Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 23
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
laufa smárinn, ljóð, l999, Kona
fjarskans, konan hér, ljóð, 2002,
Hveragerði, búsetusaga (ásamt
Þorsteini Antonssyni), Melastelpan
I, minningabók, 2010, Melastelpan
II (undirtitill Geimveran Adaví),
2012. Væntanleg er Melastelpan III
og einnig ljóðabókin Maríuerlan
eins og fiskur (vinnutitill). Norma
gaf einnig út hljóðbók, Ballynah-
inch, sem er safn frásöguþátta í
smásögustíl um ýmis málefni er
tengjast írskum uppruna höfundar-
ins. „Flest verka minna gaf ég út
sjálf og hef ég verið kölluð sjálfs-
útgáfudrottningin af yngri
rithöfundum.“
Norma hefur hin síðari ár meira
verið í myndsköpun og er í mynd-
listarfélagi í Hveragerði þar sem
hún er með vinnustofu ásamt fleir-
um. Hún hefur haldið sýningar ein
og með Myndlistarfélagi Árnes-
sýslu og myndskreytt bækur Þor-
steins og oft eigin bækur.
Norma er einn af stofnendum Mí-
grensamtakanna og er félagi í
ADHD samtökunum.
Fjölskylda
Norma hefur verið í sambúð með
Þorsteini Antonssyni, f. 30.5. 1942,
rithöfundi frá 2001, hans börn eru
Atli Viðar Þorsteinsson, sem starf-
ar hjá RÚV, og Katrín Edda Þor-
steinsdóttir verkfræðingur, sem
starfar í Þýskalandi. Norma giftist
Sigurði Jóni Ólafssyni bókasafns-
fræðingi 5.11. 1971. Þau skildu.
Börn: 1) Steinar Logi Sigurðsson,
jarðfræðingur og tölvufræðingur, f.
23.8. 1971, kvæntur Halldóru
Narfadóttur landfræðingi, þau eiga
synina Samúel Narfa og Sindra
Þór. 2) Rósa Huld Sigurðardóttir, f.
9.5. 1974, er að klára BA í félags-
ráðgjöf og starfar á sjúkraþjálf-
unarstöðinni Tápi, sambýlismaður:
Björn Ingvar Pálmason verslunar-
maður. 3) Klara Dögg Sigurðar-
dóttir jógakennari, f. 2.7. 1976, gift
Óskari Kristni Óskarssyni, smiði og
flugvirkja. Þeirra börn eru Lísbet
Stella, Sylvía Huld og Viktoría
Klara.
Systkini Normu: Björn Matthías
Tryggvason (sammæðra) sjómaður
en varð snemma öryrki, f. 27.1.
1939 í Hnífsdal, d. 3.12. 2003; James
Valdimar Ritchie Samúelsson, flug-
virki í Reykjavík, f. 30.4. 1942 í
Glasgow, og Carol Nan Ritchie, f.
23.12. 1943, d. 25.12. 1943.
Foreldrar: Samuel Stewart
Ritchie, málari, starfaði lengst af
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur á
Kirkjusandi, f. 20.7. 1912 í Glasgow,
d. 13.8. 1985, og k.h. Hulda Valdi-
marsdóttir Ritchie, starfaði er
börnin voru uppkomin í Bandaríska
sendiráðinu í Reykjavík, f. 22.12.
1917 í Hnífsdal, d. 26.3. 1999 í
Reykjavík.
„Pabbi kom til Íslands 1941 og
kynntist mömmu á Vestfjörðum,
þegar hann var varðmaður í breska
hernum. Finnbogi Hermannsson,
útvarpsmaður og rithöfundur, tók
saman, ásamt henni, bók með sama
nafni, Hulda, um líf og ævi einnar
fyrstu íslensku konunnar sem gift-
ist breskum hermanni, Hörpuútgáf-
an gaf bókina út árið sem mamma
lést.“
Úr frændgarði Normu E. Samúelsdóttur
Norma
Elísabet
Samúels-
dóttir
Elísabet Björg
Sturludóttir
húsfr. á Kirkjubóli,
frá Görðum í Aðalvík
Guðmundur Jónsson
sjóm. og kirkjuv. á Kirkjubóli í
Skutulsf., frá Fossum
Valdimar Björn Valdimarsson
ættfræðingur og vörubílstjóri í Rvík
Hulda Valdimarsdóttir
Ritchie
vann í Bandaríska
sendiráðinu í Rvík
Björg Jónsdóttir
húsfreyja í Hnífsdal,
frá Dýrafirði
Valdimar
Þorvarðarson
útvegsbóndi í
Hnífsdal
Jack Broadley
atómfræðingur
og yfirm. í
Dounreay-kjarn-
orkuverinu
Margrét Valdimarsdóttir
húsfr. í Rvík
Jóhann J. Ólafsson forstj.
