Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Qupperneq 14

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Qupperneq 14
12 Alþingiskosningar 1971 bókstafir aftan við hvern kjördæmiskosinn þingmann og varamenn, er sýna til livaða flokks þeir töldust, þegar kosning fór fram. 7. Úrslit kosninganna. The oulcome of the elections. í töflu III A (bls. 30) sést, hver urðu úrslit kosninganna í hverju kjördæmi og hvernig gild atkvæði féllu á hvern framboðslista. Gild atkvæði voru alls 105 395 og skiptust þau sem hér segir á flokkana (til samanburðar eru tilsvarandi tölur frá kosningunum 1967): 1971 1967 Atkvæói Hlutfall Atkvæði Hlutfall Sjálfstæðisflokkur 38 170 36,2 36 036 37,5 Framsóknarflokkur 26 645 25,3 27 029 28,1 Alþýðubandalag 18 055 17,1 16 923 17,6 Alþýðuflokkur 11 020 10,5 15 059 15,7 Samtök frjálslyndra og vinstri manna 9 395 8,9 - - Framboðsflokkur 2 110 2,0 - - óháði lýðræðisflokkurinn 1 043 1,1 Samtals 105 395 100,0 96 090 100,0 Tafla III B (bls. 30) sýnir lilutfallslega skiptingu atkvæða á flokkana eftir kjördæmum og á öllu landinu. 8. Úthlutun uppbótarþingsæta. Allocation of supplementary seats. í töflu III A (bls. 30) sést, livernig atkvæði liafa fallið í hverju kjördæmi. Þegar landskjörstjórn hafa borizt skýrslur um kosningarnar í kjördæmunum, skal hún útliluta 11 upphótarþingsætum til jöfuunar milli þingflokka, þannig að hver þeirra fái þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við kosningarnar. Þingflokliur í þessu sambandi telst aðeins sá flokkur, sem komið hefur að þingmanni í einhverju kjördæmi. Atkvæðatala þeirra fimm flokka, sem fengu þingmeun kosna í kjördæmum, og tala hinna kosnu þingmanna var þessi: Atkvæði Kosnir þingmenn Atkvæðamngn á þingmann Sjálfstæðisflokkur 38 170 20 1 908lo/2o Framsóknarflokkur 26 645 17 1 567%, Alþýðubandalag 18 055 7 2 5792/7 Alþýðuflokkur 11 020 2 5 510 Samtök frjálslyndra og vinstri manna 9 395 3 3 131% Lægsta meðaltalið telst hlutfallstala kosninganna og miðast úthlutun uppbót- arþingsæta við hana. Hve mörg uppbótarþingsæti hver þingflokkur skuli hljóta, finnst með því að dcila í atkvæðatölu lians með tölu þingmanna flokksins kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o. s. frv. Uppbótarþingsætun- um er síðan úthlutað til þingflokka eftir útkomunum við þessar deihngar, þannig að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess þingflokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess sem á hana næstliæsta, og síðan áfram eftir hæð útkomutalnanna,

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.