Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Yfir fjórar milljónir Sýrlendinga eru
á flótta utan Sýrlands. Þetta kemur
fram í nýjustu tölum Flóttamanna-
stofnunar SÞ. Inni í þessari tölu er
2,1 milljón sýrlenskra flóttamanna
sem hefur verið skrásett í Egypta-
landi, Jórdaníu og Líbanon, einnig 1,9
milljónir sem hafa verið skrásettar í
Tyrklandi, sem og 24.000 manns sem
hafa verið skráð í Norður-Afríku frá
2011.
Segir Flóttamannastofnunin að um
6% þeirra Sýrlendinga sem hafi flúið
stríðsátök heima fyrir hafi leitað ör-
yggis í Evrópu.
Á tímabilinu apríl 2011 til júlí 2015
bárust 348.540 umsóknir um hæli í
Evrópu, þar af bárust 138.016 um-
sóknir á árinu 2014.
Þessar tölur byggja á gögnum frá
þeim 37 ríkjum sem veittu Flótta-
mannastofnuninni upplýsingar mán-
aðarlega.
Á þessu tímabili tóku Þýskaland og
Svíþjóð samanlagt við 47% hælisum-
sóknanna.
Serbía, Kósóvó, Ungverjaland,
Austurríki, Búlgaría og Holland tóku
við 33% umsókna.
Önnur ríki tóku við 20% umsókna.
Fregnir bárust af því í gær að fjöldi
sýrlenskra flóttamanna gæti tvöfald-
ast. Íslamska ríkið hótar nú að taka
yfir mikilvægan þjóðveg í Sýrlandi og
ljóst er að ef það ætlunarverk tekst
gæti fjöldi Sýrlendinga sem flýja land
farið upp í átta milljónir manns.
Heimild: Flóttamannastofnun SÞ *Það sem af er ári
Meira en helmingur þeirra sem fara yfir Miðjarðarhafið er að flýja stríð í Sýrlandi. 366.402
2.800
80%
Það sem af er ári
Þjóðerni
Komur yfir Miðjarðarhaf á mánuði Komufarþegar á ári Látin/horfin á ári
Flóttafólk og farandfólk til Evrópu: Nýjustu tölur
Önnur
Senegal
Bangladess
Gambía
Súdan
Sómalía
Írak
Nigería
Erítrea
Afganistan
Sýrland 51%
(í prósentum) Komufarþegar eftir löndum
14
8
4
3
2
2
1
1
1
13
94
1.953
frá tíu mestu
flóttamanna-
ríkjum heims
eru látin/horfin
hafa komið sjóleiðis
244.855
119.500
Malta
Spánn
Lýðfræði
13%
12%
75% börn
konur
karl-
menn
Grikkland
Ítalía
0
1.000
2.000
3.000
0
20.000
40.000
60.000
80.000
100.000
120.000
140.000
20152014
des.nóv.okt.sep.*ág.júlíjúnímaíapr.marsfeb.jan.
0
100.000
200.000
300.000
400.000
2015*1413121110092008 2015*141312112010
2.800
20
59.000
366.402129.843
14.458
Sýrlendingar yfir helmingur
Langflest flótta- og farandfólk sem kemur til Evrópu kemur frá Sýrlandi Fjórar milljónir flótta-
fólks gætu orðið að átta Svíþjóð og Þýskaland með flestu hælisumsóknirnar, eða 47% samanlagt
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Um 95% þeirra fjögurra milljóna
Sýrlendinga sem hafa flúið heima-
land sitt vegna átaka í heimaland-
inu eru stödd í einhverju af aðeins
fimm löndum; Tyrklandi, Líbanon,
Jórdaníu, Írak og Egyptalandi.
Þetta kemur fram í nýlegum upp-
lýsingum frá Amnesty Inter-
national.
Í Líbanon eru 1,2 milljónir sýr-
lenskra flóttamanna, sem þýðir að
einn af hverjum fimm er sýrlenskur
flóttamaður.
Sambærileg tala í Jórdaníu er
650.000, sem er um 10% jórdönsku
þjóðarinnar. Aðstæður þar í landi
eru afar bágar, en um 80% sýr-
lensku flóttamannanna lifa undir
fátæktarmörkum.
Tyrkland hefur tekið á móti 1,9
milljónum sýrlenskra flóttamanna,
sem eru fleiri en nokkurt annað ríki
hefur tekið á móti.
Í kringum 250.000 sýrlenskir
flóttamenn eru nú staddir í Írak, en
þar í landi hafa þrjár milljónir
manna verið á flótta innanlands. Þá
eru um 132.400 manns í Egypta-
landi.
Nú þegar hafa um 220.000 Sýr-
lendingar verið drepnir frá því að
stríðið hófst og 12,8 milljónir
manna eru sagðar í brýnni þörf fyr-
ir mannúðaraðstoð í Sýrlandi.
Þá hafa meira en 50% sýrlensku
þjóðarinnar flúið heimili sín.
Rík ríki sitja aðgerðalaus hjá
Amnesty International benda
einnig á að Persaflóarríkin Katar,
Sameinuðu arabísku sameinuðu
furstadæmin, Sádi-Arabía, Kúveit
og Barein hafa ekki boðist til að
taka við neinum sýrlenskum flótta-
mönnum. Önnur auðug ríki á borð
við Rússland, Japan, Singapúr og
Suður-Kóreu ekki heldur.
Um 95% stödd
í fimm löndum
Fimmti hver í Líbanon flóttamaður
AFP
Á áfangastað Kona hæstánægð
með að vera komin til München.