Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 ✝ Þóra Eggerts-dóttir fæddist í Skarði á Vatnsnesi í Vestur- Húna- vatnssýslu 28. sept- ember 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Hvammstanga 19. ágúst 2015. Foreldrar Þóru voru Eggert Jóns- son bóndi og Sigur- ósk Tryggvadóttir húsfreyja. Þóra ólst upp hjá foreldrum sínum í Skarði. Systkini hennar eru Fjóla, f. 11. apríl 1923, Elísabet, f. 28. september 1924, Tryggva, f. 26. júní 1932, d. 25. nóvember 2009, Tryggvi, f. 3. desember 1937, d. 8. janúar 2009, og fóstursystirin Klara E. Helgadóttir, f. 15. apríl 1935. Eiginmaður Þóru var Ben- óný Elísson verkamaður og bóndi, f. 15. apríl 1923, d. 3. febrúar 1997. Foreldrar Ben- ónýs voru Guðrún Benón- ýsdóttir húsfreyja og Elís Bergur Þorsteinsson bóndi í Laxárdal í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Börn Þóru og Benónýs eru fjögur: 1) Hellen Sigurósk, f. 9. mars 1953, d. 8. júlí 2011, maki Andri Jónasson. Börn þeirra en einnig kenndi hún hálfan vet- ur við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Árið 1951 hóf Þóra kennslu við Farskólann í Kirkjuhvamms- hreppi og kenndi þá á ýmsum bæjum í hreppnum. Haustið 1955 tók hún að sér að hafa far- skólann alfarið á heimili sínu í Skarði og var hann þar til ársins 1960. Þóra var kennari við Barna- og unglingaskólann á Hvamms- tanga og var um tíma skólastjóri við sama skóla. Frá árinu 1968 var hún við almenna kennslu við Grunnskólann á Hvammstanga þar til hún lét af störfum vorið 1996. Eftir það tók hún að sér forfallakennslu þar í nokkur ár. Þóra menntaði sig og vann við það sem var hennar helsta áhugamál; fræðsla barna, vel- ferð og réttindi þeirra. Börn voru henni mjög mikilvæg og meðal annars styrkti hún SOS barnaþorp í fjölda ára. Hún hafði mjög gott lag á börnum, var vinur þeirra og bar virðingu fyrir þeim. Barnabörnin dvöldu mikið hjá henni og Benna afa. Þóra tók virkan þátt í félags- málum og hafði einnig mörg áhugamál, m.a. garðrækt, lest- ur, ferðalög o.fl. Einnig var hún dugleg að sækja ýmis námskeið. Útför Þóru fer fram frá Hvammstangakirkju í dag , 7. september 2015, og hefst at- höfnin kl. 15. eru þrjú: Anna Rut, Heimir Þór og Silja Dögg. 2) Eggert Atli, f. 16. maí 1960, maki Lone Benónýsson. Synir þeirra eru þrír: Bjarki Már, Gústav Björn og Markús Þór. 3) Guðrún Elín, f. 19. desember 1961, maki Björn Líndal Traustason. Börn þeirra eru þrjú: Steinar Hrafn, Benóný Þór og Kolbrún Arna. 4) Hörður Þorsteinn, f. 15. mars 1966, maki Eydís Rut Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru þrjú: Sara Björk, Gunnar Þór og Aron Tryggvi. Einnig ólst upp hjá Þóru og Benóný elsta barnabarnið, Anna Rut Hellenardóttir, f. 12. júlí 1972, maki Pétur B. Pétursson. Barnabörnin eru tólf og lang- ömmubörnin eru tíu. Veturinn 1945 fór Þóra til Reykjavíkur og hóf nám við Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi vorið 1950. Síðasta veturinn kenndi hún, ásamt náminu, blindum dreng við Blindraskólann. Að náminu loknu fékk Þóra hálft starf við Blindraskólann, Í dag kveðjum við elskulega móður og tengdamóður og leitar því hugurinn til baka til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Mamma var alltaf hænd að börnum og sagði oft að hún fyndi meiri samleið með þeim en jafn- öldrum sínum þó hún væri orðin rúmlega áttræð. Þess fengu börnin okkar líka að njóta er þau dvöldu hjá henni og pabba meðan hans naut við. Þar nutu þau besta atlætis sem hugsast gat og voru þau alltaf ánægð með dvöl sína þar. Þó heilsu mömmu væri farið að hraka mikið í fyrrasumar lét hún sig ekki muna um að dvelja daglangt í Skarði með fjölskyldu sinni og grípa þar í spil með börnunum. Ekki leiddist mömmu að hitta fólk og hafa gaman og var hún ávallt mjög spennt fyrir hinni árlegu Skarðshátíð sem fjölskyldan stendur fyrir