Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Qupperneq 20
18
Alþingiskosningar 1987
lög fyrir alþingiskosningamar 1923, en hún var
síðan afnumin 1924, því að hætt þótti við mis-
notkun.
Eftir eldri kosningalögum þurftu atkvæði
greidd utan kjörfundar að vera komin í kjördeild,
þar sem hlutaðeigandi var á kjörskrá, áður en
kjörfundi lyki. Þessu var breytt með núgildandi
kosningalögum, nr. 52/1959. Samkvæmt 5.
málsgrein 71. greinar þeirra laga er nægjanlegt,
að bréfi með utankjörfundaratkvæði sé komið í
einhveija kjördeild þess kjördæmis, þar sem hlut-
aðeigandi er á kjörskrá, áður en kjörfundi lýkur.
Skulu kjörstjómir senda slík bréf aðskilin til
yfirkjörstjómar. Við alþingiskosningar 1987 bár-
ust 1.786 atkvæði með þessum hætti.
I töflu 1 er sýnt, hve mörg atkvæði vom
greidd utan kjörfundar í hvetju kjördæmi við
alþingiskosningar 1987, og einnig hvemig þau
skiptust á sveitarfélög.
Við alþingiskosningar 1987 greiddu atkvæði
utan kjörfundar 15.455 menn, eða 10,0% af
þeim, sem atkvæði greiddu alls. í 7. yfuliti er
þetta hlutfall við kosningar frá og með 1916 sýnt.
Við alþingiskosningar 1987 vom 6.545 af
utankjörfundaratkvæðum, eða 42,3%, frá kon-
um. I 7. yfirliti sést hve margir af hveiju hundr-
aði karla og kvenna, sem greitt hafa atkvæði, hafa
kosið bréflega. Hátt hlutfall kvenna 1918, 1923
og 1944 stafar eingöngu af heimakosningum, því
að konur notuðu sér þær miklu meira en karlar.
í 5. yfirliti er samanburður á því, hve mörg
utankjörfundaratkvæði komu á hvert 100 greiddra
atkvæða í hvetju kjördæmi. Sést þar, að Austur-
landskjördæmi var með tiltölulega flest utan-
kjörfundaratkvæði, eða 19,9%, en Reykjaneskjör-
dæmi og Reykjavík fæst eða með 6,7% og 7,5%.
í 8. yfirliti sést, hve margir karlar og konur
greiddu atkvæði bréflega í hvetju kjördæmi við
alþingiskosningar 1987, og þar sést einnig, hve
mörg þeirra bámst beint til yfirkjörstjómar.
6. Atkvæðagreiðsla í annarri kjördeild á kjördegi
Voting on election day in a polling area other than that of registration
Samkvæmt alþingiskosningalögum (sjá 82.
grein laga nr. 52/1959) má kjörstjóm leyfa
manni, sem ekki stendur á kjörskránni, að greiða
atkvæði, ef hann sannar það með vottorði, að
hann standi á annarri kjörskrá í kjördæminu og
hafi afsalað sér kosningarréttí þar, og sé vott-
orðið gefið út af undirkjörstjóm þeirrar kjördeild-
ar. Þýðing þessa ákvæðis, sem hefur gilt síðan
1916, hefurfarið síminnkandi fráþjóðaratkvæða-
greiðslunni 1918, er 2,9% kjósenda neyttu þessa
réttar. Þá og allt tíl sumarkosninga 1959 vom
þessi atkvæði að hluta bréfleg atkvæði, sem kom-
ust ekki í heimakjördeild kjósenda áður en kjör-
fundi lyki. Við kosningamar 1987 greiddu 45
kjósendur atkvæði á kjördegi í öðm sveitarfélagi
en þar, sem þeir stóðu á kjörskrá, og vom það
0,03% af þeim, sem atkvæði greiddu á öllu land-
inu. I Reykjavík getur slík kosning utan sveitar-
félags að sjálfsögðu ekki átt sér stað, en í öllum
öðmm kjördæmum, og sé tala þessara atkvæða
borin saman við greidd atkvæði utan Reykja-
víkur, verður hlutfallstala þeirra 0,05%. Kjós-
endur sem greiddu atkvæði með þessum hætti,
vom flestir í Norðurlandskjördæmi vestra, 17.
Heimild 82. greinar kosningalaga nær einnig
til atkvæðagreiðslu í annarri kjördeild innan sama
sveitarfélags, og notfærðu 105 sér hana þannig
við kosningamar 1987. Flestir þeirra, 87,
greiddu atkvæði í húsi Sjálfsbjargar í Reykjavík,
en stóðu á kjörskrá á öðmm kjörstöðum þar.
Atkvæðagreiðsla af þessu tagi getur aðeins farið
fram þar sem kjördeildir em 2 eða fleiri í sveitar-
félagi. Hafa 0,09% þeirra sem greiddu þar at-
kvæði haft þennan hátt á, en 0,07% af öllum er
greiddu atkvæði á landinu.
1 8. yfirliti er sýnd tala þeirra karla og kvenna
sem kusu í hverju kjördæmi samkvæmt heimild
82. greinar kosningalaga, og f 5. yfirlití sést hlut-
fallstala þessara atkvæða af heildartölunni.