Morgunblaðið - 07.09.2015, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
SAUÐÁRKRÓKUR
Á FERÐ UM
ÍSLAND
OG NÁGRENNI
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Á hestasýningu fyrir erlenda ferða-
menn sem haldin er á hrossaræktar-
búinu Varmalæk, heillast ferðamenn-
irnir alltaf af dillandi mjúku tölti
íslenska hestsins. Mýktin sést glögg-
lega þegar Björn Sveinsson bóndi á
Varmalæk heldur barmafullri bjórk-
rús á lofti með annarri hendi og varla
hellist niður bjór úr krúsinni þegar
hann þeysir um á tölti.
Söngurinn sem Skagfirðingar
eru þekktir fyrir er einnig á sínum
stað á sýningunni. „Það ætlar stund-
um að líða yfir þau, þau vita ekki
hvaðan þessi óhljóð koma og eru
hissa að sjá þau koma úr þessum ræf-
ilslega búk,“ segir Björn spurður um
viðbrögð við söngnum og hlær.
Björn er þekktur söngmaður í
Skagafirði og er mörgum hestamönn-
um kunnur. Hann varð m.a. Íslands-
meistari í tölti á gæðingnum Hrímni
frá Hrafnagili fyrir nokkrum áratug-
um. Björn segir sönginn nauðsyn-
legan í sýningunum til að lífga upp á
þær. Lög á borð við Fram í heiðanna
ró og Á Sprengisandi fá því að óma
um reiðhöllina í Varmalæk og ferða-
menn njóta góðs af.
Gætu haldið fleiri sýningar
Fastar sýningar eru tvisvar í
viku yfir sumartímann, ásamt auka-
sýningum af og til frá miðjum maí til
septemberloka. Þá fyllist reiðhöllin af
erlendum ferðamönnum sem dást að
og fræðast í senn um íslenska hest-
inn. Björn fæddist og ólst upp á
hrossaræktarbúinu og býr þar ásamt
konu sinni, Magneu K Guðmunds-
dóttur, og starfa þau við hestasýn-
ingar, þjálfun og tamningar á hross-
um. Þau segja bæði að hægt væri að
bjóða upp á enn fleiri sýningar ef þau
vildu. Eins og staðan er núna þá þyk-
ir þeim þetta vera nóg með annarri
starfsemi enda segjast þau vera kom-
in af léttasta skeiði.
Allt í kringum hestamennskuna
þykir ferðamönnum áhugavert og
sérstaklega að komast á búið. „Þeim
finnst gaman að komast í snertingu
við hestana og spyrja mikið um allt
milli himins og jarðar sem tengist
hestamennskunni,“ segir Magnea. Á
Varmalæk hafa verið haldnar um-
ræddar hestasýningar frá árinu 2002.
Það má segja að Björn sé frum-
kvöðull í sýningum á íslenska hest-
inum fyrir ferðamenn en hann og
Magnúsi Sigmundsson á Vind-
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Hjón Magnea Guðmundsdóttir og Björn Jóhannsson á Varmalæk kynna ferðamönnum íslenska hestinn.
Bjórreið og söngur
sem svíkur engan
Frumkvöðull í hestasýningum fyrir ferðamenn
„Höfðaströndin er alltaf í hugan-
um. Þetta umhverfi yfirgefur mig
aldrei,“ segir Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndaleikstjóri. Þorri þjóðar-
innar hefur vænt-
anlega séð mynd-
ir Friðriks, hvar
sögur af lífi og
landi tvinnast oft
saman í fallega
listræna heild. Og
þegar farið er út
með austan-
verðum Skaga-
firði verður um-
hverfið ein-
hverjum væntan-
lega kunnuglegt. Þegar komið er
nokkuð út fyrir Hofsós blasir bærinn
Höfði við, hvar gamalt íbúðahús
stendur uppi á háum hjalla og af bæj-
arhlaði sést til Þórðarhöfða og Málm-
eyjar.