í sveit- inni hennar. Þar fór hún í leiki með börn- unum og þáði góðar veigar í hóf- legu magni. Mikil ræktunar- manneskja var hún þó að inniblómaræktunin hafi verið fullmikil að áliti sonar hennar þegar var hann yngri og þurfti að vökva hátt í hundrað plöntur þegar hún var fjarverandi. Var hann því feginn þegar hún sneri sér nær alfarið að ræktun mat- jurta þó hún notaði einnig hunda- súrur og fíflablöðkur í salatið sem gaf því sérstakt bragð. Við viljum að lokum þakka fyr- ir allar okkar góðu stundir og við erum þess fullviss að mamma er sátt þar sem hún er nú því hún var alltaf fullviss um að þar biði sín góð vist þegar hún myndi kveðja þetta jarðríki. Með söknuði kveðjum við þig, elsku mamma, en í sorginni er einnig þakklæti og gleði yfir góðu minningunumsem við eigum um þig. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Þorsteinn og Eydís. Elsku amma okkar. Takk fyrir að leyfa okkur að vera hjá þér á Hvammstanga, það var alltaf svo notalegt að koma og vera hjá þér. Áttum góðar stundir, t.d. á morgnana, þegar við fengum að krumpa á þér handarbakið til að athuga hvað þú værir orðin göm- ul, en það var nú bara húðin sem var orðin hrukkótt. Við munum aldrei gleyma súkkulaðikökunni þinni með kökuskrautinu, heimagerðu frostpinnunum þínum og hjóna- bandssælunni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Minning þín lifir. Þín barna- börn, Thelma Dögg, Berglind María og Elísabeth Ósk Pétursdætur. Elsku amma mín, það er ótrú- lega skrítið að þú sért ekki leng- ur til staðar og að nú er ekki lengur í boði að koma við hjá þér þegar maður er á Hvammstanga. Það var alltaf fastur liður þegar maður kom í heimsókn að þú dróst fram heimilisfrið og brún- köku, alltaf áttir þú þessar tvær sortir til í frysti og aldrei fékk maður leiða á að fá þetta hjá þér. Sama hversu oft ég reyni að baka heimilisfriðinn eftir þinni upp- skrift þá verður hann aldrei eins og hjá þér, ætli ég verði ekki að gera hann nokkrum sinnum í við- bót til þess að þetta komi hjá mér. Þó það sé sárt að kveðja þá eru minningarnar til staðar, allar eru þær góðar og munu þær ylja mér um ókomna tíð. Þegar við vorum í heimsókn þá lastu fyrir okkur systkinin fyrir svefninn, kenndir mér Faðir vorið og ýttir undir það að ég teiknaði, sem því miður hefur fallið niður síðustu ár. Þegar við bökkuðum út úr heimreiðinni á Kirkjuveginum þá stóðst þú alltaf úti á tröppum og veifaðir okkur bless, því er ég ánægð að ég var hjá þér á þinni hinstu stundu og gat kvatt þig. Ég vildi að barnið sem ég geng með hefði kynnst þér, en það fær að heyra sögur um ömmu Þóru. Ég elska þig, amma mín, og mun sakna þín sárt. Sara Björk Þorsteinsdóttir. Það eru forréttindi að fá að alast upp hjá ömmu sinni og afa. Ég var svo heppin að fá að vera fram á 16 ára aldur hjá ykkur en þá flutti ég suður. Þegar við Pétur kynntumst og hann fór að koma með mér norð- ur þá tókuð þið afi honum eins og einu barnabarninu ykkar, stund- um var nú spurning hvort þú værir amma hans eða mín, því þú og Pétur gátuð setið langt fram eftir kvöldi frammi í eldhúsi og spjallað um lífið og tilveruna. Eftir að þú fluttir niður á spítala og við komum í heimsókn færðist alltaf svo fallegt bros yfir andlit þitt þegar Pétur heilsaði þér, jú auðvitað brostir þú líka þegar þú sást mig og stelpurnar. Amma mín var einstök kona, hún lærði að verða kennari og vann við það fram til 1994, henni þótti kennarastarfið skemmtileg, og man ég eftir því að hún var að undirbúa kennslu langt fram eft- ir kvöldi, fara yfir verkefni, búa til próf, gera föndur til að láta börnin gera í handmennt, mynd- mennt o.fl. Hún var líka minn einkakennari því hún kenndi mér að lesa, skrifa, reima skó og á líf- ið. Elstu stelpurnar okkar, þær Thelma Dögg og Berglind María, voru mikið hjá þér á sumrin. Á meðan þú bjóst á Kirkjuveginum hjálpuðu þær þér í garðinum, en þú varst mikil garðyrkjukona, varst með gróðurhús, salat og fleira í reitum, þú áttir flottan garð með palli, gosbrunni, tjörn og heitum potti. Haustið var ein af þínum uppáhalds árstíðum og valdir þú þá árstíð til að kveðja. