Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Síða 11

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Síða 11
Inngangur Introduction 1. Breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum Changes in the Constitution and the General Elections Law Alþingi samþykkti í mars 1983 frumvarp til stjómarskipunarlaga um breytingar á stjómar- skránni. Eins og mælt er fyrir í henni var þing þá rofið og efnt til kosninga í apríl 1983. Hið nýja þing samþykkti frumvarpið óbreytt vorið 1984 og varð það að stjómarskipunarlögum nr. 65 30. maí 1984. Breytingamar varða 31., 33. og 34. grein stjómarskrárinnar nr. 33 17. júní 1944. Tveimur fyrri greinunum hefur verið breytt áður, 31. grein um kjördæmaskipan og tölu þingmanna með stjómarskipunarlögum nr. 51 14. ágúst 1959, og 33. grein um kosningarrétt rneð stjómarskipunar- lögum nr. 9 5. apríl 1968. Breytingar á 31. grein stjómarskrárinnar em þær, að þingsæti verða 63 í stað 60, og að fellt er niður svo kallað kjördæmakjör og landskjör. Kjördæmin em jafnmörg og óbreytt frá því sem verið hefur síðan 1959. Bundin er í stjómarskrá lágmarkstala þingsæta í hveiju kjördæmi, en kosningalög kveða á um skiptingu þingsæta milli kjördæma að öðm leyti. Lágmarkstala sú sem bundin er í stjómarskrá er hin sama og tala kjördæmiskjörinna þingmanna hefur verið síðan 1959, nema í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Þar er hún 14 þingsæti og 8 í stað 12 og 5. Átta þingsætum að minnsta kosti skal ráðstafa til kjördæma fyrir hveijar kosningar samkvæmt á- kvæðum í kosningalögum, og heimilt er að ráð- stafa einu þingsæti til viðbótar til kjördæmis að loknum hveijum kosningum samkvæmt ákvæð- um í kosningalögum. Við úthlutun þingsæta samkvæmt kosninga- úrslitum skal gæta þess svo sem kostur er að hver þingflokkur fái þingmannatölu f sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína. Er þá heimilt að úthluta allt að fjórðungi þingsæta hvers kjör- dæmis, þeim sem bundin eru og þeim sem ráð- stafað er fyrir hverjar kosningar, með hliðsjón af kosningaúrslitum á landinu öllu. Sama á við um úthlutun þess sætis sem ráðstafað er til kjördæm- is að kosningum loknum. Kosningarréttur var rýmkaður með breytingu á 33. grein stjómarskrárinnar. Lágmarksaldur kjósenda er færður úr 20 árum í 18 ár, lögræðis- sviptingu fylgir ekki lengur missir kosningar- réttar, og óflekkað mannorð er ekki lengur skil- yrði fyrir honum. Jafnframt er heimilað að leyfa undantekningu frá skilyrðinu um lögheimili á Islandi með ákvæði í lögum um kosningar til Alþingis. Breyting sú, sem um er að ræða í 34. grein um kjörgengi, er gerð til þess að óflekkað mannorð haldist sem skilyrði kjörgengis, þrátt fyrir rýmkun kosningarréttar í þessu tilliti. Jafnframt stjómarskrárbreytingunni sam- þykkti Alþingi vorið 1984 lög nr. 66 1. júní 1984 um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis nr. 52 14. ágúst 1959, og aftur vom gerðar breyt- ingar á þeim með lögum nr. 2 5. mars 1987. Samkvæmt 1. grein kosningalaga eins og þau eru nú eiga kosningarrétt við kosningar til Alþingis allir sem 1. em 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram, 2. eiga íslenskan ríkisborgararétt og 3. eiga lögheimili hér á landi eða hafa átt það á síðustu fjórum ámm talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.