Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Það var á ósköp venjulegum eftir- miðdegi sem Gísli Einarsson, eig- andi Nexus, tók á móti Morgun- blaðsmanni í húsakynni verslunar- innar við Nóatún. Líkt og forðum daga iðaði verslunin af lífi, en hún hefur alltaf verið afdrep þeirra sem sækja í heim ævintýrabókmennta og spila. Sú breyting hefur þó orðið á að verslunarhúsnæðið er orðið stærra og kúnnahópurinn fjölbreyttari og fjölmennari í dag að sögn Gísla, en sú var tíðin að koma hefði mátt allri starfsemi verslunarinnar fyrir í litlu horni núverandi húsnæðis. „Rétt er það, við vorum ekki í stóru rými þegar við seldum okkar fyrstu teiknimyndasögur,“ segir Gísli, en margir muna eftir að hafa mætt honum brosmildum og áhuga- sömum að leiðbeina fólki um heima ævintýrabókmennta og vísinda- skáldsagna í mjög litlu verslunar- rými á Rauðarárstíg. Markmiðið var aldrei að safna auði og ríkidæmi, líkt og margir gera í spilum og ævintýrabók- menntum sem Gísli selur. Hann vill fyrst og fremst kynna Íslendingum áhugamál sín. „Vita ekki allir sem horfa á vin- sæla þætti eins og The Simpsons og The Big Bang Theory að rekstur „comic book stores“ gerir engan rík- an?“ segir Gísli sposkur á svipinn. „Að öllu gamni slepptu stofnaði ég verslunina fyrst og fremst til að kynna Íslendingum áhugamál mín, en frá unga aldri hef ég heft mikinn áhuga á evrópskum teiknimyndum á borð við Tinna og Ástrík o.fl. en einnig þessum klassísku bandarísku ofurhetjusögum, sem allir þekkja orðið í dag af hvíta tjaldinu.“ Umkringdur menningu Erfitt er að ímynda sér dæmi- gerðan listgagnrýnanda að dásama listina og menninguna í Nexus. Ekki vegna þess að vörurnar séu verri en aðrar eða séu á einhvern hátt minni list heldur einfaldlega vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir list- forminu sem er allt um kring í versluninni. „Myndasagan er mjög vanmetið listform, sem oft gleymist þegar við tölum um menningu og list. Hún hef- ur sína eigin sögu, stíl og tækni al- veg eins og hver önnur list eins og myndlist eða ballett. Þá er mikið art- work, svo ég sletti aðeins, í öllum spilum og leikjum sem við seljum.“ Fantasíuheimarnir í hillum Nexus, hvort heldur sem þeir koma úr teiknimyndasögum, vísinda- skáldsögum eða ævintýrum, eru full- ir af áhugaverðum sögupersónum, alls konar skepnum og fyrirbærum sem gefa bestu skáldsögum ekkert eftir. „Það koma margir listamenn að gerð t.d. spila en söguheimurinn er skapaður af góðum sögumanni eða rithöfundi, módelin hönnuð af listamönnum og ekki mála mynd- irnar sig sjálfar á spilakassana, spil- in eða spilaborðið. Skapandi greinar eru allt í kringum okkur í Nexus.“ Menningin á jaðrinum Sögurnar sem Gísli ólst upp með hafa lengst af verið á jaðrinum. Þó þannig að dyggur hópur aðdáenda hefur fylgt þeim frá upphafi. „Við vorum ekki margir sem gát- um gleymt okkur í teiknimyndablöð- um eða fantasíubókmenntum þegar ég var að alast upp. Í dag eru þessar sögur þó orðnar almennari og sumar hverjar svo vinsælar að kvikmynda- bransinn keppist við að kaupa út- gáfuréttinn. Í dag eru þessar sögur orðnar ein helsta útflutningsafurð bandarískrar menningar. Stærstu kvikmyndir hvers árs eru ofur- hetju-, vísindaskálsagna- og æv- intýramyndir. Síðan má ekki gleyma sjónvarpsþáttum á borð við Game of Thrones, öllum þeim fjölda tölvu- leikja og spila sem leita í þessa átt.