Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Page 23
Alþingiskosningar 1987
21
Borgaraflokks væri ógildur, þar eð skort hefði á
fulla tölu meðmælenda.
Úrskurði þessum var áfrýjað til landskjör-
stjómar, sem mat listann gildan, enda hefðu
henni borist nægilega margar yfirlýsingar með-
mælenda áður en hún kvað upp úrskurð sinn.
Þrír af fimm aðalmönnum og einn varamaður í
yfirkjörstjóm Vestfjarðakjördæmis sögðu af sér
störfum í framhaldi af þessum úrskurði.
Frá því að hlutfallskosningar vom teknar upp
í öllum kjördæmum með stjómarskrárbreyting-
unni 1959, hefur tala lista og frambjóðenda verið
sem hér segir:
Frambjóðendur
Listar Alls Karlar Konur
1959, október 35 438 402 36
1963 33 402 371 31
1967 35 450 406 44
1971 42 525 447 78
1974 46 556 459 97
1978 47 598 449 149
1979 37 474 355 129
1983 45 556 361 195
1987 64 958 521 437
Hlutdeild kvenna á framboðslistum hefur auk-
ist mikið. Hún var 8% haustið 1959, 35% 1983
og er orðin 46% 1987. í þremur efstu sætum á
lista er hlutdeild kvenna 36%. í 9. yfirliti er sýnd
tala frambjóðenda fyrir alþingiskosningarnar
1987, allra og þeirra sem vom í þremur efstu
sætum á lista, eftir kyni í hvetju kjördæmi og
fyrir hvert landsframboð. í 10. yfirliti er sýnd
tala karla og kvenna á hvetjum framboðslista.
Frambjóðendur við kosningamar 1987 eru
allir taldir með stöðu og heimilisfangi í töflu 2 á
bls. 39-49.
Af þeim þingmönnum sem kosnir vom 1983
vom 9 ekki í ffamboði: Ellert B. Schram, Garðar
Sigurðsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Kol-
brún Jónsdóttir, Kristín S. Kvaran, Láms Jóns-
son (sagði af sér þingmennsku 1. september
1984), Ólafur Jóhannesson (lést 20. maí 1984),
Tómas Amason (sagði af sér þingmennsku 27.
desember 1984) og Vilmundur Gylfason (lést 19.
júní 1983). A bls. 29 er getið þingmanna sem
vom í framboði en svo neðarlega á lista að þeir
stefndu augljóslega ekki að endurkjöri.
Haraldur Ólafsson og Stefán Benediktsson,
sem tóku sæti á Alþingi eftir lát Ólafs Jóhannes-
sonarog VilmundarGylfasonar, vom ekki í fram-
boði 1987.
8. Úrslit kosninganna
Outcome of the elections
í töflu 3 á bls. 50 sést hver urðu úrslit kosn-
inganna í hverju kjördæmi og hvemig gild at-
kvæði féllu á hvem framboðslista.
I sumum kjördæmum hófst talning atkvæða
síðdegis á kosningardaginn, og vom fyrstu tölur
þaðan birtar fljótlega eftir að kjörstöðum var lok-
að klukkan 23. Lengst stóð talning í Vestfjarða-
kjördæmi, og lágu lokatölur ekki fyrir fyrr en
nokkm eftir hádegi 26. apríl. Yfirkjörstjóm
Vesturlandskjördæmis, sem hafði lokið birtingu
talna síðla nætur, taldi síðar að ekki kæmu heim
og saman tala greiddra atkvæða samkvæmt skýrsl-
um undirkjörstjóma og tala atkvæðaseðla sem
taldir hefðu verið upp úr kössum. Atkvæða-
seðlar úr einni kjördeild fundust síðar ótaldir í
atkvæðakassa, sem var geymdur í vörslu lög-
reglu, en þá hafði verið haftn lögreglurannsókn á
málinu. Vom atkvæði þessi talin aðfaranótt 30.
apríl, og lá þá loks fyrir endanleg tala gildra at-
kvæða á landinu öllu.
Gild atkvæði á landinu öllu vom 152.722 og
skiptust á landsframboðin sem hér segir, og em
atkvæðatölur úr kosningunum 1983 til saman-
burðar:
1987 1983
Sjálfstæðisflokkur 41.490 50.251
Framsóknarflokkur 28.902 24.095
Alþýðuflokkur 23.265 15.214
Alþýðubandalag 20.387 22.490
Borgaraflokkur 16.588 •
Samtök um kvennalista 15.470 7.125
Flokkur mannsins 2.434 •
Þjóðarflokkur 2.047 •
Samlök um jafnrétti og
félagshyggju 1.893 •
Bandalag jafnaðarmanna 246 9.489
Sérframboð framsóknar- manna í Norðurlands-
kjördæmi vestra • 659
Utan flokka, sérframboð sjálfstæðra í Vestfjarða-
kjördæmi • 639
Alls 152.722 129.962