Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar kemurað því aðbjarga
mannslífum er það
árangurinn sem
öllu skiptir. Þetta
minnti Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætis-
ráðherra á í viðtali við Morgun-
blaðið um helgina, þar sem rætt
var um ástandið í Evrópu og við
Miðjarðarhafið vegna hörm-
unga sem valdið hafa miklum
straumi flóttamanna.
„Áhrifaríkar fréttamyndir
vekja sterk viðbrögð hjá okkur
en við megum ekki gleyma þeim
sem ekki sjást á myndunum.
Viðbrögð okkar geta aldrei mið-
að að því að uppfylla mögulega
þörf okkar sjálfra fyrir að sjá
árangurinn af starfinu eða
hljóta þakkir fyrir. Við verðum
fyrst og fremst að velta því fyrir
okkur hvernig við getum bjarg-
að flestum mannslífum til
skemmri og lengri tíma,“ sagði
Sigmundur Davíð.
Hann benti á að horfa þyrfti
heildstætt á málið og vinna að
lausn eins og svigrúm væri til.
Sýrlendingar væru um 20 millj-
ónir en vegna ólgunnar í landinu
hefðu um 12 milljónir hrakist af
heimilum sínum. Um 2% hefðu
farið til Evrópu en um 98%
væru enn í Sýrlandi eða næstu
ríkjum og byggju við hrikalegar
aðstæður. Þessum 98% mætti
ekki gleyma og varhugavert
væri að senda þau skilaboð að til
að fá aðstoð þyrftu flóttamenn
að leita ásjár glæpahópa og
leggja sig í lífshættu við að
reyna að komast til Evrópu.
Gerðu menn það gætu þeir átt
von um aðstoð en ella byggju
þeir við hörmulegar aðstæður
og sveltu jafnvel í flótta-
mannabúðum.
Það er mikið til í
þessum orðum for-
sætisráðherra. Íbú-
ar Evrópu eru að
vakna upp við að
þeir geta ekki tekið
við öllum sem þang-
að vilja koma. Til þess er mögu-
legur fjöldi flóttamanna of mik-
ill, jafnvel þótt aðeins væri horft
til Sýrlands, en vandinn ein-
skorðast þó alls ekki við það.
Kjartan Magnússon borgar-
fulltrúi varaði við óðagoti í borg-
arstjórn í liðinni viku, þar sem
tillaga um að Reykjavík tæki við
sem flestum flóttamönnum var
samþykkt í skyndi, án undirbún-
ings og umræðulítið. Hann benti
á að mun líklegra til árangurs
væri að „Vesturlönd auki hjálp-
arstarf sitt sem næst átaka-
svæðinu og leggi þannig áherslu
á að hjálpa sem flestum, þ.e.
þeim milljónum sem búa við erf-
iðar aðstæður í flóttamannabúð-
um í Tyrklandi, Jórdaníu, Líb-
anon og Sýrlandi sjálfu.“
Skiljanlegt er að fólk komist
við þegar sýndar eru átakan-
legar myndir af hörmulegum af-
leiðingum átaka og mann-
vonsku. Enginn getur verið
ósnortinn frammi fyrir þeim
hryllingi sem á sér stað í stríðs-
hrjáðum löndum fyrir botni
Miðjarðarhafs og víðar. En því
miður er ekki líklegt að vandinn
verði leystur með því að senda
þeim sem hrakist hafa af heim-
ilum sínum þau skilaboð að far-
sælast sé að halda í langt og
hættulegt ferðalag. Vesturlönd
geta hins vegar gert mikið til að
hjálpa þessu fólki nærri heima-
slóðum og þau eiga líka að
leggja sig fram um að stöðva þá
óáran sem ríkir í þessum heims-
hluta. Til lengri tíma litið mundi
muna mest um þá aðstoð.
Yfirvegunar er þörf í
umræðum um vanda
fólks frá stríðs-
hrjáðum svæðum}
Aðalmálið að bjarga
sem flestum
Við þurfum ekkibara að gera
hlutina rétt, við
þurfum líka að gera
réttu hlutina,“
sagði Kjartan
Magnússon borgar-
fulltrúi í umræðum um nýtt og
afar slæmt árshlutauppgjör
Reykjavíkurborgar í liðinni
viku.
Í umræðunum kom fátt fram
hjá meirihlutanum sem sýndi
skilning á alvöru málsins eða
vilja til að breyta um stefnu, en
ýmsar ábendingar komu fram
frá öðrum sem meirihlutinn þarf
að íhuga alvarlega.
Kjartan Magnússon benti til
að mynda á að Reykjavík væri
eina sveitarfélagið sem ekki
byði út sorphirðu. Í ljósi þess að
sorphirða í borginni hefur
versnað verulega á síðustu miss-
erum er ástæðu-
laust að útiloka
þennan möguleika.
Þá nefndi hann ým-
is útgjöld sem virt-
ust óhófleg, svo sem
mun hærri húsnæð-
iskostnað í grunnskólum
Reykjavíkurborgar en í öðrum
sveitarfélögum hér á landi og á
Norðurlöndum.
