Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 6

Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Pólitík snýst um að breyta samfélag- inu og gera gagn. Svigrúm til breyt- inga er þó takmarkað ef stjórn- málahreyfingin hefur lítinn stuðning. Vonandi tekst okkur nú að snúa tafl- inu við,“ segir Óttarr Proppé alþingismaður, sem var kjörinn for- maður Bjartar framtíðar á ársfundi flokksins sem haldinn var á laugar- dag. Á fundinum var tilkynnt að Brynhildur Pétursdóttir tæki við sem formaður þingsflokks hreyfingar- innar. Brynhildur S. Björnsdóttir var kjörin stjórnarformaður. Alþingi kemur saman til funda í vikunni eftir sumarhlé og býst Óttarr við líflegum umræðum þar og þá. Þessa dagana sé vandi flóttamanna og húsnæðismálin mjög í deiglunni og þingmenn Bjartrar framtíðar muni hamra þau heitu járn. „Í húsnæðis- málum er mikilvægt að séreign og leiga séu jafnsettir kostir, meðal ann- ars í gegnum bótakerfið og þá verður að tryggja öryggi á leigumarkaði,“ segir Óttarr. „Hvað flóttamannanna- málinu viðvíkur er ánægjulegt að sjá að fólk lætur sig mikilvæg mannrétt- indamál varða og er tilbúið að stíga fram, segja sína meiningu og veita stjórnvöldum aðhald og skapa þrýst- ing.“ Breytingar í Bjartri framtíð koma meðal annars til vegna slaks gengis flokksins í skoðanakönnunum. Óttarr vill þó ekki svara því beint hvort þörf hafi verið á endurnýjun í forystu- sveitinni. „Ég lít einfaldlega á þetta sem þroskamerki í starfi flokksins, sem hefur verið að endurskilgreina stefnu sína og starf kominn til áhrifa og ábyrgðar. Að hlutverkaskipti séu höfð í flokknum og að forystan sé endurnýjuð er hluti af hugmynda- fræði okkar – og breytingarnar nú sýna að þetta eru meira en orðin tóm,“ segir Óttarr Proppé. Endurnýjun er þroskamerki  Óttarr Proppé nýr formaður Bjartrar framtíðar  Svigrúm til breytinga tak- markað ef stjórnmálahreyfing hefur lítinn stuðning  Ætla að hamra heitt járn Forysta Frá vinstri: Brynhildur Pétursdóttir, þá nýr flokksformaður Óttarr Proppé og Brynhildur S. Björnsdóttir, sem var kjörin formaður stjórnar. Heilbrigðis- og umhverfismál voru mjög í deiglunni á aðal- fundi Bjartrar framtíðar. Um fyrrnefnda málaflokkinn segir að leggja skuli rækt við frelsi fólks um leiðir til að efla heil- brigði og til að takast á við heilsubrest. Heilbrigðis- þjónustan styðji við ein- staklinga sem séu í viðkvæmri stöðu svo sem börn, ung- menni, aldraða og fatlað fólk. Í umhverfismálum er sú lína lögð að Ísland skuli vera sjálfu sér nægt á sviði orku- framleiðslu, nota aðeins græna orku og hefja aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis. Einnig skuli stækka og stækka og sameina sterkt innviðakerfi þjóðgarða og frið- lýstra svæða. Vilja aðeins græna orku HEILSA OG UMHVERFI „Þessi hiti á Seyðisfirði hefur alveg jafnað hæsta hita ársins til þessa,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en 22,9 stiga hiti mældist á Seyðisfirði í gær. Veruleg- ur hiti var einnig víða á Austfjörðum og þannig voru 22,8 stig á Hallorms- stað. Hæsti hiti gærdagsins á há- lendinu var á Jökuldal, 19,8 stig. „Það var varla ský að sjá, næstum 23 stiga hiti og hægur vindur. Þetta er Spánarveður. Við erum nokkuð bjartsýn á að þetta verði svona líka í dag enda er hlýtt loft yfir okkur,“ segir Birta. Hins vegar er útlit fyrir að fyrsta alvöru haustlægðin gangi yfir landið á þriðjudag og önnur á miðvikudag. Hitajöfnun á Seyðisfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seyðisfjörður Hlýtt loft er yfir og spáð áframhaldandi blíðu. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta eru langþráðar framkvæmdir en það er enn mikið eftir og við hefð- um kosið að annar spotti á þessari leið hefði orðið fyrir valinu til að byrja með,“ segir Hjörleifur Finns- son, þjóðgarðsvörður á Norður- svæði Vatnajökuls sem er með að- setur í Ásbyrgi, um vegabætur sem eru nýhafnar á Dettifossvegi að norðan. Unnið er að því að endurgera veg- hlutann frá Ásgerði og suður fyrir Tóheiði. Þessi spotti er 4,6 km að lengd. Verkið var boðið út í sumar og reyndust Þ.S. verktakar á Egils- stöðum eiga lægsta tilboðið, rúmar 366 milljónir króna. Vegagerðin hafði áætlað kostnað rúmlega 300 milljónir. Áformað er að ljúka verk- inu fyrir miðjan júlí á næsta ári. Að sögn Hjörleifs hefðu fram- kvæmdir við Dettifossveg getað haf- ist þegar árið 2006. Umhverfismati var þá lokið og allt undirbúnings- ferlið komið á leiðarenda. En þá hóf- ust deilur við landeigendur sem snerust um veglínu utan þjóðgarðs- ins. Þetta tafði framkvæmdir og síðan tafði hrunið haustið 2008 enn fyrir málinu. Það haust var þó búið að bjóða út syðsta hluta vegarins og var hann kláraður árið 2010. „Með þeim vegabótum var komið á tengingu frá hringveginum við Dettifoss,“ segir Hjörleifur. Það hafi verið til mikilla bóta. En vantað hafi að lagfæra leiðina að norðan, frá Ás- byrgi þar sem starfsstöð norður- svæðis þjóðgarðsins er. „Þessi leið er að jafnaði ófær frá því í byrjun september og fram í lok maí eða byrjun júní,“ segir Hjörleifur. Meðan henni sé ekki sinnt hafi það mikil áhrif á umferð á svæðinu og alla ferðaþjónustu. Það geri starfs- mönnum þjóðgarðsins líka erfiðara en ella að sinna störfum sínum. Þegar kaflinn sem nú er unnið við verður tilbúinn eru um 17 km eftir af þröngum malarvegi sem þarf að endurbyggja. Mikið verk er því enn fram undan. Langþráðar vegabætur hafnar  Framkvæmdir hafnar við Dettifossveg að norðan  Ljúka á verkhlutanum sumarið 2016  Ör fjölgun ferðamanna kallar á vegabætur  Þjóðgarðsvörður orðinn langeygur eftir að verkinu ljúki Dettifoss Þetta er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem Náttúruvætti af Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar; Hafragilsfoss neðan hans en Selfoss ofar í ánni. Vegabætur Núverandi Dettifossvegur að norðanverðu. Enn eru um 17 km eftir sem þarf að endurbyggja þegar framkvæmdum lýkur næsta sumar. Framkvæmdir við Dettifossveg Vesturdalur - Tóveggur Heimild: Vegagerðin Ásbyrgi Skjálftavatn Jökulsá á FjöllumÁsheiði Keldunesheiði Tunguheiði Dettifoss Getty Images/iStockphoto

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.