Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ M áté Osvald varði í vikunni meistaraverkefni sitt í orkuverkfræði við Ís- lenska orkuháskólann (e. Iceland School of Energy), undir handleiðslu dr. Halldórs Svav- arssonar, dósents við Háskólann í Reykjavík, og Hrannar Arn- ardóttur, sérfræðings við Bláa lónið. Verkefnið var unnið við Rann- sóknasetur Bláa lónsins en það er hluti af Auðlindagarðinum á Suð- urnesjum. Máté hefur unnið að verkefninu á rannsóknarstofu Bláa lónsins frá því í janúar síðastliðnum en það gekk út á að þróa aðferð til að auka olíu- innihald þörunga sem þar eru rækt- aðir. Annars vegar beitti hann hitun og þrýstingi á þörungana og hins vegar prófaði hann mismunandi ræktunarskilyrði. „Ef þörungar eru ræktaðir við aðstæður sem eru ekki kjöraðstæður og eru undir ákveðnu álagi, gefa þeir af sér hærra hlutfall olíu en ella,“ segir hann. „Aðferðin þar sem ég notaðist við hitun og þrýsting jók olíumagn í þörung- unum úr 0,5% upp í 6%, sem er um tólfföld aukning. Í magnframleiðslu getur þessi aukning skipt verulegu máli.“ Hreinir þörungar mun dýrari Máté segir olíu úr þörungum mega bæði nota bæði í lífdísil og í snyrti- vöruframleiðslu. „En í tilviki þör- unganna sem framleiddir eru í Bláa lóninu, væri hagkvæmasta leiðin að fara út í snyrtivöruiðnaðinn. Það skýrist af því hversu hreinir og verðmætir þörungarnir eru.“ Að hans sögn er þörungaframleiðsla Bláa lónsins afar hrein, einangruð og henni er vel stýrt. Þar af leiðandi séu þörungarnir afar verðmætir og því liggi notkun í snyrtivöruiðn- aðinum beinast við. „Annars staðar eru þörungarnir ræktaðir í opnum tjörnum og fram- leiðslan stýrist ekki af öðru en veðr- inu. Olía sem verður til þar getur helst nýst til brennslu þar sem þör- ungarnir eru síður hreinir og þar af leiðandi ekki eins verðmætir og þeir sem eru ræktaðir í Bláa lóninu. Ef ekki er lagt mikið upp úr hreinleika er hægt að framleiða þörunga með mun ódýrari hætti og í mun meira magni. Þá er sniðugra að nota þá til brennslu og þar af leiðandi frekar í lífdísil en í snyrtivörur.“ Framfarir verða á öðrum sviðum Máté bendir á að afar hörð sam- keppni ríki á orkugjafamarkaðnum og að nær allar framfarir í þróun orkugjafa verði til í öðrum geirum. „Einn lítri af olíu sem ætlaður er í snyrtivörur er mun dýrari en einn lítri af olíu sem ætlaður er sem líf- dílsill. Þar af leiðandi var drifkraft- urinn hjá mér í upphafi að þróa olíu fyrir snyrtivöruiðnaðinn. Síðar, ef okkur tekst að fullkomna aðferðina, getum við notað hana til þess að framleiða lífdísil. Lífdísill úr þör- ungum er, enn sem komið er, miklu dýrari en hráolía. En með tímanum og með aukinni eftirspurn eftir vist- vænum orkugjöfum, getur lífdísill orðið fýsilegur orkugjafi,“ segir hann. Aðspurður hvort þör- ungadrifnir bílar muni aka um göt- urnar á næstu árum, segir hann það vel mögulegt. Efni í framhaldsrannsóknir Máté segir niðurstöður meist- araritgerðarinnar gefa tilefni til frekari rannsókna. „Þessi rannsókn fól í sér afar gott samstarf á milli Ís- lenska orkuháskólans og Bláa lóns- ins. Á henni má vel gera framhald, þannig að Bláa lónið geti tekið að sér fleiri meistaranema eða starfs- nema til að halda þessari rannsókn áfram, eða finna annan flöt á henni.“ Þörungadrifnir bílar mögulegir Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðbeinendur og nýútskrifaður meistaranemi: Frá vinstri: dr. Halldór Svavarsson, Máté Oswald og Hrönn Arnardóttir Ljósmynd/Bláa lónið Nýtingarmöguleikar Olíu úr þörungum má bæði nota í snyrtivörur og í eldsneyti. Maté tókst að tólffalda olíumagn þeirra. Á Suðurnesjunum má finna þyrpingu fyrirtækja sem byggja starfsemi sína á sam- nýtingu auðlinda, það er jarðvarma . Þyrpingin ber nafnið Auðlindagarðurinn og var stofnaður árið 2008. Um er að ræða einu frum- kvöðlaþyrpinguna sem vitað er um að hafi byggst upp í kringum jarðvarma. Markmið Auðlindagarðsins er „Sam- félag án sóunar“ þannig að nýttir séu allir auðlindastraumar sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls og á sem ábyrgasta hátt. Til að mynda nýtir Bláa Lónið, eitt fyr- irtækjanna í garðinum, alla auðlinda- strauma jarðvarmavers HS Orku og gufu frá jarðvarmavirkjuninni. Fyrirtækin í garðinum eru HS Orka, HS Veitur, Bláa lónið, Haus- tak, Háteigur, Northern Light Inn, OFR Líftækni, Carbon Recycling International (CRI) og Stolt Sea Farm Iceland. Tekjur garðsins námu 20,5 milljörðum króna árið 2013, eða um 1% af vergri landsframleiðslu. Af þeirri fjárhæð voru 85% vegna HS Orku, HS Veitna og Bláa lónsins. Fjármálafyrirtækið GAMMA spáði því í skýrslu frá því í maí sl. að heild- artekjur Auðlindagarðsins árið 2016 muni nema 23 milljörðum og þar af verði virðisauki rúmlega 11 millj- Auðlindastraumar verða að Auðlindagarðurinn er eina frumkvöðlaþyrp- ingin sem vitað er um að hafi byggst upp í kringum jarðvarma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.