956—1963), Þorvaldur G. Kristjánsson (sumarið 1959 og 1963—1967), Pétur Pétursson (1956 til sumars 1959) og Ragnar Amalds (1963—1967). Tveir liinir siðast töldu þing- menn höfðu auk þess setið á þingi sem varamenn. Vegna andláts Bjarna Benediktssonar tók Geir Hallgrímsson sæti á AJþingi sem aðalmaður haustið 1970, en hafði oft setið á þingi sem varamaður. Þrír aðrir lúnna 19 ofan töldu þingmanna höfðu áður setið sem varamenn: HeJgi Friðriksson Seljan, Steingrímur Hermanns- son og Sverrir Hermannsson. Þeir sem ekki hafa áður átt sæti á Alþingi eru: Bjarni Guðnason, Ellert B. Schram, Garðar Sigurðsson, Karvel Pálmason, Lárus Jónsson, Magnús T. Ólafsson, Oddur Ólafss on, Ólafur G. Einarsson, Stefán Gunnlaugsson og Svava Jakobsdóttir. Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af þeim, sem þingsæti náðu við 8 síðustu kosningar, bjuggu í kjördæminu, sem þeir huðu sig fram í, og hve margir utan þess. 1949 1953 1956 "/, 1959 “/„ 1959 1963 1967 1971 Innanhéraðs...... 34 38 36 39 49 45 49 51 Utanhéraðs....... 18 14 16 13 11 15 11 9 Samtals 52 52 52 52 60 60 60 60 Átta af utanhéraðsþingmönnum voru búsettir í Reykjavík. í töflu III C (bls. 30) og töflu IV C (bls. 35) er getið um fæðingarár og -dag allra þeirra, sem hlutu kosningu 1971. Eftir aldri sldptust þeir þannig: Yngri en 30 ára 30—39 ára.................... 8 40—49 „ .................... 21 50—59 „ .................... 17 60—69 ára........................ 14 70 ára og eldri.................. - Samtals 60 Elztur þeirra, sem kosningu náðu, var Hannibal Valdimarsson, 68 ára, en yngstur Ellert B. Schram, 31 árs. í töflu II (bls. 19) eru sýndir framboðslistar í kjör- dæmunum og menn á þeim við kosningarnar 1971, en í töflu III C (bls. 30) eru 2

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.