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku amma mín. (SÞ) Minning þín er ljós í lífi mínu. Þín Anna Rut. Í desember 2012 var ég beðin um að taka að mér afleysingu í heimilishjálp hérna á Hvamms- tanga. Ég vissi nú hverra manna þessi kona var, sem ég var að fara til, en hafði aldrei talað við hana. Ég var hálffeimin að fara þarna en það voru óþarfa áhyggj- ur. Við heilsumst og hún segist heita Þóra og vera fyrrverandi kennari. Við enduðum á að tala saman í þrjár og hálfa klukku- stund og voru þrifin aðeins helm- ingurinn af þeim tíma. Við fund- um út að við áttum margt sameiginlegt og þótti okkur óskaplega gaman að spjalla sam- an. Þegar ég var að fara sagði Þóra við mig: „Mér þætti óskap- lega vænt um ef þú værir til í að kíkja einhvern tímann á mig aftur.“ Ég var fegin því að hún sagði þetta því ég var búin að hugsa hvernig ég gæti fundið einhverja ástæðu til að kíkja til hennar aft- ur. Upp frá þessu hófst vinátta okkar og kíkti ég alltaf annað slagið til hennar. Það var alltaf gaman að koma til hennar og mér fannst gaman að sjá hvað þessi fullorðna kona var alltaf vel til höfð. Oft sat hún í stólnum sínum þegar ég kom inn og sagði: „Ég finn fyrir gleði í maganum að sjá þig.“ Ég sat einhvern tímann í stólnum hennar og þá segir hún: „Þetta er líklega illgirni í mér en ég segi alltaf við fólk sem mér lík- ar vel við, að prufa stólinn og svo endar það á því að kaupa eins.“ Þóra var alltaf óskaplega já- kvæð og skemmtileg, þótt heils- an væri ekki góð. Ég sagði henni einhvern tímann að mér fyndist hún með svo góða nærveru og þá svaraði hún um hæl: „Ég get nú notað það orð yfir þig. Þú hefur góða nærveru.“ Ég kom stundum með tölvuna mína með mér til hennar og sát- um við saman og skoðuðum myndir og myndskeið, helst af börnum og náttúrunni, við höfð- um báðar mikinn áhuga á sólar- lagi og á ég margar myndir af því sem við skoðuðum oft. Hún hafði orð á því að henni fyndist erfitt að hafa ekki þrek lengur til að fara út og sjá það. Ég ákvað því að útbúa handa henni bók með mörgum sólarlagsmyndum og var hún afskaplega þakklát fyrir það og sagði að nú þyrfti hún ekki að svekkja sig á þessu leng- ur. Í síðasta skipti þegar ég fór til hennar var hún alveg ágætlega hress en orðin frekar þreklítil. Ég spurði hana hvernig heilsan væri og þá brosti hún og svaraði: „Ég hæli henni ekki.“ Ég sagði henni upp og ofan af því sem var að gerast hjá mér og mínum og hún reyndi að svara eins og hún gat en heilsan leyfði henni ekki að tala mjög mikið. Þegar ég var að fara sagði ég: „Ég ætlaði bara aðeins að kíkja á þig, farðu nú vel með þig mín kæra.“ Hún lítur þá á mig og segir: „Takk fyrir það, ég er að hugsa um að gera það, þetta er ágætis ráð.“ Ég svaraði: „Ég ætla að reyna að kíkja sem fyrst aftur, þú losnar nú ekk- ert við mig í bráð.“ Hún brosir þá og segir: „Nei, enda vil ég það ekki.“ Ég þakka innilega fyrir að hafa fengið að kynnast henni Þóru og að hafa fengið að eyða þessum tíma með henni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Eydís Ósk Indriðadóttir. Í dag kveðjum við gamla um- sjónarkennarann okkar, Þóru Eggertsdóttur. Haustið 1982 hófst skólaganga okkar við Grunnskólann á Hvammstanga og fékk Þóra það hlutverk að vera umsjónarkenn- ari okkar, sem hún var svo fyrstu sex skólaárin okkar. Bekkurinn var fjölmennur og ekki alltaf auð- veldur viðureignar en Þóra hafði einstakt lag og notaði ýmis ráð til þess að hafa stjórn á honum. Sér- staklega var eftirminnilegt hvernig hún notaði penna til þess að stýra hljóðinu