Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 13

Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við sameiningu 11 sveitarfélaga árið 1998 og er það tæplega 4.200 ferkíló- metrar að stærð. Íbúar þess eru um 4.000 talsins, en stærstu byggðakjarnar sveitarfélagsins eru Sauðárkrókur, Hofsós og Varmahlíð. „Þetta verður vonandi til þess að matarferða- mennskan eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast. Skagafjörður er mikið matvælafram- leiðsluhérað en hér er framleitt ógrynni af kjöti og mjólk og þá eru einnig öflug fiskvinnslufyrirtæki á svæðinu. Þetta eflir okkur enn frekar í því sem við höfum verið að gera,“ segir Laufey Kristín Skúla- dóttir, verkefnastjóri Matarkistunnar í Skagafirði. Skagafjörður var útnefndur gæðaáfangastaður Ís- lands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörð- ur. Verkefnið var útnefnt af Ferðamálastofu í tengslum við EDEN-verkefnið sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Laufey bindur vonir við að fleiri ferðamenn eigi eftir leggja leið sína í Skagafjörðinn eftir útnefn- inguna. Hún segir að þrátt fyrir að fleiri ferðmenn komi til landsins þá sé hægt að taka á móti mun fleiri ferðamönnum í Skagafirði. Verkefnið Matarkistan Skagafjörður var stofnað árið 2004 gengur út á að efla skagfirska matarmenn- ingu og koma henni á framfæri. Veitingastaðir sem eru þátttakendur hafa að leiðarljósi að elda úr skag- firsku hráefni. Nýjasta verkefni Matarkistunnar Skagafjarðar er bókin Eldað undir bláhimni. Næstu verkefni, að sögn Laufeyjar, er m.a. að halda áfram að þróa matartengda ferðaþjónustu í Skagafirði og styðja við þau fyrirtæki sem vilja full- vinna vöru og koma henni á markað. thorunn@mbl.is Skagafjörður gæðaáfangastaður Íslands 2015 Matarferðamennska í sókn Ljósmynd/Hinir sömu Matarkistan Hér gefur að líta dýrindis rétt sem gerður er úr afurðum frá Lónkoti í Skagafirði. heimum buðu fyrst upp á þessar sýn- ingar sem fengu nafnið „Til fundar við íslenska hestinn“ árið 1992 á Vindheimamelum, þar sem þær voru lengst af. Á sýningunni eru gangtegund- irnar sýndar og vekja töltið og skeið- ið alltaf jafn mikla lukku. Yfirleitt sýna tveir knapar á sýningunni á heimaræktuðum gæðingum. „Það þýðir ekkert annað en að vera með góða sýningarhesta, algjöra gæð- inga,“ segir Björn. Úrvalið af gæð- ingum er mikið á Varmalæk en þar fæðast um sjö til átta folöld á ári, öll undan fyrstu verðlauna hryssum og stóðhestum. Hrossastóðið er samtals um 70-80 hross en stefnan er að þeim fæðist fá en góð hross. Varmilækur hefur um 800 hektara af landi, þar er fyrirtaks aðstaða til hrossaræktar, og tamninga, reiðhöll og hesthús auk íbúðarhúss. Áherslan breyst Björn segir áhersluna í hesta- mennskunni hafa breyst mikið. „Ég púkka ekkert upp á hross sem eru erfið. Menn höfðu gaman af því að eiga við þannig hross en það vill þetta enginn í dag. Hrossin þurfa að kom- ast fljótt í umferð, vera auðtamin og helst að seljast fljótlega svo maður hafi eitthvað upp úr þessu.“ Ferðamannatímanum fer senn að ljúka hjá þeim hjónum en þau taka þó að sér að sýna fyrir hópa eftir pöntun. Næst á dagskrá á búinu eru frumtamningar á ungu hrossunum. Þá geta stundum komið í ljós ófægðir demantar sem Björn slípar til af þekkingu og natni. Ljósmynd/Magnea K Guðmundsdóttir Ekkert til spillis Björn á Kunningja frá Varmalæk undan heimsmeistar- anum Tindi frá sama bæ. Ljósmynd/Magnea K Guðmundsdóttir Stóðmeri Tinna frá Varmalæk ásamt nýfæddu folaldi sínu í kafgresi. gera hjá þeim báðum, þau eru á fullu í íþróttum og æfa bæði fótbolta með 3. flokk Tindastóls. Kvenna- flokkurinn er kominn í undanúrslit og er Anna Margrét ánægð með árangurinn en nánast helmingurinn af stelpunum í bekknum æfir fót- bolta. Í karlaflokki spila þeir næst um fjórða sætið. Spurð hvað taki við eftir útskrift úr 10. bekk nefna þau bæði FNV, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þau segja tilhugsunina þægilega að geta farið í framhalds- skóla í heimabyggð. „Það er gott að fara í skóla hér heima því það kost- ar minni pening, maður getur búið heima hjá sér og borðað og þarf því ekki að kaupa allt,“ segir Jóhann Daði. thorunn@mbl.is Ljósmynd/Erla Kjartansdóttir Fótbolti Jóhann Daði Gíslason og Anna Margrét Hörpudóttir. Vredestein eru hágæða vetrardekk sem til er í flestum stærðum fólksbíla, jepplinga og sendibíla. Leitið tilboða hjá sölufólki okkar Bílaverkstæði Sími 455-4570 HÖNNUÐ TIL AÐ VERNDA ÞIG HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI Snowtrac Wintrac ComTrac Ice Arctrac

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.