Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 4

Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Krít Frá kr.69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2+2 í íbúð. Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í stúdíó. Helios Apartments 14. sept. í 10 nætur Andri Steinn Hilmarsson Andri Yrkill Valsson Þakklæti til allra þeirra sem hafa byggt upp íslenska knattspyrnu undanfarna áratugi var efst í huga Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn í gær. Hann segir að íslenska liðið muni vinna riðilinn. „Það er mjög einfalt,“ sagði hann. „Við höfum verið í því að skrifa söguna mörg undanfarin ár og ég er ekkert nema stoltur. Það er gríðarleg eining innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar og við höf- um róið að sama markmiði,“ sagði Geir og bætti við að hann hefði verið viss um að áfanganum, að komast á EM, yrði náð á móti Ka- sakstan. Margra ára starf að skila sér Ég er gríðarlega stoltur. Þetta er margra ára starf sem er að skila sér. Það eru margir sem hafa unnið að þessu og draumurinn rættist,“ sagði Geir. „Nú er það bara Frakkland, en við viljum vinna riðilinn og það skiptir okkur máli. Þetta var erfiður leikur í dag og við höldum einbeitingu,“ sagði Geir. Uppskera áratuga vinnu Morgunblaðið/Eggert Fagnaðarlæti Landsmenn fögnuðu með stuðningsmönnum að leik loknum.  „Höldum ein- beitingu,“ segir formaður KSÍ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Úti um allt land kom fólk saman til að horfa á íslenska landsliðið í fótbolta sem tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu. Eftir leik hópaðist síðan töluverður mannfögnuður saman á Ing- ólfstorgi til að hylla landsliðið. Allt ætlaði um koll að keyra þegar landsliðið kom á torgið og gleðin skein af öllu því fólki sem þar var sam- ankomið í rigningunni. Lögreglan hafði engan sérstakan viðbúnað fyrir partíið en lokaði þó nokkrum götum þegar hetjurnar voru hylltar. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn og sagði liðið stolt af áfanganum. „Við erum þakklátir fyrir stuðninginn, stoltir og okkur hefur alla dreymt um að komast á EM og nú er það orðið að veruleika,“ sagði Aron og um leið og hann sleppti orðinu lifnaði heldur betur yfir Ingólfstorgi, sem kyrjaði Áfram Ísland og Ísland á EM í kjölfarið. Íslenska landsliðið tók síðan „klefafagnið“ með fólkinu á torginu, en það er hefð í bún- ingsklefanum eftir sigurleiki. Lætin urðu gríðarleg í kjölfarið, allir sungu, allir tóku undir og allir brostu sínu breiðasta enda sögu- leg stund. Morgunblaðið/Eggert Karnival Eftirvæntingin var mikil á Ingólfstorgi þar sem fólk beið eftir hetjunum sínum. Minnti stemningin á þegar íslenska handboltalandsliðið kom heim með silfurpeninginn frá Peking. Ólýsanleg stemning og stuð  Mannhaf á Ingólfstorgi þegar landsliðið mætti  Sungu og skemmtu sér yfir sögulegum árangri Fagnað Jaaá öskraði þessi ágæti herramaður og sneri sér svo við í stemninguna fyrir aftan. Áfram Stressið var mikið í Ölveri. Lokahóf Fylkiskrakkar horfðu saman. Hylltir Landsliðið var hyllt af fólkinu á Ingólfs- torgi þar sem fjölmargir voru samankomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.