Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Foreldrar og dætur F. v. Emilía Björg, Sigurjón Hilmarsson, Lilja, Rut Einarsdóttir, Regína og Agnes Eik.
á óvart hvað ferðafólkið veit í raun-
inni lítið um alla þá áhugaverðu
staði sem vert er að skoða umhverfis
Snæfellsjökul.
Koma af fjöllum
„Það hefur heyrt um Arnar-
stapa og kannski Vatnshelli en ekki
mikið meira. Þegar við förum að
spjalla við ferðamenn sem hafa
kannski farið suður fyrir Jökul og
spyrjum hvort þeir hafi skoðað þetta
eða hitt koma þeir alveg af fjöllum.
Þeir hafa ekki hugmynd um Malar-
rif, Svalþúfu, Öndverðarnes og fleiri
fallega staði. Þegar þessum stöðum
er síðan lýst fyrir þeim kemur fyrir
að þeir bæti við gistinótt, jafnvel
fleiri en einni, og fari í fleiri
skoðunarferðir á þessar slóðir,“ seg-
ir Rut og nefnir sem dæmi danska
konu sem hafi komið í Við hafið
þrisvar sinnum í Íslandsferð sinni
og alltaf sofið í sama rúminu.
Rut er þeirrar skoðunar að
hægt sé að gera meira í kynningar-
málum á Snæfellsnesi. „Það er full-
bókað hjá okkur í vetur og margir
að velta fyrir sér að koma til þess að
horfa á norðurljósin.“
Vörubretti Gestir hafa hrifist mjög
af nýju hlutverki vörubrettis.
Vegir liggja til allra átta Gistiheimilið Við hafið stendur við aðalgötuna í
Ólafsvík og þaðan er stutt að fara til að sækja alla þjónustu í bænum.
Hjónunum Rut og
Sigurjóni hefur þótt
lærdómsríkt að sjá
hvernig erlendir ferða-
menn upplifa Ísland.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
F
A
S
T
U
S
_
H
_
3
2
.0
5
.1
5
Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900
Resorb Sport
Þegar þú stundar úthaldsíþróttir eins
og hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup o.fl.
• Bætir upp vökvatap
• Minnkar líkur á vöðvakrömpum
• Flýtir endurheimt (recovery)
• Bragðgóður og handhægur
• Inniheldur m.a. magnesium
Fæst í fjölmörgum apótekum
Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K ,
S Í M I 5 1 2 8 1 8 1
VERIÐ VELKOMIN
Á NÝJAN VEITINGASTAÐ
Í RAUÐA HÚSINU
VIÐ GÖMLU HÖFNINA
Í REYKJAVÍK
Altarisklæði sem sagt er vera verk
huldufólks er gripur septembermán-
aðar í Þjóðminjasafni Íslands. Klæðið,
sem talið er vera frá 17. öld, er eitt ör-
fárra slíkra
muna í vörslu
Þjóðminjasafns-
ins og er nafn
listamannsins
óþekkt.
Klæðið er úr
gulu vaðmáli með
ásaumuðum út-
klipptum blómum
og blöðum úr
dökku flaueli sem
eru útsaumuð
skrauti úr vír-
þræði. Klæðið er
skeytt saman úr
tveimur hlutum
sömu gerðar en
greinilega vantar
eitthvað á milli. Í neðri hornum eru út-
klipptar myndir af ævintýralegum
konum. Þær eru skartlega klæddar
með sítt og mikið hár. Þær sitja í
blómum prýddum hásætum og mynda
laufguð tré hornsúlur á sætunum. Sú
til vinstri spilar á hörpu en hin virðist
halda á þremur fjöðrum. Ofarlega á
samskeytum dúkanna eru tvær út-
klipptar englamyndir en önnur er
skert. Klæðið var síðast í Hofskirkju í
Vopnafirði.
Sú þjóðsaga fylgir klæðinu að sýslu-
mannskona á Bustarfelli hafi í draumi
verið leidd inn í stein þar sem bjuggu
álfar. Þar kom hún til hjálpar fæðandi
álfkonu, sem launaði fyrir sig með fín-
um gullofnum
vef eða klæði.
Klæðið er hag-
anlega gert,
framandi og
einsdæmi hér á
landi. Í Noregi
eru hins vegar
tvö klæði sem
greinilega eru af
sama toga. Í bæði
eru saumuð ártöl,
1687 og 1688, og
er talið að þau
hafi upphaflega
verið gerð sem
borðdúkar þótt
þau síðar tengdust
bæði kirkjum. Giskað
hefur verið á að klæðin hafi saumað
flinkar konur eða karlar í Noregi sem
fengust við saumaskap, því að hvergi
eru þekkt verkstæði þar sem slík
klæði voru unnin. Spurningunni um til-
urð klæðisins frá Bustarfelli er því
ósvarað. Tengsl voru milli Íslands og
héraða sunnan Þrændalaga í Noregi,
ekki hvað síst á 18. öld, og ef til vill er
álfkonudúkurinn eitt sannindamerki
um þau samskipti. Nema þjóðsagan
segi alla söguna og dúkurinn sé kom-
inn frá álfum.
Gripur septembermánaðar
Álfkonudúkur með
ævintýralegum konum
Altarisklæðið Líklega frá 17. öld.