Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Glamox Luxo er leiðandi framleiðandi LED lýsingarbúnaðar og býður heildarlausnir fyrir iðnaðar- og lagerhúsnæði Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingahönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is Gestir settu upp bjartsýnisgler- augun á fundi fjármálaráðherra G20-ríkjanna í Ankara, höfuðborg Tyrklands, um helgina. Tal ráð- herranna gaf til kynna að þeir hefðu ekki miklar áhyggjur af þeim efnahagslegu óveðursskýjum sem margir þykjast greina við sjóndeildarhringinn. Að sögn Financial Times virðist fulltrúum Kína hafa tekist að nota fundinn til að sannfæra meirihluta ráðherranna um að ný stefna í gengismálum væri til þess gerð að láta gengi kínverska gjaldmiðils- ins ráðast meira af markaðsöflum, og væri ekki brella til að örva kín- verskar útflutningsgreinar. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá var slakað á handstýr- ingu gengis kínverska renminbís- ins fyrr í sumar og lækkaði gjald- miðillinn skarplega strax í kjölfarið. Pierre Moscovici, fjár- málaráðherra ESB, hrósaði kín- verskum stjórnvöldum fyrir að sýna mikla staðfestu við að reyna að viðhalda efnahagsvexti. Fulltrúi Bandaríkjanna var öllu hófstilltari í stuðningi sínum. Lagði bandaríski fjármálaráðherr- ann Jack Lew hart að kínverskum kollega sínum Lou Jiwei að gefa skýr merki um að Kína myndi leyfa markaðsöflunum að ýta gjaldmiðli landsins upp, rétt eins og niður. Bólan tæmd? Zhou Xiaochuan, seðlabanka- stjóri Kína, sagði gestum fundar- ins að loftið væri hér um bil alveg farið úr þeirri bólu sem blés upp á hlutabréfamarkaðinum þar í landi á fyrri helmingi ársins. Hafa helstu hlutabréfavísitölur Kína lækkað um 40% frá því að þær náðu hámarki í júní. „Í augnablik- inu er gengi renminbí gagnvart Bandaríkjadal að ná jafnvægi, leiðréttingin á hlutabréfamark- aðinum er næstum að baki og má greina merki þess að fjármála- markaðir séu einnig að ná jafn- vægi.“ Bætti seðlabankastjórinn við að hrun hlutabréfaverðs hefði haft óveruleg áhrif á raunhagkerfið. ai@mbl.is Fjármálaráðherrar brattir AFP Spjall Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, og Pierre Moscovici, fjár- málaráðherra ESB, ræða saman á hópmyndatöku á G20-fundinum í Ankara.  Seðlabankastjóri Kína segir hlutabréfamarkaðinn nærri búinn að leiðrétta sig og áhrifin lítil í raunhagkerfinu Nýjustu tölur um þróun bandaríska vinnumarkaðarins ollu vonbrigðum og urðu til þess að verð hlutabréfa lækkaði á föstudag. Urðu til 173.000 ný störf í Bandaríkjunum í ágúst, að störfum í landbúnaði undanskildum. Atvinnuleysi mælist hins vegar 5,1% og hefur ekki verið lægra síðan í apríl 2008, en þá tölu verður að meta í ljósi þess að langtímaatvinnulausir eru ekki taldir með í atvinnuleysis- mælingum vestanhafs. Mældist at- vinnuþátttaka tæplega 66% í apríl 2008 en var 62,6% í ágúst. MarketWatch segir stóru hluta- bréfavísitölurnar þrjár á Wall Street hafa átt næstverstu viku sína það sem af er þessu ári. S&P 500-vísi- talan lækkaði um 1,5% á föstudag en 3,4% yfir vikuna og endaði í 1.921,22 stigum. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 1,7% á föstudaginn og nam viku- lækkunin 3,3%. Mældist vísitalan 16.102,38 stig í vikulok. Nasdaq-vísitalan rýrnaði um 1,1% í viðskiptum föstudagsins og missti 3% yfir vikuna. Mælist vísitalan núna 4.683,92 stig. ai@mbl.is Næstversta vika ársins á Wall Street AFP Niður Starfsmaður NYSE virðir fyrir sér tölurnar á föstudag. