Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ R annsóknir hafa sýnt að venjuleg notkun tölvupósts, vistun mynda og annarra gagna yfir tíu ára tímabil út- heimti sömu orku og þarf til að keyra bensínbíl í kringum hnöttinn. Það er býsna stórt fótspor,“ segir Ólafur K. Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri EcoCloud360. „Við ætlum okkur hins vegar að vera í fararbroddi í Bandaríkjunum, og jafnvel hér á landi, í að bjóða um- hverfisvæn tölvuský þar sem ein- staklingar og fyrirtæki hýsa sín gögn sín og forrit án þess að menga umhverfið,“ segir Ólafur, sem ný- lega var staddur hér á landi til að taka upp myndefni fyrir kynning- arherferð í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hans, EcoCloud 360, var stofnað fyrir rúmu ári en Ólafur hefur starfað undanfarna tvo áratugi vestan hafs. „Ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki í Bandaríkjunum árið 1993. Það var tölvubúð þar sem við settum saman tölvur eftir að hafa keypt alla hluti í þær. Við fram- leiddum þannig tölvurnar í raun sjálfir. Síðan höfum við einnig verið með alla þjónustu í kringum netkerfi fyrir fyrirtæki,“ greinir hann frá. Þótt EcoCloud 360 sé staðsett í Bandaríkjunum hýsir fyrirtækið tölvuský sitt í gagnaverum á Íslandi. Fyrirtækið hýsir öll algengustu for- rit sem einstaklingar og fyrirtæki nota dags daglega í svokölluðu skýi á netinu. „Flestöll fyrirtæki hýsa ský- in sín í gagnaverum sem nota ein- ungis kol, olíu eða kjarnorku við að búa til rafmagn til að knýja milljónir netþjóna sem skýin eru keyrð á. Við notum aftur á móti hreina orku þar sem gagnaverin eru staðsett á Ís- landi,“ segir Ólafur og bætir við: „Gögnin eru vistuð allan sólarhring- inn, allt árið um kring, í gagnaver- um. Orkan sem fer í að keyra þau áfram, kæla húsnæðið, rafmagnið og annað sem fylgir gagnaverunum veldur mengun. Hins vegar fylgir engin mengun notkun okkar skýs.“ 8% koltvísýrings úr gagnaverum Hann segir fólk oft á tíðum ekki átta sig á því hversu óumhverfisvænt það er að nota ský sem hýst eru erlendis. „Hátt í átta prósent af öllum koltví- sýringi sem fer út í loftið í heiminum kemur úr tölvum og gagnaverum. Þess vegna viljum við bjóða fyr- irtækjum og einstaklingum alls stað- ar í heiminum aðgang að umhverf- isvænu skýi,“ útskýrir Ólafur. Bendir hann á að vegna þess hve mengun af völdum gagnavera er lítt sýnileg veiti fólk henni síður athygli. „Ólíkt mengun af völdum bíla, þar sem fólk sér reyk koma út um púst- rörið, er mengunin sem hlýst al- mennt af notkun gagnavera því sem næst ósýnileg. Facebook notar til að mynda gagnaver Google sem eru fleiri hundruð með milljónir net- þjóna og staðsett út um allan heim. Hvert einasta mannsbarn notar þá nær daglega og mengunin sem af notkuninni hlýst er gífurleg,“ segir Ólafur. Að hans sögn eru fjölmörg fyr- irtæki að skipta yfir í umhverf- isvænni kosti á mörgum sviðum, svo sem úr bensínbílum í rafmagnsbíla, glóperum í sparperur og svo fram- vegis, til þess að minnka kolefn- isfótspor sitt. „Umhverfisvæn ský eru einfaldlega næsta skref í þeirri viðleitni. Fimm til tíu prósent af allri orku sem er notuð fara í tölvur og af þeim sökum ætti stór hluti fyr- irtækja að vera með umhverfisvæn tölvuský.