Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 209. tölublað 103. árgangur
SPIL ERU HLUTI
AF ALMENNU
FÉLAGSLÍFI
ÖLL FJÖLSKYLDAN
SAMAN Í REKSTRINUM
BJÓRREIÐ OG
SÖNGUR SEM
EKKI SVÍKUR
GISTIHEIMILIÐ VIÐ HAFIÐ 10 HESTASÝNINGAR Á VARMALÆK 12GÍSLI Í NEXUS 26
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu tryggði sér sæti á stórmóti í
fyrsta sinn og varð jafnframt fá-
mennasta þjóð í sögunni til þess að
vinna sér inn sæti á Evrópumótinu
þegar liðið gerði markalaust jafn-
tefli við Kasakstan á Laugardals-
velli í gærkvöldi.
Uppselt var á leikinn og stemn-
ingin á Laugardalsvelli var hreint
ólýsanleg. Eins og alda í hafi risu
bláklæddir stuðningsmenn íslenska
liðsins úr sætum sínum á loka-
mínútunum, hvöttu liðið til dáða og
biðu þess í örvæntingu að úkraínski
dómarinn flautaði leikinn af og
tryggði íslenska liðinu farseðilinn.
Að leik loknum flykktust þeir á
Ingólfstorg og fögnuðu áfanganum
með liðinu, en á Ingólfstorgi hafði
leikurinn verið sýndur á risaskjá
fyrir fjölda fólks sem ekki fékk
miða á leikinn.
„Ég á ekki til orð. Þetta er búið
að vera draumur síðan maður byrj-
aði að æfa fótbolta,“ sagði Aron
Einar Gunnarsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins, í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn, en hann
var rekinn af velli á 89. mínútu og
gekk niðurlútur af velli. Tilfinning-
arnar breyttust hratt þegar dóm-
arinn flautaði leikinn af. „Það var
ótrúlegt. Ég á aldrei eftir að
gleyma þessu augnabliki.“
Auk Íslands hafa aðeins England,
Tékkland og Frakkland tryggt sér
sæti á mótinu, síðastnefnda þjóðin
sem gestgjafi mótsins.
Heimir Hallgrímsson, annar
þjálfara íslenska landsliðsins, segir
andrúmsloftið á Laugardalsvelli
hafa verið frábært. „Ég tel að
frammistaða liðsins hafi ekki náð
hámarki í [gær]kvöld og það sé enn
rúm til þess að bæta liðið. Við för-
um óhræddir í alla leiki og setjum
upp leikplan sem miðar að því að
vinna leikinn. Ég fer ekki hræddur
inn í lokakeppnina og ég held að
þessi velgengni muni ekki stíga
leikmönnunum til höfuðs.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra segir sigurinn
vera sögulegan. Spurður hvort
hann hyggist fylgja liðinu til Frakk-
lands svarar hann játandi.
„Íslenska landsliðið hefur aldrei
tapað þegar ég hef mætt á völlinn.
Ég mun reyna að fylgja því eftir.“
Sigmundur sagðist þó ekki vera á
launaskrá hjá KSÍ. „Ég er lukkudýr
í sjálfboðavinnu!“ »4 og íþróttir
Morgunblaðið/Golli
Sigur „Það sögðu allir að maður kæmist aldrei á lokamót í fótbolta. Ég hef alltaf trúað því og það er orðið að veruleika,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, sem faðmaði Kolbein Sigþórsson að leikslokum.
Farmiðinn á EM gulltryggður
Markalaust jafntefli við Kasakstan Fámennasta þjóð
í sögu Evrópumótsins Fyrsta stórmót karlalandsliðsins
Morgunblaðið/Eggert
Fjör Íslenska landsliðið kom á Ingólfstorg og tók hið heimsfræga klefafagn.
Evrópumeistaramótið í Frakklandi bíður karlalandsliðsins í knattspyrnu
„Orðið að
veruleika“
Gylfi Þór Sigurðsson