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Margir þekkja Dale Carnegie best fyrir ræðunámskeiðin en þau eru aðeins hluti af þjónustunni sem þar er í boði. „Þjálfun í ræðuhaldi og tjáningu er fyrirferðarmikil í starfi okkar en grunnurinn í rekstri Dale Carnegie er ráðgjöf og þjálfun fyrir stofnanir og fyrirtæki,“ segir Jón Jósafat Björns- son, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Á alþjóðavísu hefur Dale Carnegie veitt ráðgjöf mörgum þekktustu og stærstu fyrirtækjum heims, allt frá Microsoft til Wal-Mart. „Ráðgjöfin okkar snýr að mannlegu hlið- inni. Við keppum ekki við þau ráðgjafar- fyrirtæki sem koma að því að bæta daglegan rekstur og sameina deildir, heldur fylgjum við í kjölfarið, eflum persónuhæfni og tökum á þeim mannlegu þáttum sem þarf að bæta til að innleiða stefnuna,“ segir Jón Jósafat. „Mælingar sýna enda að í 85% tilvika mis- tekst að innleiða nýja stefnu í fyrirtækjum, ekki vegna þess að stefnan var slæm heldur vegna þess að mannlegir þættir urðu til þess að illa gekk að fá fólk til að fylgja stefnunni.“ Metið og forgangsraðað Til að styðja við fyrirtækjaráðgjöfina, og til að fagna 50 ára afmæli Dale Carnegie, hefur félagið sett í loftið ókeypis tæki á netinu sem fengið hefur nafnið fyrirtækja- greining. Finna má fyrirtækjagreiningu Dale Carnegie á slóðinni www.dale.is/fyrirtaeki. Jón Jósafat segir um hnitmiðaðan spurn- ingalista að ræða sem byggi á víðtækri þekk- ingu og reynslu ráðgjafa Dale Carnegie. Stjórnandinn fer beint inn á síðuna og velur þar þá efnisflokka sem greiningin á að bein- ast að, t.a.m. menningu, söluhæfni eða þjón- ustu. Útbýr vefurinn því næst spurningalista og þarf að svara á bilinu 10-20 spurningum tengdum hverjum efnisflokki sem valinn er. Sem dæmi þarf, ef gera á könnun á sölu- hæfni, að svara spurningum á borð við hvort starfsmenn almennt „hugsa út fyrir boxið og koma með skapandi lausnir“ eða „afla nýrra viðskiptavina“. Til viðbótar við að gefa ein- kunn á skalanum 1-7 í hverri spurningu er beðið um að spurningunni sé gefið vægi. Segir Jón Jósafat að það sé ekki síst þar sem gagnsemi fyrirtækjagreiningarinnar komi í ljós. „Það eru til alls kyns krossalistar til að greina styrkleika og veikleika fyrirtækja en það sem vantar er eiginleikinn til að for- gangsraða. Eftir slík próf gæti stjórnandinn setið uppi með 30-40 atriði sem prófið segir að þurfi að laga og geta þeim fallist hendur því erfitt er að sjá hvar á að byrja,“ útskýrir Jón Jósafat. „Fyrirtækjagreining Dale Carnegie setur niðurstöðurnar fram á mynd- rænan hátt og strax er hægt að koma auga á þau atriði sem brýnast er að sinna. Stjórn- andinn getur því auðveldlega forgangsraðað og lagt til atlögu við mikilvægustu verk- efnin.“ Sýnir stjórnendum hvar á að byrja  Dale Carnegie kynnir nýja leið til að greina ýmsa veikleika og styrkleika í starfsmannahópnum Getty Images/iStockphoto Mannauður Jón Jósafat segir spurningalista sem eiga að greina vinnustaðinn hafa þann veik- leika að skorta forgangsröðun. Fyrirtækjagreining Dale Carnegie á að bæta úr þessu. Jón Jósafat Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.