Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Blaðsíða 9
Formáli Preface Skýrsla sú um alþingiskosningar 25. apríl 1987, sem hér birtist, er hin 29. x röð útgefinna skýrslna um kosningar á íslandi. í C-deild Stjómartíðinda árið 1882 var birt skýrsla um alþingiskosningamar 1880 og aukakosningar 1881. Skýrslugerðin féll svo niður eftir það, uns Klemens Jónsson samdi eftir fáanlegum heimildum skýrslu um allar almennar þing- kosnir.gar 1874—1911, og birti í Landshagsskýrslum 1912. Við stofnun Hagstofunnar árið 1914 tók hún við gerð kosningaskýrslna og tóku fyrstu skýrslumar til alþingiskosninga árin 1908-1914 og vom birtar í ritröðinni Hagskýrslur Islands. I þeirri ritröð hafa verið gefin út 27 rit um kosningar. Af þeim em 22 um 27 almennar alþingiskosningar, þrjú um forseta- kosningar og tvö um þjóðaratkvæðagreiðslur. Skýrslur um þrjár aðrar þjóðaratkvæða- greiðslur fylgdu skýrslum um alþingiskosningar sem fóm fram á sama tíma, en fyrir kosn- ingum landskjörinna þingmanna 1916-1930 og aukakosningum var gerð grein í skýrslu um næstu almennar alþingiskosningar á eftir. Auk þessa hefur Hagstofan tekið saman skýrslur um sveitarstjómakosningar 1930-1986 og birt í Hagtíðindum. Þess má geta, að á þeim hart- nær 43 ámm, sem liðu frá stofnun lýðveldisins til síðustu alþingiskosninga, hefur verið kosið 14 sinnum til Alþingis. Fyrstu alþingiskosningamar eftir stofnun lýðveldisins fóm fram á árinu 1946 og frá því hafa að meðaltali liðið 3 ár og 1 '/2 mánuður milli alþingiskosninga. Skýrslur um alþingiskosningar hafa breyst talsvert í áranna rás, þótt skýrslugerðarefnið hafi verið hið sama, og hefur það fyrst og fremst ráðist af breytingum á kosningalögum og kjördæmaskipan. Vegna breytinga á stjómskipunarlögum árið 1984 og á kosningalögum það ár og árið 1987 er þessi skýrsla með talsvert öðm sniði en verið hefur um alþingiskosningar frá því kjördæmaskipaninni var breytt árið 1959. Auk þess sem greint er ítarlega frá fjölda kjósenda á kjörskrá, framboðum, atkvæðagreiðslu og úrslitum kosninga, svo sem verið hefur, hefur endurskipulagning skýrslunnar nú miðað að því fyrst og fremst, að það komi fram hvemig þingsætum er úthlutað og endanleg úrslit fengin. Heimildir þær um alþingiskosningamar 25. apríl 1987, sem þessi skýrsla byggist á, em eftirfarandi: 1. Tölur um kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði em eftir skýrslum undirkjörstjóma, sem þær gera á eyðublöð, sem Hagstofan lætur í té. 2. Upplýsingar um framboðslista, þ.m.t. nöfn, starfsheiti og heimilisföng frambjóðenda, em eftir auglýsingum yfirkjörstjóma þar að lútandi, en þær hafa verið samræmdar. Þar sem upplýsingaratriði hefur vantað í auglýsingu hefur þeim verið bætt í eftir öðmm heimildum, svo sem frambjóðendum sjálfum eða starfsmönnum framboðsaðila. Fullt heimilisfang er ritað ef það er í strjálbýli, en annars er aðeins getið þéttbýlisstaðar. 3. Töflur um kosningaiírslit og úthlutun þingsæta em fengnar úr skýrslum yfirkjörstjóma til landskjörstjómar og úr skýrslum landskjörstjómar til Hagstofunnar, en hún hefur sjálf skipulagt framsetningu efnisins. A Hagstofunni hefur Guðni Baldursson, deildarstjóri, annast skipulagningu og gerð þessar- ar skýrslu og búið hana til prentunar. Hagstofa íslands, í ágúst 1987 Hallgrímur Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.