Nýtt árshlutauppgjör
Reykjavíkur er staðfesting þess
að breytinga er þörf og að
endurskoða þarf verkefni borg-
arinnar og vinnubrögð, eins og
Kjartan Magnússon benti á í
umræðunum. Borgaryfirvöld
verða að sýna að þau séu fær um
að breyta því sem þarf til að
reksturinn gangi upp. Að öðrum
kosti verða þau að gera ráð fyrir
að borgarbúar muni gefast upp
á getuleysinu.
Borgaryfirvöld
virðast ófær um
að taka til í rekstri
borgarinnar}
Breytinga er þörf
S
ú fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar
sem kynnt var í þarsíðustu viku er
alveg stórkostlega slæm. Hún er
svo slæm, að á þeim tíma sem það
tekur að lesa þennan pistil mun
borgin hafa tapað tæplega 60.000 krónum.
Eitthvað yrði sagt um það fyrirtæki, sem
næði því að tapa um 16,5 milljónum króna á
dag, og þar sem áætlanir hefðu skeikað um
nærri því tvo milljarða. Væntanlega myndi
stjórn slíks fyrirtækis ekki lifa næsta hlut-
hafafund, ef fyrirtækið á annað borð gæti
forðast gjaldþrot.
En önnur lögmál virðast gilda um sveit-
arfélögin og sveitarstjórnarmenn sem halda
að þeir geti safnað skuldum endalaust án þess
að hirða um þau áhrif sem það mun hafa á
framtíðina. Syndafallið kemur eftir okkar
daga, og næsta kjörtímabil og næsta kynslóð fær það
verkefni að ráða fram úr timburmönnunum, bara ef allt
er nógu skemmtilegt í dag.
Miðað við það að sá hluti rekstrarins sem fjármagn-
aður er með skattpeningum er neikvæður um þrjá millj-
arða er ekki nema eðlilegt að spurt sé hvað þessir pen-
ingar hafi farið í? Hefur þjónusta borgarinnar batnað
svo einhverju nemi á móti?
Því miður er varla hægt að segja að svo sé. Í Reykja-
vík er sorp hirt sjaldnar en í nágrannasveitarfélögunum,
þrátt fyrir að meira sé rukkað fyrir þjónustuna. Í
Reykjavík er gras slegið sjaldnar á sumrin. Á veturna er
minna saltað. Búið er að fækka leikskólum og
fækka íverustundum í óþökk foreldra og
vegagerð fékk að sitja á hakanum þangað til
að í óefni var komið í sumar, svo fáein dæmi
séu nefnd. Stundum virðist sem að það eina
sem meira sé af í Reykjavík séu lundabúðir
og hótel. Það kom ekki einu sinni ísbjörn í
Húsdýragarðinn!
Útsvar er fyrir löngu komið í lögbundið há-
mark, og væntanlega munu gjaldskrár
hækka á næstu árum til þess að mæta þessu
tapi, því að hvergi virðist mega skera niður.
„Veislunni“ má ekki ljúka, rándýru gælu-
verkefnin verða að vera á sínum stað meðan
grunnþjónustan riðar til falls. Þrengja verður
allar götur og flugvöllurinn skal fara í trássi
við vilja meirihluta borgarbúa, jafnvel þó að
það kosti 40 milljarða, sem hvergi finnast.
Þeir sem gera þau mistök að flytjast í rangt hverfi borg-
arinnar þurfa síðan að bíða í mörg ár áður en innviðir
hverfisins eru byggðir upp, því að alltaf þarf að gera eitt-
hvað meira fyrir miðbæinn.
Það er stundum sagt, þegar skórinn kreppir að, að
núna þurfi menn að gera meira fyrir minna. Í Reykjavík
hafa menn farið þveröfuga leið. Þar er minna gert á
sama tíma og innheimt er sífellt meira af peningum
skattborgaranna. Gallinn við þá leið er hins vegar sá, að
skatttekjur eru takmörkuð auðlind, og skattborgarar
hvikull flökkustofn, sem er vís til að leita á önnur mið, ef
grunnþörfum þeirra er ekki sinnt. sgs@mbl.is
Stefán Gunn-
ar Sveinsson
Pistill
Minna gert fyrir meira
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Háar skuldbindingar ríkis-ins gagnvart lífeyris-sjóðum ríkisstarfs-manna eiga eftir að hafa
veruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs á
komandi árum. Fjármálaráðherra
leggur fjárlagafrumvarp ársins 2016
fyrir Alþingi á morgun. Fyrr í sumar
kynntu helstu stjórnendur Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR)
stöðu einstakra deilda LSR á fundi
með fjármálaráðherra, sem lagði
hana fyrir skömmu fram á ríkis-
stjórnarfundi.
Þar kemur fram að eignir A-
deildar LSR eru í dag 4,8 milljarðar
kr. umfram skuldbindingar, eða
1,6%. ,,Að teknu tilliti til verðmætis
framtíðariðgjalda og skuldbindinga
vegna þeirra er heildarstaðan nei-
kvæð um 55,6 [milljarða] kr. eða
-9,6%,“ segir í samantektinni.