Jóhanns Ólafssonar & Co.
Valdimar Kristján Jónsson
fv. prófessor í verkfr. í HÍ
Þorbjörg Valdimarsdóttir
húsfr. í Hnífsd., á Ísaf. og í Rvík
Elísabet Valdimarsdóttir
hannyrðakona í Rvík
Helga Haralds-
dóttir afreksk. í
sundi
Harold Bilson
listmálari á
Íslandi
Nan Broadley
bús. í Glasgow
Jóna Helga
Valdimarsdóttir
rak hótel á Ísafirði
og matsölustað
og saumast. í Rvík
Janet Johnston
Stewart
Samuel Stewart
rafvirki í Glasgow,
frá N-Írlandi
Jean Lynburn Stewart Ritchie
varð ung ekkja í Glasgow
James Ritche
bátasmiður í Inverkip,
Skotlandi
Samuel Stewart Ritchie
málari og vann hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur
Catherine Danach Ritchie
húsfr. í Québec, f. í
Skotlandi
James Ritchie
f. í Renfrewshire, Skotlandi, bátasmiður í
Inverkip, síðar bús. í Québec, Kanada
Kristjana
Jónsdóttir Bilson
saumak. í London
Björg Jónsdóttir
húsfr. í Rvík,
síðar í Kópav.
Elías Ingimars-
son skipstj. í
Hnífsdal
Halldóra
Elíasdóttir
hárgreiðslu-
meistari í
Grafarv.
Margrét
Ingimars-
dóttir húsfr.
í Lúxemb.
Sigríður Elísabet
Guðmundsdóttir
húsfr. í Hnífsdal
Ragnheiður Magndís GuðrúnFinnbogadóttir ljósmóðirfæddist á Þiðriksvöllum við
Steingrímsfjörð í Strandasýslu 7.
september 1915.
Foreldrar Guðrúnar voru Finn-
bogi Jón Guðmundsson, f. 17.9. 1884,
d. 2.9. 1948, sjómaður í Bolungarvík,
og k.h. Steinunn Magnúsdóttir frá
Hrófbergi í Steingrímsfirði, f. 10.6.
1883, d. 18.4. 1938.
Systkini Guðrúnar: Bernódus, f.
1911, d. 1998, Sigurvin, f. 1918, d.
2001, Sigurgeir, f. 1922, d. 1993,
Steinunn, f. 1924, og Magnús, f.
1927, d. 2007.
Guðrún giftist 14. júní 1941 Gunn-
laugi Halldórssyni, sýsluskrifara á
Ísafirði, f. 28.11. 1906, d. 16.7. 1962.
Foreldrar hans voru Halldór
Bjarnason, búfræðingur frá Ólafs-
dalsskóla, verkstjóri á Bíldudal og
síðar kaupmaður á Ísafirði, og k.h.
Elísabet Bjarnadóttir.
Börn Guðrúnar og Gunnlaugs:
Steinunn Finnborg, f. 1939, Ármann,
f. 1942, Sigríður, f. 1943, Elísabet
María, f. 1945, og Pétur Yngvi, f.
1948.
Guðrún ólst upp í Bolungarvík.
Hún hóf nám 1935 í Ljósmæðraskóla
Íslands og lauk námi 30. sept. 1936.
Strax að loknu námi var hún skipuð
ljósmóðir í Bolungarvík. Hún fluttist
til Ísafjarðar 1941 og sinnti búi og
börnum auk þess að leysa ljós-
mæður á Ísafirði af 1941-65. Hún var
forstöðumaður Sjúkraskýlisins í
Bolungarvík og ljósmóðir þar 1965-
68. Hún var ljósmóðir á Sólvangi í
Hafnarfirði 1970-74 og forstöðu-
maður Elliheimilis Ísafjarðar 1974-
81.
Guðrún var formaður barna-
verndarnefndar Ísafjarðar 1956-60
og formaður mæðrastyrksnefndar
þar um skeið. Hún starfaði í Kven-
félaginu Hlíf, með Leikfélagi Ísa-
fjarðar og Átthagafélagi Stranda-
manna. Guðrún var félagi í Sósíal-
istafélagi Ísafjarðar.