„Faðir minn, Friðrik V. Guðmunds-
son, var bóndi á Höfða og þar hafa
ættmenni mín búið alveg til þessa
dags. Ég var mörg sumur í sveit á
Höfða og í kvikmyndum sem eru að
hluta til sjálfsævisögulegar notar
maður alltaf sitt eigið umhverfi að
einhverju leyti,“ segir Friðrik. Þannig
er upphaf Barna náttúrunnar, sem
frumsýnd var 1991, tekið á Höfða,
myndin Bíódagar frá 1994 var að
stórum hluta filmuð á Höfða og einn-
ig nokkrar Stiklur í Mömmu Gógó frá
árinu 2010. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umhverfið yfir-
gefur mig aldrei
Friðrik Þór
Friðriksson
„Dansmaraþonið,“ segja þau bæði í
kór, Anna Margrét Hörpudóttir og
Jóhann Daði Gíslason nemendur í
10. bekk í Árskóla í Skagafirði,
spurð hvað sé framundan. Sú hefð
hefur skapast í skólanum að 10.
bekkur heldur dansmaraþon þar
sem nemendur safna áheitum sem
renna í útskriftarferðalag þeirra
til Danmerkur. Til þess að standa
undir áheitunum þurfa þau að
halda sér vakandi og dansa í 26
klukkustundir, frá 10 til 12. Þau
dansa ekki eingöngu eftir eigin
höfði heldur hefur danskennari
kennt þeim nokkra dansa. „Þetta
verður rosalega skemmtilegt. Ég
er búin að bíða eftir þessu frá því í
1. bekk,“ segir Anna Margrét. Jó-
hann segist líka hlakka til þó hann
hafi ekki alveg beðið jafn lengi og
vinkona hans.
Annars eru samræmdu prófin á
næsta leiti hjá þeim. „Ég var svolít-
ið stressuð fyrst en svo þegar mér
var sagt að það væri bara verið að
taka stöðuna á því hvað við kunnum
þá var ég rólegri. En ég ætla samt
að læra vel undir þau,“ segir Anna
Margrét. Jóhann sagðist varla hafa
leitt hugann að prófunum og sagð-
ist vera „slakur“ fyrir þau.
Þau láta vel af lífinu í skólanum
og eru býsna stolt af nýrri viðbygg-
ingu skólans sem var tekin í notkun
fyrir nokkrum árum.
„Ég held að við séum í flottasta
skóla á landinu eftir að nýja bygg-
ingin kom. Við erum með skápa og
matsalurinn er rosalega flottur,“
segir Anna Margrét.
FNV eftir útskrift úr 10. bekk
Það er víst mjög gott að vera ung-
lingur í Skagafirði að þeirra sögn,
rólegt og þægilegt. Það er þó nóg að
Fótbolti og dans-
maraþon í deiglunni
Ætla í framhaldsskóla í heimabyggð
Hrossaræktin á Varmalæk bygg-
ist á gömlum og traustum
grunni. Sveinn Jóhannsson, fað-
ir Björns, keypti jörðina og
stundaði þar hrossarækt en
hann var mikill hestamaður. Ár-
angur hrossaræktarinnar hefur
verið góður í gegnum tíðina og
hefur búið m.a. hlotið verðlaun
sem hrossaræktarbú Skaga-
fjarðar og verið tilnefnt sem
hrossaræktarbú ársins. Má þar
helst nefna að gæðingshryss-
urnar tvær, þær Tinna frá
Varmalæk og Kolbrún frá Sauð-
árkróki hafa gefið góð afkvæmi.
Heimsmeistarinn í fimmgangi
árið 2009, Tindur frá Varmalæk,
er undan þeirri fyrrnefndu og
Mökkur frá Varmalæk, sem var
heimsmeistari í slaktaumatölti
árið 1997, er undan Kolbrúnu.
Rækta heims-
meistara
VARMILÆKUR
Eitt traustasta og
öflugasta merkið í
rafmagnsgirðingum
um allan heim
Afl, áreiðanleiki, tækni!
Eyrarvegi 21, 550 Sauðárkróki
Sími 455 4610
Opið: 8-18 virka daga / 10-13 laugardaga
N
ÝP
RE
N
T
RAFMAGN
SGIRÐ
INGAR
Áratuga
reynsla