„Staðan er því því innan þeirra
marka sem kveðið er á um í bráða-
birgðaákvæði nr. VI. með lögun nr.
129/1997 um skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda og starfsemi lífeyris-
sjóða. Ljóst er hins vegar að grípa
þarf til ráðstafana á næsta ári eftir
að bráðabirgðaákvæðið fellur úr
gildi og neikvæð staða má ekki vera
meiri en -5%,“ segir í samantektinni.
Eftir hrunið hefur með laga-
breytingum ár frá ári verið veitt
svigrúm til að reka sjóðina með
meiri halla og var fyrst heimilað að
hafa allt að 15% mun á milli eignar-
liða og framtíðarskuldbindinga.
Jafnframt hefur mátt hafa meira en
10% mun á milli eignarliða og líf-
eyrisskuldbindinga samfellt í allt að
sjö ár frá og með árinu 2008. Sú
heimild rennur því út á næsta ári.
Í samantektinni segir um þetta
að til að bregðast við neikvæðri
stöðu ,,er stjórn LSR skylt að lögum
að hækka iðgjald launagreiðanda og
þyrfti það að hækka úr 11,5% í
13,4% (1,7 milljarður á ári) til að
vera innan -5% marksins, en til að ná
jafnvægi þyrfti að hækka iðgjald
launagreiðanda í 15,4% (3,5 millj-
arðar á ári)“.
Með stofnun A-deildar LSR ár-
ið 1997 var B-deildinni lokað fyrir
nýjum sjóðfélögum en í henni eru
uppsafnaðar skuldbindingar vegna
eldri starfsmanna. Samkvæmt stöð-
unni í dag er áætlað að ef engar
frekari aukagreiðslur komi frá rík-
inu komist B-deild sjóðsins í þrot
eftir 15 ár. Hjá B-deildinni eru
skuldbindingar í dag umfram eignir
407,1 milljarður kr. og 50,6 millj-
arðar kr. hjá Lífeyrissjóði hjúkr-
unarfræðinga (LH). Samtals vantar
því 457,7 milljarða kr. til að þessar
deildir eigi fyrir skuldbindingum, að
því er fram kemur á yfirlitinu.
„Þessar skuldbindingar eru
með tvennum hætti. Annars vegar
endurgreiða ríkissjóður og aðrir
launagreiðendur sjóðnum mán-
aðarlega hluta af lífeyrisgreiðslum
(lífeyrishækkanir). Áætlað er að
þessi hluti skuldbindinga verði í
framtíðinni 352,9 [milljarðar] kr.
Þessi hluti skuldbindinga hefur ver-
ið í föstu formi frá stofnun B-deildar
og er árlega gert ráð fyrir þeim á
fjárlögum. Hins vegar er bakábyrgð
ríkisins á skuldbindingum.“
Áætlað er að bakábyrgð ríkisins
á skuldbindingunum nemi samtals
104,8 milljörðum kr. fyrir bæði B-
deildina og LH. ,,Á þessa ábyrgð
reynir fyrst ef og þegar sjóðirnir
tæmast. Áætlað er að allar eignir B-
deildar og LH verði uppurnar í
kringum árið 2030. Eftir það falla
allar greiðslur úr sjóðunum beint á
ríkissjóð ef ekkert verður að gert.
Reiknað á núvirði verða lífeyr-
isgreiðslurnar 28 [milljarðar] kr. ár-
ið 2030 en fara ört lækkandi árin þar
á eftir,“ segir í samantekt stjórn-
enda sjóðanna.
Iðgjald LSR hækki til
að vera innan marka
Morgunblaðið/Eggert
Byrðar framtíðarkynslóða Áætlað er að allar eignir B-deildar og LH verði
uppurnar um 2030. Eftir það falla allar greiðslur á ríkissjóð að óbreyttu.
Ákveðið var 1999 að ríkissjóður
skyldi hefja greiðslur til B-
deildar LSR og LH umfram
lagaskyldu með það að mark-
miði að dreifa greiðslum á
skuldbindingum sínum við
sjóðina til lengri tíma og til að
koma í veg fyrir að þeir tæmd-
ust. Í samantekt LSR segir að
eftir 2008 hafi þessar auka-
greiðslur fallið niður. „Frá árinu
1999 hefur ríkissjóður greitt
samtals 90,5 [milljarða] kr. inn
á skuldbindingar sínar við B-
deild LSR og LH. Haldið er sér-
staklega utan um þessar inn-
áborganir í bókhaldi sjóðsins.
Um síðustu áramót var þessi
fjárhæð uppfærð með ávöxtun
sjóðanna 231,8 [milljarðar] kr.
Ef ekki hefði komið til þessara
greiðslna væru sjóðirnir tómir
og allar greiðslur féllu nú þeg-
ar á ríkissjóð. Brýnt er að taka
ákvörðun um hvort slíkar
greiðslur verði teknar upp aft-
ur og þá í hvaða formi það yrði
gert.“
Hefja greiðsl-
ur á ný
BAKÁBYRGÐ RÍKISSJÓÐS