Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
» Kling & Bang gallerí hélt mikið flutningsteiti í fyrra-dag og sá DJ Rassi Prump um skífuþeytingar sem
lögðust vel í viðstadda. Kling & Bang hefur nú flutt starf-
semi sína af Hverfisgötu 42 þar sem haldið hefur verið úti
sýningum í sjö og hálft ár. Kling & Bang er því orðið hús-
næðislaust og mun sinna verkefnum sem krefjast ekki
sýningarsalar þar til nýtt húsnæði finnst.
Sýningarhúsnæði Kling & Bang kvatt með hressilegu teiti
Klárir í slaginn Hugleikur Dagsson og
Ragnar Kjartansson eða DJ. Rassi Prump.
Bjart Þær voru brosmildar þessar þrjár flottu konur, Lilja Birg-
isdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Gaman Auður Lóa Guðnadóttir, Kolfinna Baldvinsdóttir og börn
hennar þau Magdalena Björnsdóttir og Starkaður Sigurðarson. Svöl Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Úlfur Grönvold og Eirún Sigurðardóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Leikkonan Jennifer Lawrence
greindi frá því í viðtali við dag-
blaðið The New York Times í lið-
inni viku að hún væri að vinna að
handriti með uppistandaranum og
leikkonunni Amy Schumer og að
handritið væri nánast fullklárað.
Lawrence sagði þær Schumer ætla
að leika systur í myndinni en systir
Schumer, Kim, mun einnig hafa
komið að handritsskrifunum.
„Við Amy erum líkt og skapaðar
hvor fyrir aðra þegar kemur að
hugmyndavinnu,“ sagði Lawrence
og bætti við að handritsskrifin
væru það skemmtilegasta sem hún
hefði gert um ævina. „Við hefjum
daginn á því að tala saman í síma og
hlæja. Síðan sendum við hvor ann-
arri handritssíður og springum úr
hlátri,“ sagði Lawrence. Á meðan á
viðtalinu stóð sendi Lawrence
Schumer smáskilaboð og sagði að
hún hefði kjaftað frá og svaraði
Schumer því til að það væri frábært
að hún væri komin út úr skápnum.
Lawrence hafði samband við
Schumer eftir að hafa horft á kvik-
myndina Trainwreck sem Schumer
skrifaði handritið að og fór með að-
alhlutverk í. Hófu þær í kjölfarið að
vinna saman að kvikmynda-
handriti.
Vinna saman að handriti
AFP
Samstarf Lawrence og Schumer eru vinkonur og samstarfsmenn.
NO ESCAPE 5:45,8,10:15
TRANSPORTER REFUELED 8, 10:20
STRAIGHTOUTTACOMPTON 5, 10:10
ABSOLUTELY ANYTHING 6
THE GIFT 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
mbl.is/askriftarleikur