“ Nördarnir sem eitt sinn sátu á jaðrinum hafa aldrei verið vinsælli og áhugi fólks á öllu sem tengist æv- intýraheimum og ofurhetjum hefur aukist til muna. „Kvikmyndin Astrópía gaf ágætis sýn á það hvernig hlutirnir voru. Kannski örlítið ýkta sýn en engu að síður var margt líkt með því sem fram kom í myndinni og þeim veru- leika sem var hér áður. Núna mörg- um árum síðar hefur allt breyst. Núna þykir flott að hafa áhuga á öllu því sem við erum að bjóða upp. Núna situr ekki lengur takmarkaður hóp- ur að þeim perlum sem við bjóðum upp á.“ Star Wars stærsta mynd ársins Nexus tók upp á því fyrst verslana og situr jafnvel enn ein að því að bjóða upp á sérstakar Nexus- frumsýningar á kvikmyndum sem höfða til viðskiptavinahóps hennar. „Hér erum við að sjálfsögðu að tala um ævintýramyndir, vísinda- skáldsögur og ofurhetjumyndir. Og það er enginn skortur á þessum myndum í dag og við höldum allt að fjórar frumsýningar á ári.“ Hvatinn á bakvið frumsýningar Nexus var fyrst og fremst að sögn Gísla að bjóða áhugasömum upp á hágæða sýningu. „Ég kynntist því þegar ég var að þýða kvikmyndir að sumar myndir voru illa þýddar og þær urðu verri þegar búið var að setja texta á myndina en hér áður fyrr þurfti sýn- ingastjórinn að fókusera linsuna annaðhvort á textann eða myndina. Þá truflaði það mig alltaf að gert væri hlé á myndum. Við byrjuðum því að bjóða upp á ótextaðar sýn- ingar án hlés.“ Stærsta myndin í ár að sögn Gísla er án nokkurs vafa nýja Star Wars- myndin og að sjálfsögðu verður Nexus með frumsýningu á henni. „Margir eru búnir að bíða eftir þessari mynd með mikilli eftirvænt- ingu. Við erum að fara að fá fyrsta varninginn tengdan myndinni núna í haust og að sjálfsögðu verður Nexus-frumsýning.“ Spurður hvort frumsýning- argestir Nexus verði að koma klæddir upp sem persónur í mynd- inni segir Gísla það alls ekki vera en það myndi ekki skemma fyrir stemmningunni. „Við höfum verið með búninga- keppni á sýningum okkar og það skapar alltaf skemmtilega stemm- ingu. Það er ótrúlegt hvað fólk legg- ur mikið á sig að gera flotta búninga. Hönnunin og verklagið á bak við þá getur verið slíkt að þeir gætu komið frá þekktustu klæðskerum lands- ins.“ Spilið hluti af félagslífinu Frá árinu 2008 hefur eftirspurn eftir spilum verið gífurleg og ekki bara á Íslandi. Bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hefur úrval spila aukist til muna og fjöldi fólks sem spilar reglulega margfaldast. Nexus hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og segir Gísli ástæður fyrir auknum vinsældum spila vera marg- víslegar. „Margir tengja þennan aukna áhuga á spilum við kreppuna sem kom árið 2008, en þá hreinlega verð- lögðu margir afþreyingakostir sig út af borðinu. Spil eru hins vegar ódýr Listin í ævintýraheimi  Gísli Einarsson verslunarmaður opnaði verslun til að kynna eigið áhugamál fyrir Íslendingum  Teiknimyndasögur, spil og fantasíubókmenntir eru engu minni list en ballett eða myndlist Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Spilamenning Gísli Einarsson hefur rekið verslunina Nexus í fjölda ára og séð hvernig spila- og fantasíumenn- ingin hefur þróast á Íslandi í að verða aldarfjórðung.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.