Morgunblaðið - 07.09.2015, Page 2

Morgunblaðið - 07.09.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjármögnun hefur verið tryggð til byggingar 2.300 félagslegra íbúða á næstu fjórum árum. Þetta segir Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, en frumvörp um húsnæðismál er að finna á þing- málaskrá fyrir komandi þing. Ríkisstjórnin samþykkti viða- miklar aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga í vor. Auk frumvarpa Eyglóar um hús- næðismál er á þingmálaskránni að finna frumvarp Ólafar Nordal innan- ríkisráðherra um millidómsstig, frumvarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráð- herra, um Lánasjóð íslenskra náms- manna og frumvarp um búvöru- samninga sem lagt verður fram af Sigurði Inga Jóhannessyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra mun leggja fram þrjú frumvörp um skipulagsmál; um landsskipulag, innviðauppbyggingu náttúru- og menningarminja o.fl. auk næáttúruverndarfrumvarpsins sem stefnt er á að afgreiða fyrir 15. nóvember. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram frumvarp um opinber fjármál auk fjárlagafrumvarps. Búið að tryggja fjármagn  2.300 félagslegar íbúðir á 4 árum Um 4.800 farþegar voru með þeim fjórum skemmtiferðaskipum sem voru í Sundahöfn um helgina og lögðu í haf í gærkvöldi. Þetta var í fjórða sinn á þessu ári sem svo mörg skemmti- ferðaskip voru hér inni í einu, en alls koma 106 slík skip til Reykjavíkur á árinu. Skip helgar- innar voru Serenade of the Seas, Crystal Symph- ony, Amedena og Artania; öll stór og farþegar í hinu fyrstnefnda alls um 2.100. Nokkur skip eru væntanleg í haust en þegar því sleppir tekur annað við því hið fyrsta á nýju ári kemur í mars. „Vetrarsiglingar færast í vöxt,“ segir Gísli Gísla- son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem telur að skemmtiferðaskipin árið 2016 verði að minnsta kosti ekki færri en á líðandi ári. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Þúsundir farþega með fjórum stórskipum Síðasta stóra skemmtiferðaskipahelgi sumarsins í Sundahöfn Ökumaður jeppabifreiðar sem ekið var á strætisvagn í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú síðdegis í gær ók af vettvangi en skráningar- númer hans náðist. Þá stöðvaði lögregla bifreið í Túnahverfi um klukkustund síðar, en hún hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaðurinn ók bifreiðinni í leyfis- leysi og án ökuréttinda. Var hann talinn undir áhrifum fíkniefna. Aðfaranótt sunnudags dró til tíð- inda í miðbæ Reykjavíkur. Maður var handtekinn undir áhrifum fíkni- efna og með kannabisefni meðferðis eftir að hafa ekið utan í aðra bifreið. Klukkustund fyrr var maður í annarlegu ástandi handtekinn fyrir að hafa stokkið upp á vélarhlíf bif- reiðar og brotið framrúðu hennar með hnefanum. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en fjórir voru handteknir. Ók á strætó og stakk af Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja hf., gagnrýnir harðlega tilkynningu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér í gærkvöldi vegna niðurfellingar rannsóknar embættis sér- staks saksóknara á máli gegn Samherja hf. og tengdum félögum. Í tilkynningunni sagði Seðlabankinn ágalla í lagasetningu við breyt- ingu á lögum um gjaldeyrismál hafa haft áhrif á málið, þar sem ekki hefði verið hægt að kæra lögaðila fyrir brot á lögunum. Þá kom fram að Seðlabankinn myndi fara yfir málið og taka ákvörðun um framhaldið. Þorsteinn svaraði tilkynningunni með yfir- lýsingu skömmu síðar þar sem hann bendir á að embætti sérstaks saksóknara hafi í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hafi sent frá sér tilhæfulausar kærur. Segir hann tilkynningu bankans „enn eina tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna“. Þá segir jafnframt í yfirlýsingu Þorsteins: „Niðurstaða sérstaks saksóknara er ótvíræð og byggir á nákvæmri rannsókn þeirra á gögn- um málsins og ásökunum bankans.“ Bendir Þorsteinn á að embætti sérstaks sak- sóknara hafi talið að það sem fram hafi komið við rannsókn málsins um ætluð brot og atvik þeim tengd benti ekki til að hugsanleg per- sónuleg refsiábyrgð hans eða annarra kærðra einstaklinga á ætluðum brotum í málinu gæti komið til álita. Þegar af þeirri ástæðu hafi emb- ættið lokið meðferð sinni á viðkomandi sak- arefnum málsins enda hefði rannsóknin nægt til að útiloka að komið gæti til höfðunar saka- máls vegna ætlaðra brota. Þorsteinn heldur áfram: „Eftir mikla og ná- kvæma rannsókn sérstaks saksóknara var niðurstaðan skýr: Ekkert kom fram við rann- sókn málsins sem benti til saknæmrar hátt- semi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niður- stöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram.“ Þá segir hann málatilbúnað Seðlabankans hafa verið tilhæfulausan frá upphafi. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfesti það einfaldlega. Hann gagnrýnir einnig orðalag Seðlabank- ans í tilkynningu sinni þess efnis „að hann muni framfylgja lögum um gjaldeyrismál af staðfestu, samviskusemi og sanngirni“. Segir Þorsteinn orðalagið „eins fjarstæðu- kennt og hugsast getur“ og bætir við: „Seðla- bankinn hefur misbeitt valdi sínu á fordæma- lausan hátt gagnvart Samherja og starfsfólki þess. Ítrekað hefur bankinn orðið uppvís að ósannindum sem staðfest hefur verið af bæði af dómstólum og sérstökum saksóknara.“ „Tilraun til að breiða yfir eigin rang- færslur og mistök og afvegaleiða“  Forstjóri Samherja gagnrýnir harðlega svör Seðlabanka um niðurfellingu rannsóknarinnar Landnám og baðstofulíf 19. aldar voru í brenni- depli í heimsókn barna og fjölskyldna á Þjóð- minjasafnið í gær þegar á dagskrá var fyrsta barnaleiðsögn haustsins þar. Safnkennarar bjóða upp á slíka leiðsögn fyrsta sunnudag hvers mánaðar yfir vetrartímann, sem hefur notið vin- sælda þeirra er sótt hafa. Sverð, skartgripir og beinagrindur landnámsmanna, baðstofa, askur og strokkur voru meðal gripa sem verða skoð- aðir í gær og í lok leiðsagnar fengu börnin að handfjatla barnagull fyrri tíðar, gamla leggi og völuskrín eins og þar stendur. Einnig vakti at- hygli barnanna þegar Sesselja Konráðsdóttir sýndi þeim lopavettling með tveimur þumlum, sem eru sjaldséðir í dag. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Tveir þumlar vöktu athygli í Þjóðminjasafninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.