í bekknum. Þá hélt hún penna á lofti fyrir fram- an bekkinn og þegar honum var snúið rétt þá máttum við tala saman en þegar pennanum var snúið á hvolf þá átti að vera þögn. Stundum þurfti hún að snúa pennanum nokkrum sinnum á hvolf og halda honum þannig en að lokum fóru allir eftir þessu. Þóra kenndi okkur einnig dönsku en danski framburðurinn reyndist mörgum erfiður. Fram- burðurinn skánaði þó verulega þegar Þóra kom með það ráð að gott væri að tala dönskuna eins og við værum með kartöflu í háls- inum. Þó svo að hún væri ekki um- sjónarkennari okkar lengur, og löngu eftir að grunnskólagöngu lauk, hafði hún alltaf mikinn áhuga á hvað við værum að gera í lífinu. Bekkurinn kom saman sumar- ið 2012 en þá voru 20 ár liðin frá útskrift úr grunnskólanum. Þá vorum við svo heppin að geta heimsótt Þóru á Kirkjuveginn þar sem við rifjuðum upp gamla tíma og áttum með henni góða stund. Við sendum fjölskyldu Þóru innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd árgangs 1976 við Grunnskólann á Hvammstanga, Magnús Vignir Eðvaldsson. Þóra Eggertsdóttir ✝ Samúel JónGuðmundsson fæddist 28. júlí 1947 á Grænhól á Barðaströnd. Hann lést á Landspít- alanum 29. ágúst 2015. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Guðmundssonar og Sigríðar Guðrúnar Jónsdóttur. Hann hóf sjómennsku á mb. Þorgrími ÍS 175 árið 1965 og stundaði sjó- mennsku til 1981, lengst af á Gísla Árna. Hann hóf nám í Vél- skóla Íslands árið 1968 og út- skrifaðist sem vélfræðingur 1974 eftir að hafa lokið sveins- prófi í vélvirkjun úr Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar. Hann var handhafi Fjalarbikarsins árið 1971, en hann var veittur fyrir framúrskarandi námsárangur. Eftir að hann kom í land hóf hann störf hjá Einari Farestveit, þar sem hann þjónustaði Wick- man-vélar. Einnig starfaði hann við uppsetningu á lyftum en síð- ustu árin starfaði hann í vélsmiðju Héðins. Í millitíð- inni sótti hann sjó frá Sauðárkróki og Akranesi. Samúel sat lengi sem vara- maður í stjórn Vél- stjórafélags Íslands og seinna VM. Hann kvæntist Guðfinnu Sigurðar- dóttur frá Ketils- eyri 31. desember 1969 og eign- uðust þau fjögur börn. Sædísi Hrönn, f. 15.9. 1970, og á hún fjögur börn, þar af þrjú á lífi, Særúnu Magneu f. 12.5. 1972, og á hún þrjú börn, Hafþór Inga, f. 10.8. 1974, og Hafliða Guðmann, f. 20.11. 1985. Helsta áhugamál þeirra var útivist og eyddu þau öllum sumarfríum sínum í útilegum, sem og fjölmörgum helgum. Samúel gekk á Hvannadals- hnjúk 63 ára gamall. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 7. september 2015, kl. 13. Takk fyrir dansinn. Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu’ í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. Ég vil dansa við þig meðan dunar þetta draumblíða lag sem ég ann. Meðan fjörið í æðunum funar, og af fögnuði hjartans sem brann. Og svo dönsum við dátt, þá er gam- an meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús K. Gíslason.) Særún Magnea Samúelsdóttir. Samúel Jón Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI FRÍMANN GUÐJÓNSSON byggingatæknifræðingur, lést á heimili sínu þann 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. september klukkan 13. . Alda Guðrún Friðriksdóttir, Friðrik Guðjón Guðnason, Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, Guðni Viðar og Gunnlaugur Dan. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARGEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Lautasmára 3, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. september kl. 13. . Guðbjörg Reynisdóttir, Erna Reynisdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmunda Reynisdóttir, Helgi Ágústsson, Haukur Reynisson, Eygló Einarsdóttir, Bryndís Reynisdóttir, Guðmundur Brynjarsson, Thelma Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.