Eftir að hafa búið í Kópavogi flyt-
ur Guðrún alfarið til Ísafjarðar árið
1992 en dvaldi að síðustu á
Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur.
Þar lést Guðrún 19.12. 2004.
Merkir Íslendingar
Guðrún Finnbogadóttir
100 ára
Bjarni Guðjónsson
90 ára
Bryndís Jónsdóttir
Haukur Daðason
Soffía Sigurjónsdóttir
80 ára
Guðrún Helgadóttir
Herborg Ólafsdóttir
Hulda Ólafsdóttir
Magnús Elíasson
Yngvi Hreinn
Jóhannsson
Þorgerður Vagnsdóttir
75 ára
Guðrún Jónsdóttir
Gunnar Friðbjörnsson
Jón M. Egilsson
Sigrún S. Aðalsteinsdóttir
Sóley Gestsdóttir
70 ára
Birgir Guðmundsson
Lárus Hjaltested Ólafsson
Lilja Hulda Pálsdóttir
Ólafía Ingibjörg
Sigurðardóttir
Sigtryggur Antonsson
60 ára
Arnþór Bergur Traustason
Árni Sigurðsson
Björn Ásgrímsson
Björnsson
Björn Jakob Tryggvason
Hanna Þorbjörg
Svavarsdóttir
Heiða Elín Jóhannsdóttir
Jens Kristinn
Þorsteinsson
Lars Guðmundur
Hallsteinsson
Nói Sigurðsson
Rita Arnfjörð
Sigurgarðsdóttir
Þóra Fríða
Sæmundsdóttir
Örn Karlsson
50 ára
Árnína Björg Njálsdóttir
Bára Svavarsdóttir
Bjarni Viðar Sigurðsson
Guðríður H.
Aðalsteinsdóttir
Heiðdís Sigurðardóttir
Ingveldur Guðný
Sveinsdóttir
Kjell Ove Aarö
Magnús Valdimarsson
Ólafur Ragnar Halldórsson
Ægir Berg Elísson
40 ára
Einar Baldvinsson
Einar Snorri Magnússon
Gunnar Bjarni Viðarsson
Ólöf Ása Guðmundsdóttir
Rakel Dögg Guðjónsdóttir
Sighvatur Bjarnason
Sigríður G. S.
Sigurðardóttir
Sigríður Hauksdóttir
Stefán Sveinn
Gunnarsson
Þórður Ágústsson
30 ára
Birna Ósk Óskarsdóttir
Geir Ólafsson
Guðrún Ásta
Friðbertsdóttir
Hjálmar Helgi
Rögnvaldsson
Sandra Björg
Gunnarsdóttir
Sif Jónsdóttir
Sigurlaug Sæland
Helgadóttir
Tomas Starkovas
Torfi Fannar Gunnarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Pawel er frá Pól-
landi en býr á Sólveigar-
stöðum í Bláskógabyggð.
Hann er garðyrkjumaður
hjá Laugatorgi.
Maki: Alexandra Mróz, f.
1985, garðyrkjum. s.st.
Sonur: Jakob Henrik, f.
2015.
Foreldrar: Lesze Lopatka,
f. 1959, garðyrkjumaður á
Flúðum, og Marzenna
Lopatka, f. 1962, bók-
menntafr. í Póllandi.
Pawel Adam
Lopatka
30 ára Ragnar er Siglfirð-
ingur og vinnur á SR véla-
verkstæði.
Maki: Vigdís Norðfjörð
Guðmundsdóttir, f. 1991,
vinnur á leikskóla en er í
fæðingarorlofi.
Börn: Hlynur Freyr, f.
2007, Tómas Ingi, f.
2009, og Sara Sól, f.
2015.
Foreldrar: Hans Ragnar
Ragnarsson, vinnur á SR
vélaverkstæði, og Kristín
Pálsdóttir, f. 1954.
Ragnar Már
Hansson
30 ára Þórður Már er
Skagamaður og býr á
Akranesi en er stuðnings-
fulltrúi hjá Rvíkurborg.
Sonur: Hjörtur Leó, f.
2015.
Systkini: Ása Björg, f.
1982, Birkir Örn, f. 1987,
og Harpa Lind, f. 1991.
Foreldrar: Gylfi Þórðar-
son, f. 1944, fram-
kvæmdastjóri Spalar, og
Marta Kristín Ásgeirs-
dóttir, f. 1956, d. 2015,
sjúkraliði.
Þórður Már
Gylfason
COOL - LITE
SÓLVARNARGLER
ispan@ispan.is • ispan.is
M
ynd:Josefine
Unterhauser