“ Hugmyndin varð til uppi á jökli Hugmyndin að EcoCloud fæddist fyrir um þremur árum þegar Ólafur var í heimsókn á Íslandi og gekk upp á jökul. „Ég man að umhverfisvæn orka og gagnaver voru mikið í um- ræðunni. Þegar ég stóð uppi á jökl- inum læddist sú hugmynd að mér að sameina tölvuþjónustu og umhverf- isvernd og bjóða öllum heiminum upp á þá þjónustu. Ég hugsaði: „Af hverju ekki að koma með við- skiptavinina hingað til Íslands þar sem orkan er hrein og umhverf- isvæn, fyrir utan það eru gagnaver hér mun öruggari en úti í löndum?““ Það tók Ólaf um eitt og hálft ár að hrinda hugmyndinni í framkvæmd en í dag er hann kominn með starfs- fólk sér til aðstoðar og er að undir- búa kynningarherferð fyrir banda- rískan markað. „Í síðustu viku vorum við með myndatökumenn frá Bandaríkjunum til að taka myndir fyrir auglýsingar. Þeir tóku myndir við Jökulsárlón, Gullfoss og við Langjökul. Eftir um mánuð munum við birta fréttatilkynningar í öllum helstu blöðum Bandaríkjanna og kynna EcoCloud360 frekar í fram- haldinu.“ Eru með umhverfisvæn pósthólf EcoCloud360 er samstarfsaðili Microsoft og fleiri hugbúnaðarfyr- irtækja og hefur tilskilin leyfi til að hýsa þeirra forrit. „Við getum því boðið fyrirtækjum og fólki upp á að hýsa Microsoft-forrit í grænu um- hverfi,“ útskýrir Ólafur. Ein af þeim nýjungum sem Ólafur er með í pípunum er tölvupóstur og gagnahirsla á netinu fyrir ein- staklinga, en það er í prufukeyrslu þessa dagana. „Þannig geta menn verið með eigin póstfang sem endar á @ecomail.com, í staðinn fyrir @gmail.com, ef menn vilja vera um- hverfisvænir. Við ætlum að bjóða notendum fyrstu gígabætin ókeyp- is,“ útskýrir hann. Hægt er að nálgast þjónustu EcoCloud 360 hvaðan sem er í gegn- um netið, á ecocloud360.com. Þá er heimasíða fyrirtækisins á ensku, hollensku, sænsku, frönsku, þýsku, spænsku, rússnesku og fleiri tungu- málum. brynja@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Reynslubolti Ólafur K. Ólafsson hefur verið í tölvubransanum í 25 ár en stofnaði EcoCloud fyrir um ári síðan. Gagnaverum sem EcoCloud notar fylgir engin mengun, að sögn Ólafs. Um 8% koltvísýrings vegna gagnavera EcoCloud360 býður upp á umhverfisvæn tölvuský þar sem ein- staklingar og fyrirtæki hýsa sín gögn sín og forrit án þess að menga umhverfið. Ljósmynd/Wikipedia Gagnaver EcoCloud hýsir gögnin í gagnaverum sem staðsett eru á Íslandi. Fjölmörg fyrirtæki eru að skipta yfir í um- hverfisvænni kosti á mörgum sviðum til þess að minnka kol- efnisfótspor sitt. Samkvæmt skilgreiningu Nation- al Institute of Standards and Technology (NIST) eru fimm nauðsynleg einkenni tölvuskýja eftirfarandi: 1. Sjálfsafgreiðsla. Notandi getur sjálfur afgreitt sig um auknar eða minnkaðar auðlindir í skýinu, t.d. örgjörvaafl, minni, diska, sæti í póst- eða CRM- kerfi o.s.frv. 2. Víðtækur netaðgangur. Kerfið er aðgengilegt yfir hefð- bundnar netsamskiptaleiðir og fyrir margvísleg tæki, svo sem snjallsíma, spjaldtölvur, einka- tölvur, mismunandi stýrikerfi og vafra. 3. Samnýting auðlinda. Margir notendur deila sömu auðlind- um (þekkt sem „multi-tenant“- högun). 4. Auðveld skölun. Notandi getur aukið og minnkað auðlinda- notkun eftir þörfum á fljótleg- an og oft á tíðum sjálfvirkan hátt. 5. Þjónustumælingar. Bæði þjón- ustuveitandi og -þegi þjónust- unnar hafa aðgang að þjón- ustumælingum, svo sem notkun á diskum, minni, ör- gjörva, upplýsingum um afköst, fjölda notenda o.s.frv. Þýðing tekin úr grein Helga Björgvinssonar á vefsíðunni www.sky.is. Hvað er tölvuský?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.